Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Blaðsíða 29
Kveð a frá Neskauostað
Ýmsar nýjungar hafa orðið í starfsemi Fjórðungs-
sjúkrahússins í Neskaupstað á síðustu árum
Á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað (FSN) eru 43
rúm sem skiptast í 32 rúm á handiæknis- og lyflæknis-
deild, þar af eru 6 rúm á fæðingargangi, og 11 rúm á
öldrunardeild. Innlagnir hafa verið á bilinu 800-1.015 síð-
ustu þrjú ár. 33% sjúklinga koma frá Neskaupstað en 67%
annars staðar að. Fæðingar eru 40-60 á ári og þar af eru
4-6 keisaraskurðir. Aðgerðir á skurðstofu eru á bilinu
400-460 árlega, meðal annars speglanir. Bráðaaðgerðir
eru 70 til 80. FSN er eina bráðasjúkrahúsið sem er
algjörlega reyklaust. Það hefur komið okkur á óvart hversu
vel hefur gengið að framfylgja því og sem dæmi má nefna
að sjúklingar hafa hætt reykingum í kjölfar bráðainnlagnar
og látið okkur vita að þeir séu enn reyklausir að ári liðnu.
Endurhæfingarnámskeið
Undanfarin fimm ár hafa verið haldin tvö til þrjú endurhæf-
ingarnámskeið á hverju ári fyrir hjarta- og lungnasjúklinga.
Endurhæfing miðar að því að gera þann sem misst hefur
færni eða getu hæfan á nýjan leik. Flún er unnin í þverfag-
legri teymisvinnu, en í teyminu eru Björn Magnússon,
lyflæknir og sérfræðingur í lungnasjúkdómum, Anna Þóra
Árnadóttir og Fleiðrún Snæbjörnsdóttir sjúkraþjálfarar og
Anna Sigurveig Ólafsdóttir og Ruth Guðbjartsdóttir
hjúkrunarfræðingar.
Endurhæfing er fyrir sjúklinga sem farið hafa í hjarta-
aðgerð eða kransæðaútvíkkun eða hafa aðra hjartasjúk-
dóma og einstaklinga með langvinna lungnasjúkdóma.
Markmið er að auka þrek og hindra framgang sjúkdóms
með þjálfun og fræðslu um áhættuþætti. Mikilvægt er
einnig að auka vellíðan og sjálfsöryggi sjúklings. Hér er
HL hópurinn.
í tækjasalnum.
bæði um grunn- og viðhaldsþjálfun að ræða. Námskeiðin
hefjast með þrek- og áreynsluprófum til að meta og greina
sjúkdómsástand hvers og eins. Við höfum nýlega eignast
fullkominn tækjabúnað til þolprófunar, einnig er hér góð
þjálfunaraðstaða með tækjasal og sundlaug. Við upp-
lýsingasöfnun eru gerðar hjúkrunargreiningar, markmið
sett fram í samvinnu við sjúkling og hann fær stuðning og
hvatningu til að ná þeim. Flóparnir eru litlir, sjö til tíu manns
sem koma víða af Austurlandi.
Námskeiðin standa í 4 til 6 vikur í senn og eru byggð
upp með fræðslu, þjálfun, slökun og afþreyingu. Stunda-
skrá er frá klukkan átta til fjögur á daginn. Fyrir hádegi eru
leikfimi og sund, auk þess er hjólað á þrekhjóli, eftir
hádegismat er farið út í göngu í fylgd sjúkraþjálfara og
hjúkrunarfræðings og síðan fer fram slökun. Eftir kaffi er
fræðsla í fyrirlestraformi. Læknir sér um fræðslu um sjúk-
dóma og lyfjameðferð. Sjúkraþjálfarar um áhrif þrek-, þol-
og viðhaldsþjálfunar, síðan sjá hjúkrunarfræðingar um
fræðslu um streitu og streitustjórnun, mataræði og
breyttan lífsstíl. Reykingarvarnir er einnig stór þáttur í
fræðslunni og stuðningur við þá einstaklinga sem eru að
takast á við að hætta reykingum.
Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 2. tbl. 76. árg. 2000
93