Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Side 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Side 38
Vinnuvernd í verki Björg Ámadóttir, hjúkrunarfræðing Heilbrigðisráðgjöf í fyrirtækjum Nýr starfsvettvangur hj úkrunar fræðinga? Hvers vegna verður heilsuvernd starfsmanna ekki að raunveruleika? Eins og margir vita er slík heilsuvernd lögbundin samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Þar er kveðið á um að slík þjónusta skuli veitt af næstu heilsugæslustöð. Eins og staðan er nú fer því fjarri að þessi ákvæði séu uppfyllt. Þar kemur margt til. í fyrsta lagi að ekki hefur náðst samkomulag um framkvæmd þessara ákvæða. Efasemdir hafa verið uppi um að framkvæmd þessa sé best komið innan hins opinbera heilbrigðiskerfis og vilji er fyrir hendi að stuðla að ákveðinni samkeppni innan þessa sviðs. Einnig hefur reynst erfitt að skilgreiria þjónustuna, þ.e. hvaða þjónusta fellur innan ramma heilsuverndar starfsmanna. Karlmennskan í fyrirrúmi Síðast, en ekki síst, hefur reynst efitt að sannfæra vinnu- veitendur um gildi slfkrar heilsuvemdar. Þar ríkja oft skamm- tímasjónarmið og ekki er horft til framtfðar. Á íslandi er vinnuharka mikil og „karlmennskan“ í fyrirrúmi. Unnið er þar til eitthvað gefur sig. Þá hættir starfsmaðurinn og nýr er ráðinn í staðinn. Mun auðveldara er að sannfæra vinnuveitendur ef framleiðsla þeirra, varan sjálf, er í hættu. Nærtækasta dæmið er t.d. að fyrirtæki óska þess nú í auknum mæli að starfsmenn séu heilbrigðisskoðaðir vegna nálægðar þeirra við matvæli og neysluvörur. Verið er að vernda vömna og tryggja að starfs- maðurinn skaði ekki vömna og þar með fyrirtækið. Aftur á móti er á brattan að sækja ef minnst er á að skoða heilsufar starfs- manna vegna áhrifa vinnuumhverfis á þá. ísland og Evrópusamstarf Greinileg breyting hefur þó orðið á hugarfari stjómenda fyrirtækja nú á síðustu ámm með tilkomu ýmissa reglna og ákvæða er tengjast Evrópuvæðingu íslendinga. Fyrirtæki eru farin að leggja sig fram um að uppfylla hina ýmsu staðla varðandi framleiðslu sína. Mikið ber þó á því að það sé gert á þann hátt sem ofangreint dæmi sýnir og langur vegur að því marki að framkvæmd um heilsuvernd starfsmanna uppfylli ákvæði laganna. Ekki er þó að öllu leyti við vinnuveitendur að sakast. Oft á tíðum telja þeir sig vera að veita starfsmönnum viðunandi starfsaðstöðu og aðbúnað. 1 mörgum tilfellum þekkja vinnu- veitendur ekki skyldur sínar samkvæmt lögunum. Mikið ber á óöryggi hjá þeim þegar kemur að rekstararþáttum er varða starfsmanninn sjálfan, t.d. veikindi og fjarvistir vegna þeirra og þáttum er lúta að aðbúnaði. Vinnuveitendur átta sig oft ekki einu sinni á tengslum vinnuumhverfis og fjarvista. Starfsmenn bera óbyrgð ó eigin heilsu Starfsmaðurinn sjálfur er einnig oft mjög illa upplýstur. Algengt er að starfsmenn líti á sjálfa sig sem fórnarlömb vinnuumhverfis síns. Þeir líta oft á vinnu sína og daglegt líf utan hennar sem tvo aðskilda þætti. Þeir láta sig heilsu sína og aðbúnað ekki varða fyrr en það er orðið of seint. Þóttur hjúkrunarfræðinga Mikilvægt er fyrir báða aðila, starfsmann og vinnu- veitanda, að fá hlutlausa ráðjöf án forræðishyggju. Þar kemur að hlut okkar hjúkrunarfræðinga. Þekking okkar á þessu sviði er þó lítil og hefur hingað til mest verið bundin opinberri heibrigðisþjónustu. Miklu máli skiptir að við áttum okkur á þeim gildum sem ráða á almennum vinnumarkaði. Forræðishyggjan gildir þar ekki í sama mæli og innan veggja sjúkrastofnana. Starfsmenn verða að átta sig á því að atvinna þeirra er hluti lífsins og það er þeirra að bera ábyrgð á heilsu sinni þar sem og annars staðar. Vinnuveitendum getum við veitt stuðning með „tæknilegri“ ráðgjöf er varðar veikindi og aðbúnað starfsmanna. Það er tímabært að hjúkrunarfræðingar leiti í auknum mæli atvinnuskapandi tækifæra utan sjúkrastofnana. Þekking hjúkrunarfræðinga og sú heildarsýn sem hún veitir á líðan einstaklinga er fágæt úti á hinum almenna vinnumarkaði. Með ráðgjöf til einstaklinga í eigin umhverfi gefst einstakt tækifæri til þess að hvetja fólk, starfsmenn og vinnuveitendur, til ábyrgðar á eigin heilsu. Almennur vinnumarkaður er stór óplægður akur fyrir hjúkrunarfræðinga, með fjölda spennandi atvinnutækifæra. # HÁALEITIS APÓTEK Háaleitisbraut 68 sími 581-2101 Iðunnar Apótek Domus Medica Egilsgötu 3, sími 563-1020 ^XStjörnu Apötek Hafnarstræti 91-95 Akureyri, sími 463-0452 262 tImarit HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.