Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Qupperneq 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1999, Qupperneq 35
\)áia.i ''RobinsoM. í heimsókn Jane Robinson er prófessor við hjúkrunarsvið Nottingham- háskóla í Englandi og starfsmaður í lækna- og heilbrigðis- vísindadeild við sama skóla. Jane er auk þess ritstjóri tímaritsins „Journal of Advanced Nursing". í septemberlok kom Jane hingað á vegum námsbrautar í hjúkrunarfræði og hélt fyrirlestur um Alþjóðabankann og Alþjóðaheil- brigðismálastofnunina. Erindi hennar hét „The World Bank and the World Health Organization: Different Sources of Ideas, Different Policies for Health" en Jane er kunnug þessum stofnunum og hefur starfað hjá þeim báðum. Fyrirlestur hennar byggðist á kafla í bókinni „Inter- disciplinary Perspectives on Health Policy and Practice" en bókin kom út fyrr á þessu ári og eru höfundar nokkrir sérfræðingar um alþjóðleg heilbrigðismál. Áhugasvið dr. Robinson hafa verið á sviði alþjóðaheilbrigðismála og innan heilsugæslu- og samfélagshjúkrunar. Fyrirlestur hennar fjallaði um muninn á heimspekilegum og praktísk- um hugmyndum sem liggja að baki sögulegri þróun þess- ara tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna. Jane átti sæti í vinnuhópi á vegum Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar, WHO, þar sem komið var fram með tillögur er vörðuðu menntun hjúkrunarfólks víða í heim- inum. í framhaldi af því fékk hún styrk til að kynna sér starfsemi Alþjóðabankans á sviði heilbrigðismála. f fyrir- lestri hennar kom fram að Alþjóðabankinn hefur mikil áhrif á stefnumótun í heilbrigðismálum í þróunarlöndunum. Þegar þessar tvær stofnanir eru bornar saman, Alþjóða- bankinn og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, hafa þær í fljótu bragði ólík markmið. Markmið Alþjóðabankans er að veita lán sem koma sem flestum að gagni og styrkja hagkerfi viðkomandi lands. Markmið WHO er að veita stjórnvöldum ráðgjöf á sviði heilbrigðismála og þar er gengið út frá að aðgangur að heilbrigðisþjónustu sé grundvallarmannréttindi hvers þegns. Það sem ein stofnun gerir hefur þó áhrif á aðra, um leið og skuldir þróunarríkja aukast verður efnahagskerfið veikara og þá versnar ástandið á sviði heilbrigðismála. Jane Robinson lagði áherslu á aukið mikilvægi Alþjóða- bankans varðandi alþjóðlega stefnumótun í heilbrigðis- málum og sagðist lengi hafa haft áhuga á vaxandi mikil- vægi bankans eða frá því skýrsla bankans „Fjárfestum í heilsufari" kom út 1993. Það var á áttunda áratugnum sem bankinn fór að hafa aukin áhrif á stefnumótun í heilbrigðismálum og lánaði til ákveðinna verkefna á sviði heilbrigðismála. Það var þó ekki síður með óbeinum afskiptum, t.d. samvinnu við systurstofnunina, IMF, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, sem áhrifa bankans tók að gæta varðandi heilsufar, með áherslu á minnkandi skuldum ríkjanna. Hún sagði bæði Alþjóðabankann og Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunina eiga rætur að rekja til loka síðari heims- styrjaldarinnar þar sem áhersla var lögð á uppbyggingu í heiminum í kjölfar þeirrar eyðileggingar sem styrjöldin hafði haft í för með sér. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varð til eftir að Sam- einuðu þjóðirnar voru stofnsettar og var tilgangurinn að efla heilbrigði sem mest hjá aðildarþjóðunum sem voru 61 talsins og var litið á gott heilsufar sem grundvallarmann- réttindi án tillits til kynþáttar, trúarbragða, stjórnmálaskoð- ana, fjárhags eða félagslegra aðstæðna. Þó Alþjóðabank- inn ætti einnig rætur sínar í seinni heimsstyrjöldinni óttuð- ust menn mjög efnahagskreppu og var bankinn stofnaður til að byggja upp og efla fjármál í þeim löndum sem áttu aðild að honum, en bankinn var stofnaður 1946, sama ár og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin. Frá 1983 hefur bankinn haft heimild til að lána 10 prósent af lánsfé sínu til landa sem eru í fjárhagserfiðleikum með þeim skilyrðum að löndin samþykki að endurskipuleggja fjármál sín í samræmi við tillögur bankans. Fyrstu áratugina, sem Alþjóðabankinn og Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin störfuðu, ríkti bjartsýni og margar iðnaðarþjóðir byggðu upp fjárhag sinn, þetta var tímabil sífellds hagvaxtar. Þessu tímabili lauk í kjölfar olíukreppunnar 1973 er OPEC-ríkin hækkuðu olíuverð í fyrsta sinn. Verðhækkun olíunnar 1979 skapaði alþjóðlega kreppu sem lagðist einkum þungt á fjárhag þróunarlandanna. Endur- greiðsla alþjóðlegra lána varð erfið í þessum löndum upp úr 1980. Á miðjum áttunda áratugnum var Ijóst að það virtist borin von að þróunarlöndin næðu sömu gæðum í heil- ------------------------------------------------ 323 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 75. árg. 1999

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.