Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Qupperneq 25
Valgerður Katrín Jónsdóttir:
J_í{«sorkA k\jimA
Lífsorka kvenna, hagnýtt heilsunámskeið fyrir konur,
nefnist námskeið sem auglýst var í dagbiöðunum fyrir
skömmu. Við nánari eftirgrennslan kom í Ijós að verkefnis-
stjóri námskeiðsins var Þorbjörg Hafsteindóttir, hjúkrunar-
fræðingur. Til að fá svör við ýmsum spurningum um þetta
námskeið og aðstandendur þess lagði ritstjóri Tímarits
hjúkrunarfræðinga land undir fót og heimsótti þátttakendur
á lokadegi námskeiðsins.
Námskeiðið var haldið í gistiheimilinu Frosti og funa í
Hveragerði. Er þangað var komið var matarhlé og þátttak-
endur að gæða sér á hollusturéttum. Sólveig Eiríksdóttir,
sem kennd er við Grænan kost, var á leið út úr húsinu eftir
að hafa búið til gómsæta rétti. í forstofunni var Þorbjörg,
önnum kafin við að leysa ýmis skipulagsmál í gegnum
símann. Hún bauð mér að bragða á réttunum úr borð-
salnum. Þar mátti sjá ýmsar gerðir af baunaspírum, salat-
blöð, grænmetisrétt og ofnbakaðan lauk svo nokkuð sé
nefnt. Meðan við snæddum hádegisverð sagði Þorbjörg
frá sjálfri sér og námskeiðinu.
Hún hefur verið búsett í Danmörku frá því að hún var
tvítug og eyddi flestum sumrum uppvaxtaráranna þar. „Fór
þangað oft sem smástelpa þar sem ég á móðursystur í
Kaupmannahöfn, ég fór til Danmerkur eins og margir aðrir
fóru í sveitina," segir hún þar sem við sitjum innan um
fræðslubækur og kennslugögn í fundarherbergi gisti-
heimilisins.
Áhuga á matargerð segist hún einnig hafa haft frá því
hún var lítil. „Móðir mín, Ingveldur Guðmundsdóttir, bjó oft
til grænmetisrétti, var á tímabili á námskeiði á Heilsuhælinu
í Hveragerði og ég vandist því að borða linsubaunarétti og
alls kyns baunamat og „macro-biologiskt“ fæði. Ég fór
snemma að fást við matargerð, er skilnaðarbarn og tók
fljótt á mig ábyrgð, var farin að elda níu ára gömul. Áhugi
minn á matargerð varð til þess að ég byrjaði í matar-
tæknanámi í Danmörku, en mér leiddist það, fannst námið
ekki spennandi og hætti þegar ég ófrísk var látin skera í
sundur og matreiða svínahjörtu."
Það var einnig maður hennar, Jörgen Jespersen, sem
bjargaði henni úr svínahjörtunum, en hann er kennari að
mennt og bauðst að fara til Alsír um tveggja ára skeið að
kenna börnum danskra verktaka sem þar voru að vinna í
sementsverksmiðju. „Við höfðum búið í Marokkó í sex
mánuði og kunnum svo vel við okkur í þessari norður-
afrísku menningu að við vorum tilbúin að fara aftur.“ Hún
segir þó að þetta hafi verið mjög ólík svæði, kommúnismi
„Það verður að byrja á börnunum og venja þau á
góðar og hollar matarvenjur frá blautu barnsbeini. “
hefði sett svip sinn á Alsír, fólk hafi verið orðið hrætt og
tortryggið. Þau bjuggu um 30 km frá Dananýlendunni í litlu
þorpi, nálægt Sahara-eyðimörkinni og hún var ófrísk að
næstelstu dóttur sinni, Idu Björk. En hún segir landið hafa
verið mjög fallegt. Stórfenglegt og magnað í rústrauðum
litum og þau hafi notað tímann mikið til að ferðast milli
þess sem hún sinnti húsmóðurstörfum við mjög frum-
stæðar aðstæður, handþvott og vatnsleysi. ídu átti hún í
Danmörku og fór aftur með hana til Alsír er hún var fimm
vikna gömul. Flugið til baka segir hún hafa verið mikla
þrekraun því fluginu var frestað í tvo sólarhringa og hún
hafi þurft að vera á flækingi með tvö börn, annað á brjósti
og hitt, Ástu Leu, eins og hálfs árs gamla, hlaupandi út
um alit. „Mér verður oft hugsað til þessarar reynslu er ég
lendi í mótlæti í lífinu og fyrst ég komst í gegnum þetta
finnst mér ég geta allt."
Verslað með te í Kaupmannahöfn
Frá Alsír lá leiðin til Kaupmannahafnar en þar setti hún upp
verslun þar sem hægt var að velja milli 100 mismunandi
te- og kryddtegunda og gátu viðskiptavinir blandað þeim
saman að vild. „Það var mikill og góður teilmur í loftinu og
í litlu herbergi á bak við var ég með testofu þar sem menn
gátu bragðað teið og fengið ýmsa smárétti sem ég bjó til.
Þar var pláss fyrir 11 manns og alltaf fullt. Þetta var á
89
Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 76. árg. 2000