Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Side 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Side 46
Frá Fagdeild geðhjúkrunarfræðinga Norræn geðhjúkrunarráðstefna verður haldin dagana 17. - 19. september 1997 á Hótel Lof’tleiðum. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Geðhjúkrun - frá luktum heimi út í nýjar víddir. Framkvæmd ráðstefnunnar er í höndum HH Ráðstefnuþjónustunnar, Helgu Bjarnason, í samvinnu við fagdeild geðhjúkrunarfræðinga. Drög að dagskrá: 16. september: Komudagur erlendra þátttakenda, skráning og móttaka. 17. september: Fagleg dagskrá allan daginn. Móttaka í Ráðlnísi Reykjavíkur. 18. september: Fyrirlestrar og vinnusmiðjur um: •Félagslega jajálfun (social skills) •Kynhegðun (sexulaitet) •Vitræna meðferð (cognitive therapy) •Framandi menningu (fremmed kultur) •Fjölskyldumeðferð (family therapy) •Áhrif neytenda (brugeii n (ly delse) 19. september: Fyrirlestur. Að lokinni skoðunarferð, lýkur ráðstefnunni með kvöldverði. Tveir fyrirlestrar verða framlag íslands á ráðstefnunni: Fjölskvldumeðferð og Skráning hjúkrunar (dokumentasionl. Hjúkrunarfræðingar sem hafa áhuga á að senda inn fyrirlestra um ofangreind efni þurfa að gera það fyrir 15. desember n.k. og senda til formanns fagdeildarinnar, Guðbjargar Sveinsdóttur, sem hefur síma: 561 2612. Nánari upplýsingar um faglegu ráðstefnuna verða sendar út í febrúar- mars. V J Frá ICN - Alþjóðasambandi hjúkrunarfræðinga Hjúkrunarfræðingar taki ríkari þátt í að móta heilbrigðiskerfi Þátttakendur á 49. þingi WHA - World Health Assembly- sem haldið var f Sviss nú í sumar sýndu nær einróma stuðning við áætlanir um að styrkja hjúkrunar- og ljósmæðrastörf um allan heim. Samþykkt var ályktun sem hljóðar á þá leið að hjúkrunarfræðingar eigi að koma að vinnunni við að byggja upp eða breyta heilbrigðiskerfi landa sinna og var WHO falið að gera um þetta framkvæmdaráætlun. Einnig var samþykkt að fara fram á að WHO styddi að hjúkrunarfræðingar/ljósmæður fengju þjálfun í að starfa við rannóknir. Einelti á vinnustað í Bretlandi hefur komið í ljós að orsök fjarvista starfsfólks má í helmingi tilfella rekja til eineltis á vinnustað. Yfirleitt eru það yfirmenn sem leggja undirmenn sína í einelti og lýsir það sér m.a. á þann hátt að gert er lítið úr starfsmanninum, fylgst er með nánast hans hverju skrefi og hann gagnrýndur eða skammaður fyrir hvað eina sem út af ber. Líkamleg áhrif eineltis geta verið talsverð, s.s. vanlíðan, svitaköst, skjálfti og svefnleysi, auk þess sem andleg vanlíðan getur verið mjög mikil. Kynferðisleg áreitni gerð útlæg Á Filipseyjum hefur verið gripið til aðgerða sem koma eiga í veg fyrir kynferðislega áreitni á vinnustað. Ný lög þar um segja að héðan í frá eigi þeir sem verða fyrir áreitni rétt á vernd og bæði opinberir starfsmenn, sem og þeir sem vinna í einkageiranum, geta verið gerðir ábyrgir fyrir því að lög þessi séu virt á vinnustöðum. Foreldrafrí Báðir foreldrar hafa rétt á að taka sér a.m.k. þriggja mánaða „foreldrafrí“ til viðbótar við barnsburðarleyfið samkvæmt samningi milli evrópskra vinnuveitendasambanda og stéttarfélaga (European employers and trade union contract) sem undirritaður var í des- ember 1995. Samningurinn, sem er fyrsti undirritaði samningurinn sem fellur undir félagslega hluta Maastricht samkomulagsins, er nokkuð sveigjan- legur. Foreldrafrí má taka í einu lagi, sem hluta úr degi, eða í hlutum fram að áttunda afmælisdegi barnsins. (SEW NEWS, júní 1996) Várd i Norden Várd i Norden er vfsindarit sem Samvinna hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN) hefur gefið út síðan 1981. Áhersla hefur verið lögð á útgáfu ritsins vegna þess að það er talið hafa mikilvægu hlutverki að gegna til að hvetja norræna hjúkrunarfræðinga til vísindastarfa. Greinar sem í því birtast eru fyrst og fremst á tungumálunum þremur sem eru viðurkennd innan SSN, þ.e. dönsku, norsku og sænsku, en einnig eru inn á milli greinar á ensku. Með útgáfu Várd i Norden liefur SSN tekið sér stórt verkefni fyrir liendur. Upplag tímaritsins hefur ekki vaxið eins og vonir stóðu til en með aukinni rannsóknarvinnu hjúkrunarfræðinga ætti að rætast úr því. Efni sem birtist í Várd i Norden stendur síður en svo efni í blöðum frá enskumælandi heimi að baki og viðfangsefni þess standa gjarnan nær íslenskum raunveruleika eti t.d. bandarískt efni. Várd i Norden kemur út 4 sinnum á ári og kostar í áskrift 225 Nkr en hvert eintak 65 NKr. í lausasölu. Nemendur fá 50% afslátt. Heimilisfangið er: Várd i Norden. Posthoks 2681. Sl. Hanshaugen. N-0L81 Oslo. Norge. Fylgirit me& bla&inu Með blaðinu fylgir að þessu sinni auglýsing í lausblaðaformi þar sem auglýstur er litríkur fatnaður sem hentar við flest störf. Þarna koma fram allar nauðsynlegar upplýsingar um fatnaðinn svo og pöntunareyðublað. TfMARIT HJÚKRUNARKRÆÐINCA 5. tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.