Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Qupperneq 26
Frederiksberg, á Gammel Kongevej. Staöinn sóttu
nágrannar og einnig kom mikið af frægu fólki og listafólki
þangað. Börnin tvö skriðu um allt og voru með í öllu. Ég
seldi auk þess lýsi og íslenskar ullarvörur, var að reyna að
skapa markaðsstemningu sem mér fannst svo skemmtileg
í Norður-Afríku. Við áttum heima í skuggahverfi, Vesterbro,
og vorum alltaf að fara að flytja þaðan. Og þegar Ida kom
eitt sinn inn skjögrandi með eiturlyfjasprautu sem hafði
verið notuð var engin spurning lengur. Við ákváðum að
flytja út á land og láta gamlan rómantískan draum rætast.“
Þorbjörg og fjölskyldan fluttu til Stevns á Suður-
Sjálandi og innan skamms settist hún á skólabekk í Næst-
ved. Hún var ákveðin í að læra óhefðbundna næringar-
ráðgjöf en vildi læra hjúkrunarfræði fyrst. „Þetta var 1986.
Mér fannst námið mjög skemmtilegt og það kom mér á
óvart hvernig litið var á manninn heildrænt, eða sem hluta
af umhverfi, menningu og þess háttar. Við lærðum sál-
fræði, næringarfræði og um orkustöðvar líkamans, svo
eitthvað sé nefnt. Þær sem sáu um kennsluna þarna vildu
kynna fyrir okkur ýmsar hugmyndir sem gaman var að
kynnast. Þegar ég fór svo að vinna á deildum sjúkra-
húsanna voru önnur áhersluatriði og sjúkrahúskerfið að
sjálfsögðu ekki byggt upp með þessum áherslum."
Hún fór því næst í nám í næringarráðgjöf sem er
þriggja ára nám í einkaskóla. Institut for optimal ernæring
heitir skólinn sem hún sótti. Stofnandi og skóiastjóri
skólans er Eva Lydeking Olsen sem kannski er mörgum
kunnug enda hefur hún skrifað fjölmargar bækur sem fjalla
um mataræði samkvæmt sérstökum kenningum. Þessar
kenningar eru m.a. kenndar við Suzette van Hauen, læri-
meistara Evu, og hún er „the grand old lady“ hinnar óhefð-
bundnu næringarstefnu. „Ég hef verið svo lánsöm að
vinna með báðum þessum kostakonum og Suzette er góð
vinkona mín og leiðbeinandi." Með náminu vann Þorbjörg
við heimahjúkrun, ók um sveitina og hlúði að eldra fólkinu
og ræddi um líf þess. „Það var mjög gaman og lærdóms-
ríkt, fólk hafði frá mörgu að segja þó svo að sumir hefðu
aldrei farið út fyrir sveitina sína.“
En um hvað fjallar næringarráðgjöf sú sem Þorbjörg
veitir? „Næringarráðgjöf mín, eða okkar sem starfa á
þennan hátt, byrjar með því að ég „hlusta" á sögu
sjúklingsins með öllum skynfærum, beiti virkri hlustun og
greini orsakir einkennanna eða sjúkdómsins. Því næst
hefst fyrsti hluti meðferðarinnar sem fjallar um hreinsun
eða „elimination" af t.d. óæskilegum eiturefnum, veirum,
sýklum, sveppum o.s.frv. Svo þarf að styðja og styrkja t.d.
