Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Page 30
málaráðherra mun skv. lögunum hafa allan rétt til ákvörðunar-
töku í þessu máli og því er ekki tryggt að stéttarfélög opinberra
starfsmanna muni hafa nokkuð að segja um ákvörðun svo-
kallaðra viðbótarlauna í framtíðinni. Það er því erfitt að leggja
mat á það hvort ákvarðanir um laun opinberra starfsmanna á
íslandi muni verða meira eða minna miðstýrðar en þær eru nú.
Fjármálaráðuneytið segist stefna að því að færa launaákvarð-
anir í meira mæli til stofnana og fyrirtækja ríkisins og að laun
ákvarðist fremur af þáttum eins og hæfni og ábyrgð en starfs-
aldri og aldri. Fulltrúar opinberra starfsmanna hafa hins vegar
bent á að ný lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna
séu aðför að samningsrétti stéttarfélaga og stefni í átt til
mikillar miðstýringar þar sem fjármálaráðherra mun vera sá
sem stýrir.
Mismunandi áherslur í kjarasamningagerð
Það er ljóst að kjör flestra hjúkrunarfræðinga á Norður-
löndum eru ákveðin í kjarasamningum og því er mikilvægt að
stéttarfélög þeirra velti því fyrir sér á hverjum tíma hvaða leiðir
í kjarasamningagerð eru árangursríkastar. A að leggja áherslu
á það að launaákvarðanir séu miðstýrðar þannig að laun allra
starfsmanna séu ákveðin við eitt samningaborð milli stéttar-
félagsins og opinberra vinnuveitenda. Eða er það vænlegra til
árangurs að dreifa launaákvörðunum þannig að þær séu teknar
nær vinnustöðum hjúkrunarfræðinga. Þá leið hafa t.d. sænskir
hjúkrunarfræðingar farið. Þar gerir stéttarfélagið n.k. ramma-
samning við vinnuveitendur um lágmarkslaun og heildar-
fjárhæðina sem er til skiptanna og sfðan er samið um
skiptinguna annað hvort á milli fulltrúa félagsins á viðkomandi
vinnustað og/eða hver einstaklingur semur við sinn vinnuveit-
anda um tiltekin laun og tiltekna launahækkun. Þegar samn-
ingar eiga sér stað á þennan máta er félagið yFirleitt bundið
friðarskyldu eftir að rammasamningur hefur verið undirritaður
þannig að félagsmenn geta ekki farið í verkfall þegar samnin-
gar eiga sér stað milli félagsins eða félagsmanna og viðkom-
andi vinnustaðar.
Hér á landi hefur átt sér stað nokkur umræða um kosti og
galla þess að færa launaákvarðanir frá miðstýrðu samnings-
borði stéttarfélagana nær vinnustöðum starfsmanna og þar
sýnist sitt hverjum.
Rök gegn miðstýrSum launaákvörðunum
Opinberir vinnuveitendur hafa lýst áhuga sínum á að gera
kjarasamninga þannig úr garði að launaákvarðanir dreifist
meira, þ.e. færist í meira mæli frá miðstýrðum kjarasamn-
ingum nær vinnustöðum starfsmanna. Meðal stéttarfélaga
opinberra starfsmanna eru skiptar skoðanir. Menn hafa bent á
það sem rök með dreifðum launaákvörðunum að eðlilegt sé að
laun ráðist af hæfileikum og frammistöðu launamanna en ekki
starfsaldri eða aldri eins og gert er ráð fyrir í núgildandi
kjarasamningum. Það sé liins vegar ekki hægt að kveða á um
það að laun ráðist af hæfileikum og frammistöðu í miðstýrðum
kjarasamningum því hér sé um að ræða huglæg matsatriði sem
ekki er unnt að leggja algilda mælistiku á. Einnig hafa menn
l)ent á það að ef launaákvarðanir dreifist meira auki það
sveigjanleika launa og þannig muni framboð og eftirspurn hafa
meiri áhrif á laun. Sem dæmi um þetta má nefna að ef laun
heillar starfsstéttar eru ákveðin í einum miðstýrðum samningi
þá hafa allir möguleika á að fylgjast með og meta launa-
breytingar hjá þessum starfsmönnum. Þetta getur síðan valdið
tregðu vinnuveitenda við að hækka laun þessa hóps umfram
laun annarra starfshópa því launahækkanir stórrar starfsstéttar
skapa gjarnan fordæmi fyrir launahækkanir til annarra og
vinnuveitendum er í mun að halda í ákveðinn stöðugleika á
vinnumarkaði. Hins vegar ef launaákvarðanir færast í auknum
mæli út á vinnustaði þá er hugsanlegt að það auki möguleika
starfshópa eins og hjúkmnarfræðinga á að ná fram ákveðnum
launaskriði þannig að laun ákveðinna hópa hjúkrunarfræðinga
t.d. á ákveðnum svæðum hækki meira en laun annarra laun-
þega og niðurstaða samninganna verði þannig í heildina
hægstæðari hjúkrunarfræðingum en hún hefði annars verið.
