Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Síða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Síða 33
Sveinsson hafði safnað nokkrum árum fyrr. Spítalinn var opnaður í október 1902 eftir aðeins 6 mánaða byggingartíma. Hann var mjög vel búinn og hafði yfir að ráða 40 sjúkrammum. Systurnar urðu brautryðjendur í hreinlætismálum og hollustuháttum á lslandi þar sem þær létu gera spítalanum vatnsból og leggja holræsi frá honum til sjávar. í byrjun aldarinnar voru vatns- og skolpmál borgarbúa í ólestri. Vatn var sótt úr bmnnum sem jafnan voru vatnslitlir og gæðum vatnsins oft ábótavant. Skolpi var yfirleitt komið fyrir á víðavangi með tilheyrandi óþrifnaði og smithættu. Þremur áratugum seinna réðust systurnar í annað stórvirki er þær hófu byggingu nýs húsnæðis fyrir Landakots- spítala af sama stórhug og áður. Jafn- framt starfræktu þær sjúkrahús í Hafnarfirði frá árinu 1926 og fagnaði St. Jósepsspítali í Hafnarfirði 70 ára afmæli í september sl. Hjúkrun á St. Jósepsspítala St. Jósepssystur sáu lengi vel einar um hjúkmn á Landakoti en á árinu 1935 réðst fyrsta íslenska hjúkmnar- konan til starfa hjá þeim. Hafa Landakotsspítali og systurnar sem þar störfuðu haft veruleg áhrif á menntun og þjálfun hjúkmnarfræðinga og er spítalinn sérstaklega hjartfólginn þeim sem hafa verið þar við nám og störf í lengri eða skemmri tfma. Þá þótti íslenskum hjúkrunarfræðingum fengur í því þegar systurnar ákváðu að gerast félagsmenn í fag- og stéttarfélagi hjúkmnarfræðinga á árinu 1960. Er systir Hildigardis, sem var priorinna á St. Jósepsspítala Landakoti til margra ára, heiðurs- félagi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. St. Jósepsspflalar á Landakotshæð og í Hafnarfirði undir stjórn systranna voru alla tíð mjög farsælir spítalar, þótt oft hafi róður- Marteinn Meaulenburg biskup hélt vígslurœðuna. Aftan við hann er bróðir Ferdínand og sr. Jóhannes Gunnarsson. inn verið erfiður. Systurnar létu af stjórn spítalanna um miðjan áttunda áratuginn. Þá höfðu þær í átta áratugi átt drjúgan þátt í þvf að koma heilbrigðismálum þjóðarinnar bókstaflega upp úr ræsinu og f það að vera viðurkennt sem eitt besta og árangursríkasta heilbrigðiskerfi í heiminum nú. A þessum tímamótum vill íslenska hjúkmnar- stéttin samfagna systrum sínum, St. Jósepssystmm, þakka þeim samfylgdina og samstarfið í áranna rás og óska þeim farsældar í störfum sínum í framtíðinni. „ .... . . . . , ... Starjsjólk skurðstoju og svœjingadeudar. St. Jósepsspítali 70 ára — ..........................—....... ■ í tilefni af því að 70 ár voru liðin frá því að St. Jóseps- spítali í Hafnarfirði tók lil starfa var efnt til sögulegrar sýningar í Smiðjunni, Byggðasafni Hafnarfjarðar, þar sem gaf að líta fjölda muna og áhalda sem notaðir vom á spftalanum allt frá stofnun lians til dagsins í dag. Einnig voru þar íjölmargar ljósmyndir sem sýndu margt áhugavert úr starfi spítalans. Hér á síðunum birtast nokkrar þessara mynda, ásamt myndum sem teknar voru við opnun sýningarinnar. Árið 1921 keypti kaþólska kirkjan jörðina Jófríðarstaði og var ákveðið að reisa þar spítala sem Jósepssystur tækju að sér að reka. I Hafnarfirði var þá enginn spítali en mikil þiirf fyrir slíka stofnun. Þremur árum síðar var hafist handa við að byggja spítala sem Guðjón Samúelsson, þáverandi húsameistari ríkisins, hafði teiknað. Sjúkrahúsið var byggt á ótrúlega skömmum tíma og í september 1926 var það vígt við mikla athöfn. Ein systir, sjö stöðugilda virði Andi mannúðar sveif yfir allri starfsemi spítalans og margt gott fólk kom til að starfa með systrunum, þar á meðal héraðs- læknirinn Þórður Edílonsson og Bjarni Snæl)jarnarson. Systurnar störfuðu af mikilli fórnfýsi og gengu í öll störf á spítalanum og til gamans má geta þess að þegar systir Eulalfa hætti störfum bættust við sjö stöðugildi á spítalanum. Fyrsta heila starfsárið voru lagðir inn 339 sjúklingar en mikill Ijöldi sjúklinga liefur lagst inn á spítalann allt frá upphafi. Spítalinn varð fljótlega of lftill. Árið 1954 var ráðist í stækkun á honum sem breytti allri starfsemi og þá fyrst kom lyfta í húsið. Árið 1973 var spítalinn svo stækkaður í suðurátt og þar meðal annars komið fyrir nýjum skurðstofum. Samhliða sjúkrahúsinu ráku systurnar almennan barnaskóla, allt til ársins 1963 en þá var honum breytt í leikskóla. Árið 1986 var húsnæði skólans tekið undir spítalann og fljótlega eftir það fóru systurnar að tala um að hætta rekstri spítalans vegna aldurs og hve illa gekk að fá ungar nunnur til starfa. Margt var reynt til að halda systrunum hér og meðal annars lengnar hingað systur frá írlandi. En allt kom fyrir ekki og árið 1987 fluttust systurnar af spítalanum og Hafnarfjarðarbær og ríkið tóku við rekstri hans. Stefna systranna, rekstur í anda mannúðar, hefur ávallt einkennt spítalann. Og á sjötíu ára ferli hefur St. Jósepsspítali og starfsfólk hans þjónað Hafnfirðingum og öðrum landsmönnum af dugnaði og alúð. B.K TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.