Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Síða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Síða 13
Aðspurðir voru sjúklingamir ánægðir með þá verkja- meðferð sem þeir hlutu, á 3. degi eftir aðgerð vom 95,3% sjúklinga frekar eða mjög ánægðir, í viðtali heima eftir aðgerð voru 95,6% sjúklinga þessarar skoðunar (mynd 6). í viðtali III töldu 18 (16,7%) sjúklingar að eitthvað hefði mátt fara betur í verkjameðferðinni, en 60 (55,5%) töldu svo ekki vera og 26 (24,1%) gátu ekki metið hvort eitthvað hefði mátt fara betur. Umræða Þar sem um þægindaúrtak er að ræða er ekki hægt að alhæfa út frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Það styrkir þó rannsóknina að úrtakið er stórt (N = 130) og gefur hún því sterkar vísbendingar. Meginniðurstaðan er að um helmingur þeirra sjúklinga sem fóm í skurðaðgerðir á þessu tímabili voru verkjalausir, eða svo gott sem, á 1. og 3. degi eftir aðgerðina og við útskrift frá spítalanum. Um fjórðungur sjúklinga sögðust hafa verið með stöðuga eða nær stöðuga verki á 1. og 3. degi eftir aðgerðina. Niðurstöður rannsóknarinnar segja ekki hversu mikill styrkur þessa viðvarandi verkjar var, því einungis var spurt um styrk versta verkjar sem sjúklingur hafði fundið fyrir, en ef athugaður er meðaltalsstyrkur versta verkjar var hann á bilinu 3,6 til 4,8 á tölukvarða. Reynsla þeirra sjúklinga sem vom með þessa sám verki er markverð í ljósi þess hve mikilvægt er að sjúkl- ingar fái viðunandi meðferð fyrst á eftir aðgerð til að minnka hættu á fylgikvillum og flýta fyrir bata. Hlutfall sjúklinga sem lýstu versta verk að styrkleika 7,0 eða meira var hátt. Á 1. degi eftir aðgerðina var það um 27,9%, á 3. degi minnkaði hlutfallið í 15,7 — 21,3%. Af þeim sjúkl- ingum sem vom með verki þegar þeir vöknuðu/mundu fyrst eftir sér eftir aðgerðina var um þriðjungur með mikla verki (> 7,0). Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir sem sýna að enn er stór hluti sjúklinga sem fara í skurðaðgerðir að lýsa styrk versta verkjar u.þ.b. 7,0 á tölukvarða 0-10 (Ward og Gordon, 1996). Greinarhöfundar líta svo á að sjúklingar sem upplifa verk eftir aðgerðir að styrkleika 7,0 eða meira hafi hann að ástæðulausu, því með þeirri þekkingu á verkjum og verkja- meðferð sem til er nú í dag er f flestum tilfellum auðvelt að halda verkjunum í skefjum, og er regluleg verkjalyfjagjöf eitt helsta haldreipið þar og auðvelt að koma í framkvæmd. Ástæða er til að vekja athygli á þeirri staðreynd að 39,8% sjúklinganna sögðust ekki hafa fengið lyf reglulega. Horn- steinn góðrar verkjameðferðar sjúklinga með stöðuga verki, eins og oft má gera ráð fyrir fyrstu dagana eftir skurðaðgerð, er að þeir fái verkjalyf reglulega til að halda þéttni lyfsins sem jafnastri og þar með verkjastillingunni. Fyrirmæli um verkjalyf hafa verið svokölluð PN fyrirmæli í stað fyrirmæla um reglu- lega lyfjagjöf, þrátt fyrir að rannsóknir hafi endurtekið sýnt fram á gildi reglulegra lyfjagjafa (Ward og Gordon, 1996). Niðurstöður þessarar rannsóknar voru á sömu lund og sýndu að meginþorri fyrirmæla voru PN fyrirmæli og hjúkrunarfræðingar nýttu ekki þau PN fyrirmæli sem læknar gáfu (óbirtar niður- stöður). Rétt er að árétta að sjúklingar lýstu styrk versta verkjar en gera má ráð fyrir að að jafnaði hafi verkurinn verið minni. Þessir verkjatoppar geta verið afleiðingar þeirrar verkjalyfja- gjafar sem þeir að jafnaði fengu (PN verkjalyfjagjöf), en munstur þeirrar meðferðar er einmitt sveiflur milli verkja og verkjastillingar (peak and through pattem). Bent hefur verið á að óverulegar upplýsingar séu til um væntingar og viðhorf sjúklinga til verkja í tenglsum við skurð- aðgerðir og hvemig það hefur áhrif á sjálfa meðferðina (Jacox, Ferrel, Heidrich, Hester og Miaskowski, 1992). Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að væntingar fólks varðandi verki eftir skurðaðgerðir og reynsla fór nokkuð saman, þ.e.a.s. sjúklingar bjuggust við og höfðu talsverða verki. Þegar sjúklingar vom beðnir um að geta sér til um styrk verkjanna fyrstu dagana eftir aðgerð var hann að meðaltali rúmlega 5 og bjuggust um 35% sjúklinga við að verkjalyfin gerðu verkinn einungis bærilegan eða drægju lítið úr verkjunum, þ.e.a.s. höfðu ekki háar hugmyndir um meðferðina. Þetta er langt frá hugmyndum um verkjameðferð nú, þar sem takmarkið er að sjúklingar séu verkjalausir eða svo gott sem í kjölfar skurðaðgerða (Agency for Health Care Policy and Research, 1992). Ef sjúklingar væm með væntingar og kröfur um betri verkjameðhöndlun er freistandi að álykta að meðferðin batnaði. Hvað verkjameðferðina sjálfa áhrærir kemur fram að ýmsu var ábótavant. Takmark góðrar verkjameðferðar, þ.e. að sjúklingar séu alveg eða nær alveg verkjalausir, náðist í um 60% og 57% tilfella eftir því hvort spurt var á 1. eða 3. degi eftir aðgerð. Þá em um 30% sjúklinga sem sögðu að verkja- lyfin gerðu verkinn einungis þolanlegan eða hefðu slegið lítið sem ekkert á verkinn. Um 10% sjúklinga sögðust ekki hafa verið spurðir um hvort þeir væru með verki og um 66% sjúklinga sögðu engan hafa spurt um verkan verkjalyfjanna. Þrátt fyrir að minni sjúklinga sé ekki óskeikult em þetta mikilvægar vísbendingar því, eins og margoft hefur komið fram, mat á verkjum og verkun verkjalyfja er homsteinn árangursríkarar lyfjameðferðar og em hjúkmnarfræðingar lykilpersónur í þessu mati. Onnur mikilvæg niðurstaða er hversu fáir fengu aðra meðferð en verkjalyf (6,5%). Alkunna er hve mikilvæg viðbót stoðmeðferð, s.s. slökun, nudd og bakstrar, er við verkjalyfjameðferð (Agency for Health Care Policy and Research, 1992) og er þetta mikilvæg vísbending fyrir hjúkmnarfræðinga sem eru í góðri aðstöðu til, og ættu, að láta meira til sína taka á þessum vettvangi. Þegar reynsla sjúklinga af verkjum, framkvæmd og árangur verkjameðferðarinnar er skoðuð, er athyglisvert hve sjúklingar vom ánægðir og höfðu lítið út á meðferðina að setja, en meirihluti sjúklinganna (um 94%) var ánægður með TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996 237

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.