Það hefur einnig verið bent á það að ef kjarasamningar færast
að vemlegu leiti frá miðstýrðu samningsborði nær vinnustöðum
starfsmanna þá komi fleiri félagsmenn með beinum hætti að
samningsborðinu og stundum verður hver og einn félagsmaður
að leggja sig fram að ná fram bættum kjömm með samningum
við sinn vinnuveitanda. Þetta hvetur fleiri og oft alla félags-
menn til að leggja sitt af mörkum í baráttu fyrir bættum
kjömm.
Rök með miðstýrðum launaákvörðunum
Þeir sem hafa talað gegn dreifðum launaákvörðunum hafa
hins vegar bent á það m.a. að ómögulegt sé að mæla árangur og
álag í starfi margra starfshópa opinberra starfsmanna þannig að
unnt sé að nota mælinguna sem grundvöll launaákvarðana.
Slíkt getur skapað hættu á að teknar séu ómálefnalegar
ákvarðanir um launakjör einstaklinga á vinnustöðum. Menn
hafa einnig bent á að það sé alls ekki víst og raunar frekar
ólíklegt að þó launaákvarðanir færist til stofnana muni framboð
og eftirspum hafa áhrif til launahækkunar fyrir hjúkmnar-
fræðinga. Ef vinnuveitendur hjúkmnarfræðinga em fáir þá
bendi margt til þess að það muni gæta vemlegrar tregðu af
þeirra hálfu til að hækka laun, jafnvel þó eftirspurn sé meiri en
framboð eins og ég lýsti hér áðan. Menn hafa einnig haft
áhyggjur af að ef hver og einn félagsmaður þarf að fara að
beijast fyrir sínum kjömm, og þá jafnvel í samkeppni við aðra
félagsmenn, þá geti slík barátta veikt samstöðu stéttarinnar,
menn eyði kröftum sínum í baráttu gegn hver öðrum f stað þess
að standa saman um að bæta kjör heildarinnar. Að lokum hefur
verið bent á það að dreifðar launaákvarðanir hafa víða leitt til
meiri launamunar milli einstaklinga, en hvort það sé kostur eða
galli verður hver og einn að meta fyrir sig.
Af þessu öllu hafa síðan margir ályktað sem svo að það sé
eðlilegt að vinnuveitendur vilji gjarnan dreifa launaákvörð-
unum. Dreifðar launaákvarðanir veiki samstöðu félagsmanna
innan stéttarfélaga en opinberir vinnuveitendur, sama hversu
ólíkir þeir em, muni alltaf vera í þeirri aðstöðu að eiga auðvelt
með að standa saman gegn launahækkunum og launakröfum af
hálfu stéttarfélaga og félagsmanna. Opinberir vinnuveitendur
muni ekki keppa hver við annan um starfsfólk, þeir muni ekki
yfirbjóða hvern annan því þeir hafi það náið samráð sín á milli
og aðstæður þeirra flestra séu á þann veg að fjármagn til
rekstursins komi úr sömu buddunni.
Afstaða Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Félag íslenskra hjúkmnarfræðinga hefur ekki tekið
formlega afstöðu með eða á móti því að breyta kjarasamninga-
gerð þannig að launaákvarðanir dreifist meira. íslenskir
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996