Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Side 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Side 24
Forvarnapistill: Áslaug Halldórsdóttir og Sigríður Jónsdóttir Kransæða- og lungnasjúkdómar eru alvarlegt heilsufars- legt vandamál. Til þess að sporna við þeim verður gildi forvarnarstarfs seint ofmetið. Forvarnir verða sífellt veiga- meiri þáttur í starfsemi heilbrigðisþjónustunnar og þá sérstaklega heilsugæslunnar. Á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga er lögð mikil áhersla á forvarnir. Starfsfólk stofnunarinnar vildi leita nýrra leiða í forvarnarstarfi og þegar því bauðst að taka þátt í átaks- verkefni með Tóbaksvarnarnefnd var slegið til og verkefn- inu Ráðgjöf í reykbindindi hrundið af stað. Það er hefð fyrir því að fólk stígi á stokk um áramót og strengi þess heit að hætta að reykja. Áramót eru því tilvalinn tími til að ná til þeirra sem vilja hætta að reykja og styðja þá í þeirri viðleitni. Verkefnið Ráðgjöf í reykbindindi felst í símaþjónustu þar sem sérþjálfaðir hjúkrunarfræð- ingar veita fólki sem vill hætta að reykja, eða er nýhætt að reykja, ráðgjöf og stuðning. í kjölfar símaráðgjafar er sendur út bæklingur með ýmsum ráðum til að hætta að reykja. Ásgeir Helgason sálfræðingur, höfundur bæklings- ins, var fenginn til að þjálfa hjúkrunarfræðingana í að veita ráðgjöf og stuðning með símaþjónustu en hann hefur mikla reynslu af slíku starfi. Hann átti þátt í að koma á fót stofnun í Svíþjóð sem kallast Sluta-röka-linjen þar sem fólki er hjálpað að hætta að reykja með þessum hætti. Ráðgjöf í reykbindindi þjónar landinu öllu og er svarað í grænt símanúmer, 800 6030. Tóbaksvarnarnefnd sér um fjármögnun verkefnisins. Reynslan frá Svíþjóð hefur sýnt að þeim sem leita til símaþjónustunnar áður en þeir hætta að reykja farnast betur en þeim sem ekki notfæra sér þessa þjónustu. Þjónustan felst í því að reykingamaðurinn getur hringt í grænt númer og komist í samband við ráðgjafa sem ræðir við hann, metur fíkn hans, gefur góð ráð og fylgir samtal- inu eftir með því að senda bæklinga til viðkomandi og hringja í hann að ákveðnum tíma liðnum óski hann þess. Þeir sem hringja skiptast aðallega í tvo hópa, þeir sem ætla að hætta að reykja og svo þeir sem eru hættir að reykja en eiga erfitt með að standa sig í bindindinu. Átakið Ráðgjöf í reykbindindi hófst í byrjun janúar sl. með röð auglýsinga sem Tóbaksvarnarnefnd lét birta bæði í sjónvarpi og dagblöðum. [ auglýsingunum var fólki bent á að hringja í græna númerið og leita sér aðstoðar. Hringingarnar héldust í hendur við birtingu auglýsinganna. Á annað hundrað manns nýtti sér þjónustuna fyrstu vik- urnar og fram kom í viðtölum við fólk að áhrifamáttur 88 auglýsinganna var mikill. Eftir að auglýsingaherferðinni lauk hefur dregið úr hringingunum. Ljóst er að þörfin fyrir þessa þjónustu er mikil og margir þeirra sem hana nýttu urðu að hætta að reykja heilsu sinnar vegna. Þjónustan Ráðgjöf í reykbindindi heldur áfram en nú með breyttu sniði. Þeir sem hringja inn komast í samband við símsvara og þar er hægt að leggja inn skilaboð. Hjúkrunarfræðingar stofnunarinnar sjá um að svara skila- boðum og veita ráðgjöf og stuðning. Vonir eru bundnar við að þessi þjónusta sé komin til að vera og eru ýmsir fleiri möguleikar tengdir henni, svo sem skipulögð námskeið. Um símsvörunina sáu níu hjúkrunarfræðingar sem voru allir starfandi við stofnunina. Ljóst er að hjúkrunarfræðingar hafa mikinn áhuga á þessum málaflokki og þeim mögu- leikum sem slík verkefni bjóða upp á. Símsvörunin og ráðgjafarvinnan var ýmist unnin á heilsugæslustöðinni eða heima hjá hjúkrunarfræðingunum sjálfum. Það að geta unnið heima er fyrirkomulag sem getur hentað mörgum vel, t.d. hjúkrunarfræðingum sem búa á landsbyggðinni. Stórum áfanga er náð þegar einstaklingur tekur ákvörðun um að hætta að reykja og stórsigur unninn þegar honum tekst það. Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga vill leggja sitt að mörkum til að árangur náist í baráttunni gegn reykingum. Það er hlutverk okkar sem störfum í heilbrigðisþjónustunni að stuðla að því að sem flestir sigrar vinnist. Golfmót hjúkrunar- fræðinga Sumarmót hjúkrunarfræðinga verður haldið á Strönd, golf- velli Hellu, 9. júni 2000. Mótið hefst stundvíslega kl. 14.30 og er mæting að Suður- landsbraut 22, kl. 13.00. Kvöldverður og verðlauna- afhending verður í golfskálanum að loknu móti. Skráning og nánari upplýsingar fást í síma 568 7575 og tölvupósti hjukrun@hjukrun.is Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.