Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Blaðsíða 21
stuðla þannig að heilbrigði. Mér finnst skipta öllu máli
hvernig tekið er á þessum málum."
Ruth segir að margir viti að sjúkrahúsið sé reyklaust en
það hafi komið sér á óvart hversu vel sjúklingar hafi tekið
reykingabanninu. „Við höfum dæmi um að sjúklingar hafi
hætt endanlega að reykja eftir stutta bráðainnlögn."
Á sjúkrahúsinu í Neskaupstað eru haldin endur-
hæfinganámskeið fyrir hjarta- og iungnasjúklinga. „Þeim er
boðið upp á markvissa fræðslu í tóbaksvörnum. Meðal
annars er fjallað um sjúkdóma sem tengjast reykingum,
auk þess sem þeir fá einstaklingshæfð stuðningsviðtöl hjá
hjúkrunarfræðingi og nikótínlyf eftir þörfum. Við mælum
með því að fólk noti nikótínlyf í langan tíma, um 3-12
mánuði og dragi síðan smám saman úr notkun þeirra.
Á heilsugæslustöðinni í Neskaupstað hefur einnig verið
boðið upp á námskeið í tóbaksvörnum og þar fer fram
einstaklingshæfð viðtalsmeðferð, fræðsla og stuðningur.
Einnig er áhersla lögð á breyttan lífsstíl, svo sem hollt
mataræði og mikilvægi þess að auka hreyfingu.“
Bannað að reykja á Reykjalundi
Á lungnaendurhæfingardeild á Reykjalundi eru markvissar
reykingavarnir í höndum hjúkrunarfræðings. Steinunn
Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á lungnaendurhæfingardeild,
segir að reykingar sjúklinga hafi verið bannaðar árið 1995,
en frá 1991 hafi smám saman verið unnið að því að draga
úr reykingum á deildinni.
„Reykleysi er nú skilyrði fyrir innlögn á lungna- og
hjartaendurhæfingadeild. í fyrstu urðu þessar reglur til
þess að einstaka sjúklingur hætti við að koma en síðan
hefur þróunin snúist við og sífellt fleiri reykingamenn
sækjast eftir aðhaldi og stuðningi. Læknar eru farnir að
vísa yngra fólki en áður hingað og oft er það í forvarnar-
skyni, en þeir sem hingað koma eiga allir sameiginlegt að
búa við einhvers konar skerðingu á starfsemi lungna.“
Fræðsla og umsjón með hópum sem eru að hætta
reykingum eru í höndum Jónínu Sigurgeirsdóttur, starfandi
aðstoðarhjúkrunarstjóra á lungnaendurhæfingadeild.
Reykingavarnir eru markvissar á öllum deildum á
Reykjalundi og er Jónína ráðgjafi í þeim. Með henni starfa
tveir sjúkraliðar sem hafa fengið sérstaka þjálfun til
verkefnisins. Meðferðin felst meðal annars í vikulegum
fræðslufundum, umræðum og stuðningi, auk þess sem
nikótínlyf eru gefin eftir þörfum.
„Fræðsla hefst viku fyrir innlögn þegar hjúkrunarstjóri
ræðir við sjúkling í síma. Þannig hefur nauðsynleg
hugarfarsbreyting átt sér stað þegar sjúklingur kemur til
okkar. Meðferð er einstaklingsmiðuð eftir því sem kostur er
og við leggjum áherslu á hópefli og stuðning innan
hópsins.
Venjulega er fólk í sex vikur í lungnaendurhæfingu og
fer að öllu jöfnu heim um helgar. Hluti af aðhaldi hjá okkur
er mæling á kolmónóxíði í útblæstri þegar komið er aftur á
Reykjalund eftir helgarfrí. Með því móti sést hvort
viðkomandi hefur reykt beint eða óbeint síðasta sólarhring.
Ef mæling sýnir of mikið kolmónóxíð er það vísbending um
að við þurfum að veita viðkomandi meiri hjálp, til dæmis
fleiri stuðningsviðtöl, virka hlustun eða aukinn skammt af
nikótínlyfjum."
Fá viðurkenningarskjal
Að lokinni meðferð fá allir sem staðist hafa bindindið
viðurkenningarskjal og segir Jónína að flestum þyki mjög
vænt um það. „Við gerum áætlun fyrir hvern og einn um
hvernig best sé að draga úr notkun nikótínlyfja. Við fylgjum
fólki eftir í eitt ár með símtölum og könnum hvort það er
ennþá reyklaust, ásamt því að styðja það, hvetja og
stappa í það stálinu."
Um þessar mundir er Jónína að hefja rannsókn á
árangri reykingavarnarnámskeiðsins á Reykjalundi en
nokkur ár eru síðan slík rannsókn var síðast gerð þar. Hún
segist hafa sérstakan áhuga á að kanna hvaða þættir hafa
mest áhrif á að fólk haldi reykbindindi. „Ég hef á
tilfinningunni að reglubundin hreyfing og hollt mataræði
hafi mikil áhrif á árangur en okkur skortir rannsóknar-
niðurstöður. Upplýsingasöfnun mun standa yfir í tvö ár.“
Á síðasta ári var gerð tilraun í meðferð gegn reykingum
á Reykjalundi sem fólst í að skipta fólki í tvo hópa eftir
kyni. Jónína segir að það hafi gefist mjög vel, enda virðast
ólíkar aðferðir henta hvoru kyni. „Mér fannst þetta gefa
góða raun en kynjaskipt meðferð krefst fleira starfsfólks og
því miður er ekki útlit fyrir að við getum leyft okkur þetta
aftur í bráð.“
Rætt við verðandi foreldra
Helga Gottfreðsdóttir, Ijósmóðir við miðstöð mæðra-
verndar heilsugæslunnar í Reykjavík og kennari við náms-
braut í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands, segir að á
síðustu misserum hafi færst í vöxt að talað sé við verðandi
mæður um áhrif reykinga. „Við spyrjum hvort þær reyki og
hvort reykt sé í umhverfi þeirra. Ljósmæður eru flestar
ófeimnar að ræða skaðsemi reykinga, bæði áhrif á fóstur
ef móðirin reykir og áhrif óbeinna reykinga ef reykt er
nálægt ungum börnum. Við látum konur hafa fræðslu-
bækling um efnið en helst vildi ég að við gætum boðið
þeim sem reykja sérstök tóbaksvarnarnámskeið."
Helga segist telja að um þriðjungur verðandi foreldra
hætti reykingum strax og Ijóst er að von er á barni. „Um
þriðjungur dregur úr reykingum og um þriðjungur heldur
áfram óbreyttu reykingamynstri."
í viku í Hveragerði
Heilsustofnun Náttúrulækningafélags íslands í Hveragerði
mun vera eina heilbrigðisstofnunin hér á landi þar sem fólk
er lagt inn gagngert til að hætta reykingum. Námskeið
hafa verið haldin síðastliðin fimm ár og að sögn Huldu
85
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000