Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Page 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Page 27
líkur þegar þaö er gefið í allt að 5 ár eftir greiningu og fyrstu aðgerð. Lyfið verkar mun betur meðal kvenna með hormónaviðtæki í æxlisfrumum og hefur reynzt áhrifameira meðal kvenna eftir breytingaskeið þótt það gagnist einnig yngri konum. Tamoxifeni fylgja færri aukaverkanir en öðrum hefð- bundnum krabbameinslyfjum. Algengust eru hita- og svitakóf, einkum meðal yngri kvenna, útferð úr leggöngum og kláði, blæðingatruflanir meðal yngri kvenna og stundum blæðingar frá legi hjá konum eftir tíðahvörf. Tamoxifen hefur östrógen-lík áhrif á legslímhúð og þekkt er að fram geta komið krabbamein í legbol eftir lengri notkun lyfsins en slík krabbamein eru sjaldan lífshættuleg. Tamoxifen hefur einnig östrógen-lík áhrif á bein og blóðfitur og dregur því úr beinþynningu og lækkar blóðfitur. Fleiri aðferðir til að svipta krabbameinsfrumur östrógen- áhrifum hafa verið þróaðar svo sem sú að draga úr starf- semi eggjastokka með svonefndum „luteinising hormone releasing hormone agonists" (LHRHa). í heilastúku (hypothalamus) er framleitt LHRH, sem örvar framleiðslu á „follicle stimulating hormone" (FSH) og „luteinising hormone" (LH) í heiladingli. LH örvar framleiðslu á östrógenum í eggjastokkum kvenna fyrir breytingaskeið. LHRHa trufla örvun LHRH á heiladingli þannig að mjög dregur úr LH framleiðslu þar og afleiðing af því verður skortur á örvun á eggjastokka sem þá geta ekki framleitt östrógen. Þetta er stundum nefnt „medical castration" þar sem langvinn LHRHa meðferð dregur svo mjög úr östrógenframleiðslu eggjastokka að magn þess í líkama konunnar er svipað ástandinu eftir tíðahvörf eða brottnám eggjastokka. Sé meðferðinni hætt færist östrógenfram- leiðsla aftur í fyrra horf. Önnur aðferð til að hindra östrógenáhrif á brjóst- krabbamein er með svonefndum arómatasahemjurum. Þessi lyf hindra hvata (enzým) sem nauðsynlegir eru við framleiðslu á steraefnum, þar á meðal östrógenum í vefjum. Eldri lyfjum í þessum flokki fylgdu oft verulegar aukaverkanir og líktust áhrifin því sem stundum var nefnt „medical adrenalectomy" vegna skorts á lífsnauðsynlegum sterum. Þurfti því að gefa sjúklingunum kortisón með lyfjunum. Stöðugt koma fram sérhæfari lyf í þessum flokki sem hafa mun færri óæskilegar aukaverkanir. Lyflækningar Á fimmta og sjötta áratug aldarinnar var farið að nota frumueyðandi (cytotoxisk) lyf við illkynja sjúkdómum, fyrst við meðferð á hvítblæði og sogæðameinum. Fljótlega kom í Ijós að alkýlerandi efni og antimetabólítar gátu hægt á vexti langt genginna brjóstkrabbameina og á sjöunda áratugnum fóru að birtast niðurstöður rannsókna þar sem áður óþekktur árangur náðist með lyfjameðferð í útbreidd- um brjóstkrabbameinum. Næsta skref var að flytja slíka meðferð framar í sjúkdómsferlið og beita henni strax í kjölfar skurðaðgerðar (adjuvant meðferð) hjá þeim sjúkling- um þar sem talin var veruleg hætta á að sjúkdómurinn tæki sig upp síðar. Þá þegar höfðu rannsóknir leitt í Ijós að búast mátti við beztu verkun slíkrar meðferðar meðan æxlisbyrðin var í lágmarki og reyndar það lítil að engin finnanleg merki voru um sjúkdóminn. Sú kunnasta þess- ara rannsókna var framkvæmd í Mílanó á áttunda ára- tugnum en þar var tilviljun látin ráða því hvort konur fengu 12 kúra af CMF (cyclophosphamide, methotrexate og 5- fluorouracil) í eitt ár eftir skurðaðgerð, þar sem meinvörp fundust í holhandareitlum, eða enga lyfjameðferð. Báðum samanburðarhópunum hefur verið fylgt eftir í tvo áratugi og er marktækur munur á lífslíkum án endurkomu sjúk- dómsins og heildarlífslíkum meðferðarhópnum í vil. Hefur CMF meðferðin orðið viðmiðunarstaðall fyrir síðari rann- sóknir sem hafa miðað að því að bæta árangur lyfjameð- ferðar eftir aðgerð. Ekki er lengur talið verjandi að hafa samanburðarhópa án lyfjameðferðar þegar slíkar rannsóknir eru framkvæmd- ar meðal kvenna eftir skurðaðgerð þar sem meinvörp finnast í eitlum. Mikill fjöldi nýrra frumueyðandi lyfja hefur síðan bætzt við og eru sum þeirra mun virkari en þau sem að framan var getið. Nægir að nefna Adriamycin og skyld lyf ásamt taxoid-lyfjum (Taxol, Taxotere). Margar rann- sóknir, sem nú standa yfir, lofa góðu um að samtvinnun þessara lyfja í fyrstu meðferð við brjóstkrabbameini hafi í för með sér bættar horfur í samanburði við eldri meðferð. Þá hefur reynzt unnt að stytta meðferð úr 12 mánuðum í 6 án þess að skerða árangur. Að mörgu ber að huga þegar lögð eru á ráðin um lyfjameðferð eftir skurðaðgerð. Stöðugt koma fram á sjónarsviðið fleiri þættir sem Ijóst er að hafa áhrif á lækningalíkur og unnt er að nota til að spá fyrir um horfur sjúklinganna. Auk meinvarpa í eitlum, sem fram til þessa hafa ráðið mestu um það hvort mælt hefur verið með lyfjameðferð, hafa stærð æxlis í brjóstinu og vefjagerð, vefjasérhæfing (gráða), æxlisíferð í æðar, vaxtarhraði (S fasa hlutfall), hormónaviðtæki og stökkbreytingar í erfða- efnum, svo sem R-53 og Her-2/neu tjáning, og mörg fleiri atriði áhrif á horfur og koma nú í vaxandi mæli inn í ákvarðanatöku um lyfjameðferð eftir skurðaðgerð. Á undanförnum árum hefur fjölgað mjög ábendingum fyrir lyfjameðferð samhliða skurðaðgerð og geislameðferð við nýgreind brjóstkrabbamein og er þar byggt á niður- stöðum læknisfræðilegra rannsókna. Slík meðferð er núorðið ráðlögð f flestum tilfellum þegar um ífarandi sjúk- dóm er að ræða og er þá tekið tillit til framangreindra sjúk- dómssérkenna hvers einstaklings við val á meðferð. Þrátt fyrir aukna áherzlu á að greina krabbamein í brjósti eins fljótt og kostur er, jafnvel með hópleit eins og gert er hérlendis, er alltaf nokkur hópur sjúklinga sem ekki greinist eins snemma og æskilegt er. Slíkir sjúklingar grein- ast þá með lengra genginn sjúkdóm og það jafnvel svo að 315 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.