Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Qupperneq 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Qupperneq 7
Ritst órasp a Erfiður vetur er að baki og framundan er betri tíð með blóm í haga. í þessu tölublaði kennir að venju ýmissa grasa. Fyrst ber að geta ritrýndrar greinar um hjúkrun sykursjúkra eftir Árúnu K. Sigurðardóttur. Eins og Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, benti á í viðtali hér í Tímariti hjúkrunar- fræðinga í febrúar á liðnu ári, geta hjúkrunarfræðingar unnið merkilegt starf til að bæta heilsu almennings með fræðslu og ráðgjöf. Við fjöllum um hvernig hægt er að bæta heilsuna með reykleysi, eða hvað hjúkrunar- fræðingar eru að gera til að koma í veg fyrir sjúkdóma af völdum reykinga og aðstoða fólk við að hætta að reykja. Reykingar orsaka mörg af helstu heilbrigðis- vandamálum nútímans og það er m.a. eitt af helstu verkefnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- arinnar WHO nú um stundir að berjast gegn þeim. Annað mikið heilbrigðisvandamál tengist næringu, stór hluti heilbrigðis- vandamála heimsins á rætur að rekja til lélegs mataræðis, offitu eða vannæringar. í þessu tölu- blaði er rætt við Þorbjörgu Hafsteinsdóttur, hjúkrunarfræð- ing, um námskeið sem hún býður íslenskum konum að sækja til að breyta um fæðu og auka lífs- orkuna. Þorbjörg hefur um árabil verið búsett í Danmörku og rekur ásamt fleirum meðferðarstofu þar sem notaðar eru óhefðbundnar aðferðir við að greina og með- höndla sjúkdóma. Þá er fjallað um fyrstu nem- endur sem Ijúka meistaranámi í hjúkrun frá Háskólanum á Akureyri, og Rannsóknarstofu í hjúkrunarfræðum. Það er ávallt ánægjulegt að fá fréttir úr starfi hjúkrunarfræðinga sem vinna á hinum ýmsu stofnunum og í þessu tölublaði eru m.a. pistlar frá Neskaupstað og Reykjalundi auk ýmiss annars efnis. Gleðilegt sumar! Menalind Vernd fyrir viðkvæma húð HARTMANN 'I' BEDCO & MATHIESEN EHF Bæjarhrauni 10 sími 565 1000 • fax: 565 1001 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 2. tbl. 76. árg. 2000 71

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.