Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Page 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Page 13
að kenna ný handtök byggjast þau á réttum handbrögð- um og á að einstaklingurinn geti samhæft hug og hönd. Hin vitræna þekking hefur áhrif á hvernig til tekst með líkamlega umhirðu, en einnig hafa tilfinningar og viðhorf sykursjúkra til meðferðarinnar og sjúkdómsins áhrif (Rankin og Stallings, 1996). Þetta er í samræmi við ofan- greinda frásögn þátttakenda, t.d. þegar þeir lýstu ótta sjúklinga við sprautugjöf og hvaða áhrif óttinn hefur á framkvæmdina. Sykursjúkir þurfa að læra mörg ný handtök á stuttum tíma og því þarf að sýna þeim handtökin rétt í upphafi. Með æfingu og aftur æfingu festast handtökin í hug og hönd. Humphris og Soar (1994) telja að hægt sé að þjálfa fólk í ákveðnum atriðum án þess að það þurfi að skilja af hverju viðfangsefnið er framkvæmt á þennan hátt. Hins vegar álíta Watkins, Drury og Howell (1996) að ekki sé nægilegt að þjálfa sykursjúka, ganga verði úr skugga um að þeir skilji tilganginn með aðgerðunum. Jafnframt telja þeir að nauðsynlegt sé að kenna sykursjúkum nákvæmni í umgengni við sjúkdóminn. Er það hliðstætt mati þátttak- enda í þessari rannsókn. Að milda áfallið Hjúkrunarfræðingarnir upplifðu að það væri áfall fyrir flesta að greinast með sykursýki og þeim fannst þeir þurfa að styðja hinn sykursjúka. Þeir reyndu að draga úr áfallinu með fræðslu og stuðningi: Mér finnst ég reyna að styðja fólkið með því að hvetja það til að líta ekki á sjúkdóminn sem endalok alls. Ég segi þeim að það geti nánast lifað eðlilegu lífi. í viðtölunum kom fram að oft láta sykursjúkir ekki tilfinningar sínar í Ijós og fannst viðmælendunum það gera meðferðina erfiðari. Sálrænu þættirnir eru líka flóknir og stundum ekki alveg áþreifanlegir og það torveldar einnig meðferð: Það er hins vegar oft erfiðara að höndla þessa þætti heldur en hina sem maður getur tekið á alveg konkret. Að mati þátttakenda var samfella í hjúkruninni forsenda þess að hægt væri að veita sjúklingi góðan andlegan stuðning. í tveimur viðtölum kom fram sú upplifun þátttak- enda að þeir hafi oft litla möguleika á að veita raun- verulegan andlegan stuðning, svo að sykursjúkum gangi betur að aðlagast sykursýkinni. Nefndu þeir tímaskort í þessu sambandi og töldu sig ekki geta sinnt andlega þættinum eins og þeir vildu af þeim sökum. Viðmælendur töluðu um að tíminn sem sykursjúkum er ætlaður á sjúkra- húsinu sé yfirleitt ekki nægur og þeim fannst sjúklingarnir ekki fá nægan tíma til að átta sig á stöðu mála og þeir væru yfirleitt ekki búnir að vinna úr andlega áfallinu þegar þeir fara út af sjúkrahúsinu. Eftir það fannst þátttakendum heilbrigðiskerfið oft ekki veita nægan stuðning: Þú verður fyrir alvarlegu áfalli, ert farin að sprauta þig. Það er sorgarferli að ganga í gegnum og þú þarft mismunandi langan tíma og handleiðslu til að jafna þig eftir einstaklingum. ... Þannig að sem hjúkrunarfræðingur vinnandi á svona deild þá hef ég því miður ekki staðið mig nógu vel eða að svigrúmið á deildinni býður ekki upp á það að þú gefir fólki einhvern lífstíðarpakka að vinna með. Þekktar leiðir til að draga úr streitu og bæta líðan þeirra sem verða fyrir áfalli, eins og því að greinast með sykur- sýki, eru að auka upplýsingagjöf og stuðning við einstak- lingana. í stuðningi felast samskipti með eða án orða, sá sem er styðjandi veitir upplýsingar eða ráð og þiggjandinn skynjar það á jákvæðan hátt (Gottlieb, tilvitnun Elsa B. Friðfinnsdóttir, 1994). Talið er að eðli stuðnings þurfi að breytast eftir sjúkdómsferlinu, þ.e. hvort sjúkdómurinn er á bráðastiginu eða langvinnur. Á bráðastiginu eftir greiningu sjúkdóms, og allt að hálfu ári eftir það, hefur einstak- lingurinn mikla þörf fyrir upplýsingar og tilfinningalegan stuðning (Yates, 1995). Mestar líkur eru á því að fagstéttir veiti stuðning með upplýsingum (Elsa B. Friðfinnsdóttir, 1994). Er það í samræmi við það sem þátttakendur í þessari rannsókn gerðu. Þeir bentu á tímaskort vegna vinnuálags og stuttrar sjúkrahúslegu viðkomandi, sem dregur úr möguleikum þeirra á að veita tilfinningalegan stuðning. Það að sami hjúkrunarfræðingurinn annist sykur- sjúkan um tíma eykur möguleika hans á að veita andlegan stuðning. Aðlögun einstaklinga með langvinna sjúkdóma virðist geta sagt til um hvernig þeim tekst að ná tökum á sjúkdómsmeðferðinni. Það er að segja, þeim sem nota tilfinningar í stað vitsmuna í lýsingum á meðferð virðist ganga verr að ná tökum á meðferðinni (Shaw, 1999). Hjúkrunarfræðingar þurfa því að greina hvort sykursjúkir nota tilfinningar, t.d. hvort þeir noti orðið erfitt í lýsingu sinni á sykursýkinni, eða hvort þeir beita vitsmunum í formi þekkingar við aðlögun að sykursýkinni og miða andlegan stuðning út frá því. Brown (1992) fann eftir greiningu á 73 rannsóknum að úr andlegri aðlögun að sykursýki dró frá einum til sex mán- uðum frá sjúkdómsgreiningu en hún jókst síðan aftur eftir það. Þannig má álíta að stuðningur frá heilbrigðisstéttum sé sérstaklega mikilvægur þá. Ekki fundust beinar rann- sóknir um tilfinningalegan stuðning veittan sykursjúkum, þó svo að rannsóknir meðal hjúkrunarfræðinga með sér- leyfi í hjúkrun sykursjúkra bendi til þess að hann sé veittur (Challen, Davies, Williams og Baum, 1990; Challaghan og Williams, 1994 og Moyer, 1994). Fyrirbærafræðileg rann- 77 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 2. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.