Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Page 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Page 5
Formannspistill. „Samningar" Herdís Sveinsdóttir Fjármálaráðherra hefur lagt fram frum- varp á Alþingi um breytingar á lögum um kjarasamninga opinberra starfs- manna. Frumvarpinu er ætlað að koma í veg fyrir að opinberir starfs- menn geti sagt upp störfum sínum til þess að ná fram sameiginlegu mark- miði. Bandalag háskólamanna hefur marglýst yfir vilja sínum til að ræða um slíkar breytingar á lögum um kjara- samninga samhliða breytingum á öðrum lögum. Nú hafa mál æxlast þannig að rétt áður en gengið er til samninga ætlar ríkisvaldið sér að breyta leikreglum einhliða, þ.e. án nokkurs samráðs við mótspilarann. Þessu mótmælir Féiag íslenskra hjúkr- unarfræðinga eindregið. Við hljótum að velta því fyrir okkur hvaða áhrif það hefur á komandi samninga þegar annar aðili samninganna kýs að mis- beita valdi sínu á þennan máta. Kjaranefnd Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga hefur hist reglulega nú í haust til að fjalla um komandi samn- inga. í nóvember sendi nefndin bréf til trúnaðarmanna félagsins þar sem leitað er eftir hugmyndum sem flestra um hvað beri að leggja áherslu á í komandi samningum. Fulltrúum í nefndinni finnst mikilvægt að heyra frá fulltrúum hjúkrunarfræðinga sem starfa á mismunandi starfsvettvangi og eru hjúkrunarfræðingar hvattir til að hafa samband við félagið og láta í Ijós hugmyndir sínar um hvað beri að leggja áherslu á. Þegar hafa verið stofnaðir undirbúningshópar hjúkrun- arfræðinga sem eru að skoða vakta- kerfi hjúkrunarfræðinga og hvernig meta eigi menntun hjúkrunarfræðinga. Sú skoðun hefur heyrst að vart sé tímabært að hefja undirbúning nýrra kjarasamninga þegar ekki sé endan- lega búið að ganga frá þeim síðasta en víða er framgangskerfi hjúkrunar- fræðinga ófrágengið. Við höfum ekki nákvæma yfirsýn yfir hverjir hafa lokið allri vinnu að framgangskerfi og hvar einhverju er ólokið. Hjúkrunarfræð- ingar eru eindregið beðnir um að hafa samband við skrifstofu félagsins ef þeir eru ósáttir við hvernig vinnan að framgangskerfi gengur á þeirra stofnun. Þetta blað er að mestu helgað 80 ára afmæli félagasamtaka í hjúkrun sem við héldum hátíðlegt 6. nóvem- ber sl. Fyrir mér er það ógleymanlegt að finna þá samstöðu og styrk sem streymdi frá þeim tæplega 800 hjúkrunarfræðingum sem lögðu leið sína á Kjarvalsstaði. Ég var mætt á staðinn rúmlega hálf fjögur til að vera tilbúin að taka á móti þegar hjúkr- unarfræðingar færu að tínast á stað- inn um fjögurleytið. Ég var ekki fyrst! Dágóður hópur var þegar mættur og hjúkrunarfræðingar streymdu að. Ég festist við gestabókina og komst varla fram að dyrum til að taka vel á móti hverjum og einum. Þegar klukk- an fór að nálgast hálffimm fór ég að verða hrædd um að komast hrein- lega ekki að pontu, vegna þrengsla, til að flytja hátíðaræðuna sem ég hafði samið fyrr í vikunni. Slíkur var fjöldi hjúkrunarfræðinga orðinn. Eins og gefur að skilja voru talsverð þrengsl þegar fjöldi gesta var helm- ingi meiri en búist var við. Það er þó trú mín að hjúkrunarfræðingar hafi fundið til þessarar sterku tilfinningar um samstöðu sem var svo rík í mínum huga þennan dag. Gleðileg jól. Herdís Sveinsdóttir. .VOE Vfify ^ PLUS+^ by Coabjlloe Hand & Body Lotion 84% Aloe Vera Gel Gæðavottað Aloe Vera Fyrir íslenskt veðurfar Dreifing: Niko ehf. Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 5. tbl. 75. árg. 1999 293

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.