Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Síða 57
Gunnhildur Valdimarsdóttir, hjúkrunarforstjóri
Rannsóknaraðstaða hjá Heilsustofnun NLFÍ
Rannsóknarstofnun
(k Jónasar Kristjánssonar
læknis
Við Heilsustofnun Náttúru-
lækningafélags íslands í Hveragerði
hefur verið sett á stofn rannsóknastofnun
í minningu Jónasar Kristjánssonar
læknis, frumkvöðuls náttúrulækninga á
íslandi og stofnanda Heilsuhælis NLFÍ í
Hveragerði. Markmið Rannsóknar-
stofnunarinnar er að efla alla rann-
sóknarstarfsemi innan Heilsustofnunar
NLFÍ, einkum þá rannsóknarstarfsemi
sem sérstaklega tengist hugmyndafræði
Jónasar Kristjánssonar læknis. Til þess
að ná markmiði sínu hyggst Rannsóknar-
stofnunin bjóða einstaklingum, innan og
utan stofnunarinnar, sem vinna að
slíkum rannsóknarverkefnum, aðstöðu
hjá Heilsustofnun NLFÍ og er gert ráð
fyrir 2ja til 3ja mánaða dvöl í senn.
Skulu þeir sem aðstöðunnar njóta fá
aðstoð við útgáfu fræðirita.
Sérstök fræðimannsíbúð hefur verið
tekin í notkun og er þar öll nauðsynleg
aðstaða til tölvuvinnslu.
Ákveðin stjórn fer með málefni
stofnunarinnar. I henni sitja prófessor dr.
med. Þórður Harðarson, dr. Sigríður
Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur,
dr.med. Sigurður Thorlacius, trygginga-
yfírlæknir, dr. Jónas Rjamason, efna-
verkfræðingur og Gísli Páll Pálsson,
framk væmdastj óri.
Þeim hjúkmnarfræðingum sem
áhuga hafa á að nýta sér þessa aðstöðu er
bent á að hafa samband við undirritaða
varðandi frekari upplýsingar. Formleg
erindi um rannsóknastyrk er vísað til
stjórnar Rannsóknarstofnunar Jónasar
Kristjánssonar Heilsustofnun NLFÍ,
Grænumörk 10, 810 Hveragerði.
Hvað er að gerast?
k
Fræðslu og menningarferðir
frá Vesturlandsdeild
Eftir sameiningu hjúkmnar- Fundurinn var
félaganna hefur starfið hjá okkur verið
„hefðbundið“, þ.e. haldnir hafa verið
fræðslu-/eða félagsfundir nokkmm
sinnum yfir árið og svo hafa trúnaðrmenn
sinnt frábærlega vel því sem að þeim
hefur snúið.
Áhersla hefur verið lögð á að fara í
fræðslu- og menningarferðir og í fyrravor
fómm við í tveggja daga, mjög vel
heppnaða, ferð til Vestmanneyja og tóku
félagar í deildinni þar einkar vel á móti
okkur. í fyrrahaust var síðan haldinn
fundur á Arnarstapa á Snæfellsnesi.
Á Arnarstapa. Kristín Guðmundsdóttir, Brynja
Einarsdóttir, Þóra Krislinsdóttir, Ragnheiður
Björnsdóttir, Erla Þorvaldsdóttir, Jóntna
Halldótrsdóttir, Guðrún Broddadóttir, Rósa
Marínósdóttir
haldinn í sumar-
bústað eins félaga
úr deildinni og að
fundi loknum var
farið í göngur og
m.a. gengið að
Hellnum. Höfuð-
borgin varð fyrir
valinu í haust og
m.a. var skoðuð B-álma
Sjúkrahúss Reykjavíkur,
Læknaminjasafnið í
Nesstofu á Seltjamamesi
og Heilbrigðisráðuneytið.
Nú í haust var
Stykkishólmur valinn sem
fundarstaður og sigling um
Breiðafjörðinn áætluð. En
þar eð ílestir félagar
deildarinnar em búsettir á
Akranesi em flestir fundir
haldnir þar og verður starf
deildarinnar í vetur
væntanlega með óbreyttu
sniði.
Halldóra Arnardóttir,
formaður Vesturlands-
deildar.
Til hamingju
Laugardaginn 12. október sl. útskrifuðust
frá Háskóla íslands fjórtán nemendur í
viðbótamámi í skurðhjúkmn sem fram fór við
námsbraut í hjúkmnarfræði. Félag íslenskra
hjúkmnarfræðinga sendir hinum nýbökuðu
skurðhjúkrunarfræðingum árnaðaróskir.
Aftari röð frá vinstri: Þórhalla Eggertsdóttir,
Ingunn Wernersdóttir, Kristín Gunnarsdóttir,
Sigríður Helga Jónsdóttir, Ingibjörg Helgadóttir,
Brynja Björnsdóttir, Arnfríður Gísladóttir, Ágústa
Winkler, Drífa Þorgrímsdóttir og Matthildur
Guðmundsdóttir.
Fremri röð frá vinstri: Þóra Guðjónsdóttir,
Ásdís Johnsen, Hrund Sch Thorsteinsson, lektor,
Ásrún Kristjánsdóttir , kennslustjóri, Ólína
Guðmundsdóttir og Áslaug Pélursdóttir.
TlMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996