ónæmiskerfi, meltingu, ensýmframleiðslu, náttúrulegan
bakteríuvöxt og lifrarstarfsemi. Þetta geri ég m.a. með
mataræði, þar sem ég tek tillit til fæðuóþols sem oftast
tengist ójafnvægi í líkamanum og með mismunandi hreins-
andi og styrkjandi efnum, oft eru notuð smáskammtalyf,
jurtir og þau bætiefni sem henta hverju sinni. Þetta er að
sjálfsögðu unnið út frá einstaklingnum og reynt að taka tillit
90
til allra þátta sem geta haft áhrif á fyrstu þróun sjúkdóms-
ins og þá um leið á bata. Oft mæli ég með stuðnings-
meðferð, t.d. nuddi, svæðanuddi eða nálarstungum. En
mikilvægur liður í bata sjúklingsins er að gera hann
ábyrgan fyrir eigin bata og hjálpa honum að öðlast skilning
á þeim krafti sem felst í því. Virkur sjúklingur sem aflar sér
verkfæra til sjálfshjálpar er eftir minni reynslu betur á sig
kominn en sá sem aðhefst ekkert og leggur ábyrgðina á
aðra. Það er ekki bara reynsla mín heldur vel þekkt meðal
fleiri aðila sem fást við sjúklinga. En það er því miður oft
ekki rými fyrir óþekka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Það að
vera virkur og leita stuðnings á öðrum sviðum og með
aðferðum sem ekki eru nefndar hefðbundnar, mætir litlum
skilningi og oft vanþóknun og lítilsvirðingu stétta hins
opinbera heilbrigðiskerfis."
Að námi loknu vann Þorbjörg með Evu að bein-
þynningarverkefni þar sem þær sýndu fram á að hægt sé að
bæta beinþynningu með mataræði án hormónameðferðar.
„Þetta var lítið verkefni en vakti samt það mikla athygli að
það var fjallað um það í Journal of Nutritional Medicine."
Hún segir þær Evu hafa verið mikið á ferðalögum
þennan tíma, með fyrirlestra um beinþynningu og
hormónameðferð, og tóku þær þá börnin iðulega með sér
á ráðstefnur út um allan heim. Börnin eru meðal þess
mikilvægusta í lífi Þorbjargar. „Það verður að byrja á börn-
unum og venja þau á góðar og hollar matarvenjur frá
blautu barnsbeini." Hún tók sér því stöðu sem sundheds-
lærer, eða heilsukennari, á Fröbels pædagogseminarium í
Kaupmannahöfn og kenndi þar, ásamt klínískum störfum
sínum, í þrjú ár. Hún kom fram með ný sjónarmið í faginu
sem tengjast mataræði og hvernig rétt mataræði hefur
áhrif á heilbrigði og þroska barna. Hún sýndi hvernig má
fyrirbyggja t.d. „vöggustofupest“, þ.e. síendurteknar sýk-
ingar ungbarna, með réttu mataræði, betri umgengni,
meiri útivist og fleiru sem styrkir ónæmiskerfi barnanna.
Þorbjörg segir mikla grósku í svokölluðum kjörlækn-
ingum í Danmörku og um 30% þjóðarinnar leitar til kjör-
lækna ef eitthvað bjátar á. Á stofunni þar sem hún vinnur
eru í boði margar mismunandi meðferðaraðferðir undir
sama þaki. „Ritarinn okkar er hjúkrunarfræðingur og hún
greinir hvaða meðferð passar best fyrir skjólstæðinga okkar
og þar af leiðandi hvert okkar hún vísar á, en auk mín vinna
þarna sálfræðingur, svæðanuddari, „osteopath" og læknir
einu sinni í viku.“ Þetta er einkarekin meðferðarstofa í
Birkerod, skammt frá Kaupmannahöfn. Hún segir mjög
mikið að gera hjá þeim og þau þurfi aldrei að auglýsa.
Þorbjörg segir fæðuóþol og ofnæmi vera meðal annarra
fylgifiska óholls mataræðis. „í Danmörku er fjórða hvert barn
með ofnæmi. Þess vegna lagði ég mikla áherslu á að kenna
tilvonandi leikskólakennurum hvað við getum gert fyrir börn,
t.d. þau sem eru alltaf veik, hvernig við getum bætt
ónæmiskerfi þeirra með betra mataræði. Það er t.d.
athyglisvert að ef mjólkurvörur eru teknar af börnum sem
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000