Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Side 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Side 56
Enn um reykingar Hættuleg kynni Þótt þú hafir aldrei reykt áttu samt á hættu að fá lungnakrabbamein af völdum reykinga ef þú ert stöðugt í umhverfi þar sem þú verður fyrir óbeinum reykingum, s.s. á heimili eða vinnustað. í rannsókn á 1900 borgarbúum á fimm stöðum í Bandaríkjunum var kannað hvaða áhrif það hefði á konur, sem aldrei höfðu reykt, að búa stöðugt við óbeinar reykingar. Niðurstöður sýndu að áhættan er 30% meiri hjá konum reykingamanna. Einnig sýndi hún að hættan óx í réttu hlutfalli við magn reyksins (pakkaár) sem konan bjó við. (Pakkaár samsvarar því að reykja pakka af sígarettum á dag í eitt ár). (Nursing95, aprílhefti) Börn og astmi Börn kvenna, sem reyktu á meðgöngu, hafa fæðst með óeðlilega þröngan öndunarveg sem getur leitt til þess að börnin eru móttækilegri fyrir astma og öðrum öndunarfæra- sjúkdómum. Óbeinar reykingar eru einni g hættulegar; böm foreldra sem reykja eru helmingi líklegri til að fá astma, og fá oftar astmaköst, en börn foreldra sem ekki reykja. (Nursing96, febrúarhefti) Ýmislegt um Islendingar að þyngjast Þrátt fyrir töluverða umræðu um líkamsrækt, óhollustu ákveðinna fæðutegunda, aukins framboðs á fitu- lítilli fæðu og umræðu um óhollustu þess að vera ofþung(ur), þá hefur komið í ljós að íslendingar, eins og margar aðrar vestrænar þjóðir, eru að þyngjast. Samkvæmt niðurstöðum MONIKA rannsókn Hjartaverndar þá eru íslenskir karlar og konur að jafnaði 4-5 kílóum þyngir en þeir voru fyrir 10 árum. (Tíminn, 2.mars 1996). Vara á við hættu strax Rannsókn á hjúkmnarfræðingum í Bandaríkjunum hefur sýnt að jafnvel lítilsháttar fitusöfnun eykur hættuna á ótímabæmm dauða. Fylgst var með 115.000 hjúkmnarkonum í 16 ár. Rannsóknin sýndi að hjúkrunarfræð- ingar á miðjum aldri virtust hafa til- hneigingu til að vera um 10-15 kílóum yfir kjörþyngd. Hvernig offita gat verið orsaka- þáttur dauða var sýnt með því að að bera feitar konur saman við þær grennstu í rannsóknini. Dauðatíðni vegna krabba- meins var tvisvar sinnum hærri hjá þyngstu konunum og fjórum sinnum hæni vegna hjartasjúkdóma. Offita var talin orsökin fyrir þriðjungi allra dauðsfallanna vegna krabbameins og V________________________________ aukakílóin helmings vegna hjartasjúkdómanna. Þeir sem voru í fyrirsvari rannsóknarinnar telja að rekja megi offitu sem orsök í 25% tilfella þeirra 300.000 fullorðinna sem látast á ári í Bandaríkjunum. Einungis reykingar em meiri orsakavaldur í ótímabæmm dauða. Mesta hættan er þegar konur em orðnar vemlega feitar og fita safnast á með ámnum. Fæstar eru of feitar um tvítugt og best er að grípa til aðgerða um leið og fyrstu kílóin fara að bætast á. Þær sem aldrei verða eru of þungar virtust vera við bestu heilsuna. Hjúkmnarfæðingar eru nú beðnir að vara sjúklinga sína við strax þegar fyrstu kílóin yfir kjörþyngd fara að bætast við. (Samanlekl úr greininni „RN Study Convicts Fat as a Killer; Even at Weights Seen as .Average ( AJN, nóvember 1995). Herferð hafin gegn offitu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hafið herferð gegn offitu og varar við því að þær aðferðir sem beitt hefur verið gegn henni hafi brugðist og þetta heilbrigðisvandamál fari sfversn- andi víða um heim. Stofnunin segir líkurnar á dauða af völdum sjúkdóma séu 12 sinnum meiri á meðal fólks sem er of feitt en annarrra á aldrinum 25-35 ára. (Morgunblaðið, 17. mars 1996). _____________________________________J Bólusetning gegn pneumókokkasýkingum Dreifibréf nr. 6/96 frá Landlæknisembættinu Bólusetning gegn inílúensu Alþjóðaheilbrigðismálstofnunin ráðleggur að innflæuensubóluefni 1996- 1997 innihaldi eftirtalda stofna: A/Wuhan/359/95 (H3N2i - lfkur stofn A/Singapore/6/86fHlNH - líkur stofn B/Beiiing/184/93 - lfkur stofn Hverja á að bólusetja? •Alla einstaklinga eldri en 60 ára • Öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdömum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. • Starfsfólk heilbrigðisþjónustu og aðra þá sem daglega annast fólk með aukna áhættu. Brýnt er að bólusetningu ljúki eigi síðar en í nóvemberlok. Frábendingar Ofnæmi gegn eggjum, formalíni eða kvikasilfri. Bráðir smitsjúkdómar. Bólusetning gegn pneumókokkasýkingum Landlæknir vill einnig minna á bólusetningar gegn pneumókokka- sýkingum á 10 ára fresti til handa ölluin sem eru eldri en 60 ára og á 5 ára fresti til handa einstaklingum sem eru í sérstökum áhættuhópum. Bros ó dag.... Hugmyndankur orðasmiður sendi þennan orðalista: að þykkna upp = veða ólétt afhenda = höggva hönd af arfakóngur = garðyrkjumaður búðingur = verlunarmaður dráttarkúla = eista féhirðir = þjófur ílygill = flugmaður formælandi = sá sem blótar mikið forhertur = maður með harðlífi kviðlingur = fóstur meinloka = plástur nágreni = gröf penisilín = nærbuxur karla pottormar = spaghetti kaupfélag = sambúð veiðivatan = rakspíri TlMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.