Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Qupperneq 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Qupperneq 28
„Hef verið með fæðuóþo íí Ingunn Sigurgeirsdóttir, fjármála- stjóri Féiags íslenskra hjúkrunar- fræöinga, var meðal þátttakenda á námskeiði um lífsorku kvenna. Hún hefur verið með fæðuóþol frá því hún var barn. „Ég borðaði t.d. aldrei saltkjöt og aldrei kartöflur, og það hefur líklega bjargað mér að ég var ekki látin borða þann mat sem ég þoldi illa.“ Hún segir að hún hafi verið með stöðuga magaverki frá því hún var um tvítugt en þann tíma hafi hún ekki passað vel upp á mataræði. Rúmum áratug síðar var maginn iðulega uppblásinn, jafnvel þannig að hún komst ekki í föt og í kjölfarið fylgdu ótal rannsóknir. Það eina sem kom út úr þeim var að hún var með mjólkuróþol. Hún segist hafa séð viðtal við Þorbjörgu á Stöð 2 og hugsað með sér að þetta væri eitthvað fyrir hana og er ánægð með námskeiðið. „Það er oft erfitt að finna út hvað má borða þegar fólk er með fæðuóþol og gott að fá fræðslu og upplýsingar um það sem hægt er að borða í staðinn," segir hún. Hún segir höfuðverk, þreytu og orkuleysi hafa fylgt sér alla tíð. Hún segist hafa fundið mikla breytingu á sér á nám- skeiðinu, þó að hún hafi orðið vör við höfuðverk og ýmis fráhvarfseinkenni sem fylgja breyttu mataræði. „Ég var miklu orkumeiri þegar ég kom heim og litarháttur minn breyttist til betri vegar." Hún hefur breytt mataræðinu frá því hún kom heim og segir að sér líði mun betur en áður ...og á eftir að líða enn betur." Það taki tíma fyrir líkam- ann að venjast breyttu fæði. „Við erum einnig vön að nota ákveðnar vörur við matargerð og það tekur tíma að venjast öðrum.“ Hún segir mikið vanta á fræðslu til almennings varðandi mataræði og of algengt sé að fólk borði óhollan mat og skyndibitafæði. Það sé ekki síst slæmt fyrir þá kynslóð sem er að vaxa úr grasi og eflaust ástæða þess að margir eigi við fæðuóþol að stríða. - vkj HUGSAÐU HLYTT TIL HUÐARINNAR ICELAND Ef þú vilt byggjo upp og viðholdo nóttúrulegum roka húðorinnor ættir þú a5 leita róðo hjó sjólfri nóttúrunni. Blue Lagoon rakokremið geymir einstoko samsetningu af söltum úr Blúa lóninu sem stuðlo aö heilbrigðu rokojofnvægi í húðinni. Þoð er sérstoklego gott sem dagleg húðvernd ó allan líkamonn, jafnt fyrir börn og fullorðno. Blue Logoon rakakremið er án ilmefna, fer sérstaklego vel meö viökvæma og þurra húÖ og mýkir einnig exem og psoriasis húö. Blue Lagoon vörurnar fást í apótekinu. www.bluelagoon.is \ \ 92 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.