Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Qupperneq 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Qupperneq 17
Dagskrá 80 ára afmælisfagnaðar á Kjarvalsstöðum Kl. 16.00. Húsið opnað. Suzukinemendur frá Tónskóla Sigursveins leika undir stjórn Aöalheiðar Matthiasdóttur meðan gestir ganga í salinn ásamt Þórunni Guðmundsdóttur, píanóieikara. Kl. 16.30. Setning dagskrár. Þorgerður Ragnarsdóttir, formaður undirbúningsnefndar. Björg Þórhallsdóttir, söngkona og hjúkrunarfræðingur, ásamt Daníel Þorsteinssyni, píanóleikara, flytja nokkur lög. Ávarp formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Herdís Sveinsdóttir. Ávarp heilbrigðisráðherra. Ingibjörg Pálmadóttir. 80 ára ásýnd hjúkrunar. Kynning á hjúkrunarbúningnum síðan um 1930 í bundnu og óbundnu máli. Höfundar: Þorgerður Ragnarsdóttir, Þóra I. Árnadóttir og Páll Ásmundsson, læknir sem samdi vísurnar. Aðstoð við búninga, Þóra Grönfeldt. Þátttakendur: Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, Aðalbjörg Þorvarðardóttir, Björg Sigurðardóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðrún Eygló Guðmundsdóttir, Hanna Þórunn Axelsdóttir, Hildur Þóra Hallbjörnsdóttir, Hrönn Hákansson, Margrét Hákonardóttir, Valgerður Guðmundsdóttir, Vilborg Hafsteinsdóttir, Þorgerður Ragnarsdóttir og Þóra Árnadóttir. Píanóleikari er Brynhildur Ásgeirsdóttir. Sextettinn Hjúkrunarsystur syngur nokkur lög og stjórnar fjöldasöng. Sextettinn skipa hjúkrunarfræðingarnir: Björg Sigurðardóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðrún Eygló Guðmundsdóttir, Hrönn Hákansson, Margrét Hákonardóttir og Vilborg Hafsteinsdóttir. Píanóleikari er Brynhildur Ásgeirsdóttir. Ávörp úr sal. Kl. 18.30. Móttöku lýkur. Nýtt á markaðnum! Déflamol Déflamol er mjúkur áburður sem notaður er m.a. á bleijuútbrot. Það er bæði sótthreinsandi og græðandi og má auðveldlega bera það á húðina án þess að særa barnið. Mjög lítið magn þarf í hvert sinn. Þau efni, sem eru í kreminu, taka þátt í örvefsmyndun og eru því oft höfð með í smyrslum sem nota á við kláða, hrúður- myndun og psoriasis. Déflamol hefur verið selt í Frakklandi frá 1944 og er vel þekktur áburður þar í landi, græðingarmáttur kremsins er talinn mjög góður, það er ekki feitt og lyktar vel. Árangur meðferðar er góður þar sem áburðurinn er þægilegur viðkomu og auðvelt að bera hann á húðina. Notandinn er því viljugur að bera kremið á og það bætir líðan barns og bleijuútbrotin hverfa fyrr. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 75. árg. 1999 305

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.