Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.11.1996, Side 61
Peter Dangárd Jensen, frá danska félaginu, (
rœðustól.
og hverju þær aðferðir hafi skilað
hjúkrunarfræðingum á undanförnum
árum. Leitað var svara við spurningum
eins og: Hvaða aðferðir eiga hjúkrunar-
fræðingar að nota í kjarabaráttu? Hafa
verkföll skilað árangri í kjarabaráttu og
hvaða áhrif hafa mismunandi aðferðir í
kjarabaráttu á ímynd hjúkrunarfræð-
inga? Einnig var fjallað um samstarf
milli stéttarfélaga hjúkrunarfræðinga og
stéttarfélög annarra starfshópa, hvort
félög hjúkrunarfræðinga eigi að vera
innan eða utan heildarsamtaka. Síðan
var Jón Kalmansson heimspekingur með
fyrirlestur á ráðstefnunni um siðfræði
kjarabaráttunnar þar sem leitað var
svara við spurningunni: Eru verkföll
hjúkrunarfræðinga siðferðilega röng?
Þessi ráðstefna var
mjög vel heppnuð og á hún
án efa eftir að gagnast
öllum þeim aðilum sem
vinna að bættum kjörum
hjúkrunarfræðinga. í þessu
blaði, og næstu blöðum,
Tímarits hjúkrunar-
frœðinga munu birtast
nokkrir af þeim
fyrirlestrum sem haldnir voru á ráð-
stefnu. Með þessu móti mun Félag
fslenskra hjúkrunarfræðinga reyna að
miðla sem bestum upplýsingum af
ráðstefnunni til félagsmanna sinna.
Eftir að ráðstefnunni lauk bauð
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
ráðstefnugestum upp á óvænta
uppákomu. Ekið var með alla
ráðstefnugesti í rútum upp í Laxnes
þar sem þeim gafst tækifæri til að
fara á hestbak. Einnig var boðið upp
á viðeigandi veitingar og tónlist.
Þessi uppákoma var ákaflega vel
heppnuð og vakti mikla kátínu
ráðstefnugesta.
Hér á síðunum birtast myndir sem
teknar voru í þessari ferð, sem og á
ráðstefnunni sjálfri.
Fundarstjórn var ( höndum þeirra Bjargar
Árnadóttur og Margrétar Björnsdóttur.
Fjölmiðlar sýndu ráðstefnunni töluverðan áhuga.
Hér spjallar Helgi Helgason, fréttamaður
Sjónvarps,, við Astu Möller.
Rit um kjör og vinnuaðstæður
hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum
Barselsorlovens længde
í tilefni af
ráðstefnu SSN um
kjör og vinnuað-
stæður hjúkrunarfræðinga
á Norðurlöndum var gefið út rit með
upplýsingum um kjör og vinnuaðstæður
hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum.
Ugentlig arbejdstid -1996
Timer (1)
f*
Danmark Fmland Island Norgo
B NcrmadjonoBto (2) ■ Vagttjenosto (3)
Ritið var unnið af vinnuhópi
skipuðum fulltrúum allra félaga
hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum,
Vigdís Jónsdóttir hagfræðingur var
fulltrúi Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga í vinnuhópnum. Ritið er 56
bls. að lengd og skiptist í 16. kafla. í því
eru m.a. upplýsingar um fjölda
hjúkrunarfræðinga í hverju landi,
launaþróun hjúkrunarfræðinga og
mismunandi hópa hjúkrunarfræðinga á
Norðurlöndum, mismunandi form á
kjarasamningagerð, vinnutíma,
vaktaálag, lífeyrisgreiðslur og
barnsburðarleyfi. Einnig er gerður
samanburður á taxtalaunum hjúkrunar-
fræðinga og nokkurra annarra starfs-
Antal mAneder (1)
liópa. Þeir sem áhuga hafa á að skoða
þetta rit nánar eða fá sendar upplýsingar
úr því er bent á að hafa samband við
skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga.
Myndimar hér em teknar úr þessu
riti. Þær gefa upplýsingar um vikulegan
vinnutíma og lengd bamsburðarleyfis
hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum.
V.J.
C A T C 0
Clean air trading company
Kringlunni 7, 13. hæð
103 Reykjavík
Sími 568 7788 Fax 7789
síld & FISKUR
DALSHRAUNI 9 B
220 HAFNARFJÖRÐUR
Delta hf, Reykjavíkurvegi 78, Hafnarfirði
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 5. tbl. 72. árg. 1996