Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Blaðsíða 27
eru með eyrnabólgu lagast þau í flestum tilfellum.” Hún segir umræður hafa aukist um gagnsemi bólusetninga fyrir ungbörn í Danmörku, sumir telji tengsl milli þessara bólusetninga og ýmissa sjúkdóma. „Bólusetningardæmið er heilög kýr sem varla má nefna án þess að heiftarlegar umræður hefjist. Þetta er næstum eins og heitttrúaðir hópar sem berjast innbyrðis og sterkar tilfinningar í báðum hópum með og á móti. En það virðist ekki vera alveg hættulaust að bólusetja okkur fyrir öllum sjúk- dómum. Við erum, með meira eða minna lifandi veirum og öðrum kemískum efnum, að ryðjast inn í forvarnakerfi ungbarna, sem ekki eru orðin fullþroska, hvað eftir annað fyrstu tvö ár af lífi þeirra. Það er alls ekki ósennilegt að það geti haft slæm áhrif á ónæmiskerfi þeirra og að afleiðingarnar megi sjá meðal annars í aukinni ofnæmis- tíðni. Þetta þarf að rannsaka og er reyndar rannsakað víða um heim. Það er svo okkar hlutverk að fylgjast með. Ég tel það að minnsta kosti í mínum verkahring.” Gott líf án hormóna En hvernig stóð á því að Þorgbjörg setti upp námskeið um lífsorku kvenna? „Námskeiðið er sprottið upp úr áhuga á að miðla þekkingu til kvenna um hvernig hægt sé að lifa góðu og skemmtilegu lífi með réttri næringu fyrir líkama og sál. Við konur höfum svo mikið að gera, við vinnu, heimili, fjölskyldu, vini. Við föðmum þetta allt að okkur og setjum oft metnað í að halda utan um þetta allt og meira til á fullkominn hátt. Við gefum og gefum og tökum of lítið fyrir okkur sjálfar. Þetta er mjög einkenn- andi fyrir konur í þjónustustörfum eins og okkur hjúkr- unarfræðingana til dæmis! En það sem mig langaði til var í fyrsta lagi að gefa konum möguleika á að staldra við og huga bara að sjálfri sér í eina litla viku. Burtu frá erilsömu lífi og áreiti. í öðru lagi að nota tækifærið og fræðast! Það er svo yndislegt og gaman að fræðast um hvað gott og rétt fæði getur gert fyrir líkamann, hvernig hann starfar, hvernig við lifum góðu og heilbrigðu lífi án hormóna. Hitakóf og fyrirtíðaspenna getur þess vegna verið eitthvað sem við þekkjum ekki, t.d. bær í Rúss- landi! Sólveig sér svo um að fræða okkur um hvernig á að matreiða alla þessa rétti. Konurnar okkar eru á yndislegu hreinsandi fæði á meðan á dvölinni stendur, stunda jóga á hverjum degi undir handleiðslu frábærs jógakennara, fá nudd og margt annað skemmtilegt sem í boði er. Við vonuðumst til að sá fræjum í konurnar með dvölinni hérna en þær voru farnar að blómstra þegar þær kvöddu okkur með kossum! Við höfum verið að þróa námskeiðið í eitt ár og erum enn að og næsta námskeið verður enn betra! En það er hægt að afla sér upplýsinga um námskeiðið okkar á lifsorkakvenna@visir.is.” Einn af fyrirlestrum Þorbjargar á námskeiðinu nefnist „Gott líf án hormóna” en hún er á þeirri skoðun að hormónar séu oft ónauðsynlegir á breytingarskeiðinu. „Margir ættbálkar í Afríku og Japanir finna ekki fyrir breytingaskeiðinu eða fyrirtíðarspennu. Breytingar í matar- æði og atvinnulífi stuðla að þeim vandamálum sem við tengjum þessum tímabilum í dag.“ Hún segir hollan mat, sem er án sykurs og hveitis og mjólkurvara, geti stuðlað að bættri líðan kvenna á breytingaskeiði. „Það skiptir miklu máli fyrir konur að hugsa vel um sjálfar sig og nota sojamjólk í stað mjólkur og góðar olíur og smáskammtalyf. Þannig þurfa konur 1.000 mg af kvöldvorrósarolíu daglega og eina matskeið af hörfræsolíu. Auk þess þurfa þær þistilolíu eða sólblóma- olíu sem notuð er til matargerðar. Það er líka hægt að lesa um olíur á netinu og til er bók sem heitir Fats that kill, fats that heal skrifuð af Udo Erasmus, einum fremsta næringarsérfræðingi heims." Fyrir skömmu tók Þorbjörg þátt í panelumræðum á þingi í Óðinsvéum sem bar yfirskriftina Hvað hafa notendur heilbrigðisþjónustunnar þörf fyrir á 21. öldinni? „Þar kom fram að breyta þyrfti skilgreiningum á heilbrigði og sjúk- leika og líta þyrfti á sjúkdóma meira heildrænt út frá sálrænum, líkamlegum og tilfinningalegum þáttum. Heil- brigðiskerfið endurspeglar þær skilgreiningar sem eru í gildi og önnur viðhorf skapa óöryggi hjá læknum. Þetta kemur til með að breytast í framtíðinni. Eftir því sem tæknivæðingin og tölvuvæðingin þróast og hraðinn eykst, því meir krefjumst við nærveru, réttra og nákvæmra upplýsinga o.s.frv. Þörfin fyrir að leita inn á við eykst, hugtök eins og uppruni, náttúra, friður, kærleikur, nærvera og sjálfsábyrgð verða ríkjandi í framtíðinni. Við viljum að það sé litið á okkur sem heilsteyptar manneskjur á öllum sviðum. Ég er að reyna að koma á móts við þessar þarfir í starfi mínu og í persónulegu lífi. Við Solla erum að reyna að miðla þessu á námskeiðunum okkar. Og þetta er áskorun fyrir alla á nýrri öld.“ EES-vinnumiðlunin EURES (European Employment Services) er samstarf um vinnumiðlun milli ríkja á Evrópska efnahagssvæð- inu (EES), íslenskt heiti þess er EES-vinnumiðlunin. Heimasíða EES-vinnumiðlunarinnar er undir heimasíðu Vinnumálastofnunar: www.vinnumalastofnun.is. Þeim hjúkrunarfræðingum sem eru að leita að störfum erlendis er bent á síðuna en þar er að finna ýmsar upplýsingar. Til að leita að auglýstum störfum á EES- vinnumarkaði þarf að velja „EURES“ og svo „Job Search". Þar er hægt að skoða möguleika eftir löndum, landsvæðum og starfsgreinum. Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 76. árg. 2000 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.