Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Qupperneq 36
Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Eimskipafélags íslands í stjórnunarstöðum - vannýttur mannauður 260 lestar nýjar kenningar í stjómun em gamalt vín á nýjum belgjum. Það er tímabært að bætta að einblína á hefðbundið MBA nám og þjálfa fólk fremur í að verða raunvemlegir stjórnendur í lifandi starfi en að læra stjórnun í skólastofum. MBA nám snýst að mestu leyti um að mennta sérfræðinga og svokallaða millistjómendur í fjármálum, markaðsmálum eða á öðrum sviðum. Þetta em ekki endilega stjórnunar- störí. Allt of oft er ruglað saman störfum sérfræðinga og stjórnenda. Það er orðið tímabært að hætta að tala um yfirstjórnendur, millistjórnendur og undirstjórnendur. Skipulag fyrirtækja ætti ekki að vera með því pýramídalagi sem við þekkjum best, heldur mynda hring, þar sem yfirstjómendur eru í miðjunni. Stjómendur þurfa að álta sig á þvf að þeir em að þjónusta fyrirtækið, starfsfólk þess, viðskiptavini og eigendur og þeir eru í miðjunni. Þeir sem kalla sig yfirstjórnendur gætu alveg eins talað um miðjustjórnendur. Eflaust halda lesendur að ég hafi fengið höfuðhögg um helgina þegar ég skrifaði þennan pistil, en þetta em ekki mín orð. Þannig skrifar prófessor Henry Mintzherg í júlí-ágúst hefti Harvard Business Revieiv, í grein sem hann kallar Musings on Management. Henry Mintzberg er prófessor í stjórnun við INSEAD háskólann í Frakklandi og McGill háskólann í Montreal í Kanada. Það er ekki hægt annað en að leiða hugann að róttækum skoðunum hans á ýmsum stjórnunarkenningum. Það er skoðun Mintzbergs að stöðugar umbætur í rekstri fyrirtækja séu yfirleitt farsælli en sífelldur uppskurður. Þess vegna álíta margir að aðferðir gæðastjómunar og hjúkmnar henti betur en lyfjagjöf og uppskurður. Eins og flestir vita er lijúkmn hefðhundið kvennastarf og konur ættu þar af leiðandi að vera betri stjómendur en karlar. Franska orðið yfir skurðaðgerð táknar það sama og „intervention“ á ensku, en það er eitthvað sem skurðlæknar og of margir stjórnendur leggja megináherslu á. Mörgum stjómendum hættir til að vera með sífelldan uppskurð á kerfinu; að skera burt alls konar mein- semdir í þeirri von að ástandið muni lagast. Afleiðingamar eða eftirleikurinn er síðan í höndum „hjúkmnarfræðinga“ og „sjúkra- liða“ fyrirtækja og stofnana. Ef til vill er skynsamlegt að gefa hjúkrunarhlutverkinu meiri gaum en gert er, því fyrirtæki þurfa hjúkrun og eftirlit og einhver þarf að veita þeim umhyggju. Stofugangur í grein minni í síðustu viku fjallaði ég um stjórnun sjúkrahúsa. Einn lesandi Viðskiptablaðsins hafði samband við mig og nefndi dæmi um úrelt vinnubrögð sem eru svokallaðir stofugangar. Læknar þramma milli sjúkrarúma með halarófu af lærlingum og hjúkrunarfræðingum í þeim tilgangi að kynna sér ástand sjúklinganna og til að uppfræða aðra um vandamál TlMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996 sjúklingsins. Þetta fyrirkomulag á ekkert skylt við það sem kallað er MBWA eða „management by walking around“. Að sumra áliti eru þetta úrelt vinnubrögð, sem áttu að sýna völd og ábyrgð lækna og var aðferð þeirra til að uppfræða nýliða og þá starfsmenn sjúkrastofnunar sem umgangast sjúklinginn. Þessari fræðslu mætti auðveldlega sinna með myndböndum sem sýna ákveðin tilfelli og með almennu fræðslustarfi. En nú eru viðskiptavinirnir notaðir óumbeðið, stundum á niðurlægj- andi hátt fyrir viðkomandi. Ríkjandi fyrirkomulag er í flestum tilvikum tímaeyðsla fyrir starfsfólkið og læknar ættu að sinna viðskiptavinum sínum og ræða við þá á persónulegri hátt. Vannýttur mannauður Að áliti Mintzbergs er kvenfólk jafnvel hæfara en karlar til að sinna stjórnunarstörfum vegna mikilvægis „hjúkrunar- og fræðslustarfsins” í stjórnun fyrirtækja. A næstu árum mun verða skortur á hæfum stjómendum og sérfræðingum í ýmsum greinum eins og hugbúnaðargerð og öðmm þekkingariðnaði. Kvenfólk, sem telur helming þjóðarinnar, er þvf vannýtt auðlind í nútfma þjóðfélagi og við eigum að leita eftir því að fjölga konum í stjómunarstöðum og í stjórnum fyrirtækja. Það gerist ekki í einu vetfangi því það tekur tíma að breyta uppeldi, menntun og viðhorfum. Það verður æ sjaldgæfara að menn séu ámm eða jafnvel áratugum saman í sama starfinu. Þau rök að konur séu ekki eins traustur starfskraftur vegna barnseigna eiga því ekki lengur við. Það er mikill munur á því þegar kona þarf tímabundið að hætta störfum vegna bamseigna eða þegar starfsmaður hættir alfarið og fer jafnvel til keppinautarins. Færa má rök fyrir því að konur séu traustari starfs- kraftur og barnseignir eiga ekki að þurfa að trufla starfsferilinn, ef einfaldlega er gert ráð fyrir slíku. Konan kemur einfaldlega aftur til starfa í annað starf ef fyrra starf er ekki laust. í bók sinni: „Female Advantage: Kveniólk, sem telur helming þjóðarinnar. er því vannvtt auðlind í nútfma þjóðfélagi og við eigum að leita eftir þvf að fjölga konurn f stjórnunarstöðum og f stjórnum iyrirtækja. Women's way of Leadership“, segist höfundurinn, Sally Helgesen, hafa tekið eftir því að konur telji sig yfirleitt vera í miðju hlutanna, ekki á toppnum, heldur í miðjunni; gefi ekki fyrirmæli niður heldur í allar áttir og út til hliðanna. Margir álíta að stjórnskipulag fyrirtækja muni í auknum mæli þróast f þá átt að vera eins og hringur. Svokallaðir yfirstjómendur em þá í miðjunni og hafa þannig yfirsýn yfir reksturinn, ekki ofan frá, heldur innan frá. Þeir sem em í ystu víglínunni, framlfnunni, em þeir sem þróa, framleiða og afhenda þá vöm og þjónustu sem starfsemi fyrirtækisins snýst um. Þeir eru í bestum tengslum við umhverfið en hafa ekki sömu yfirsýn og þeir sem em í miðjunni. Verkefnið snýst um að ná sem bestum tengslum, samskiptum og upplýsingamiðlun milli þeirra sem em yst í hringnum og þeina sem eru í miðjunni. Það skyldi þó aldrei vera að konum takist betur upp í því efni? Á það þyrfti að reyna meira. (Grein þessi var upphajlega skrifuð fyrir Viðskiptablaðið, 10.9.96, og er hér endurbirt með leyfi höfundar og blaðs).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.