Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Qupperneq 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Qupperneq 30
Hvíldarstund i gönguferðinni. í slökun. Eldað ofan i mannskapinn. Síðast en ekki síst er lögð áhersla á afþreyingu sem hefur verið í ýmsu formi, s.s. línudans, myndlist, föndur, spilastundir o.s.frv. í lok námskeiðs elda allir saman hollustukvöldverð, bæði sjúklingar og starfsfólkið í teyminu. Fjör, glens og gaman hafa einkennt þessar stundir og allir hafa fundið samkennd og gleði yfir árangri innan hópsins. Fyrir útskrift er árangur hvers og eins metinn með þrek- og þolprófi, öndunarmælingu og viðtölum þar sem metið er hvort settum markmiðum hefur verið náð. Hver og einn fær skriflega úttekt á mælingum fyrir og eftir útskrift. Markmið okkar allra er að fá fólk til að halda áfram þjálfun og viðhalda breyttum lífstíl. Svo vitnað sé í orð hjarta- sjúklings tveimur árum eftir þátttöku hans í endurhæfingar- námskeiði „glæddi mig nýju lífi, setti í mig kraft, ekki síst andlega, breytti lífsháttum mínum og kom mér á nýja braut’’ (Hálfdán Haraldsson fyrrverandi skólastjóri). 94 Fjarfunda- og fjarlækningabúnaður Þessi búnaður var gefinn af Krabbameinsfélagi Austfjarða og hefur komið að góðum notum. Unnt er t.d. að senda út speglanir til annarra landshluta frá FSN öðrum til fróðleiks eða til að fá sérhæfða ráðgjöf. Vikulega eru sendir út fræðslufundir frá FSA, auk þess sem við höfum miðlað fræðslu til annarra á landsbyggðinni. Spegianir Fjórðungssjúkrahúsið eignaðist mjög góðan speglunar- búnað fyrir tveimur árum og með honum geta læknar gert speglanir á berkjum, maga, ristli, blöðru, kviðarholi og liðum. Svefnrannsóknartæki Svefnrannsóknartæki sem gefin eru af Rauða kross deild Norðfjarðar eru væntanleg innan nokkra daga. Þessi tæki eru notuð til greiningar á svefnröskunum og nýtast einnig til að taka heilalínurit og til rannsóknar á sýrubakflæði. Þessi tækjabúnaður mun styrkja og efla heilbrigðisþjónust- una á Austurlandi. Hjúkrun Eins og sjá má er hjúkrunin á breiðum grundvelli og við höfum tekið upp einingarhjúkrun (modular nursing). Við störfum í teymisvinnu, handlæknisteymi og lyflæknisteymi, og skiptum okkur niður á hin ýmsu svið hjúkrunar, t.d. bráðahjúkrun, hjarta- og lungnahjúkrun, verkja- og krabbameinshjúkrun og geðhjúkrun, svo eitthvað sé nefnt. Fundir eru haldnir hálfsmánaðarlega innan hvers teymis og eru nýttir til að miðla fræðslu meðal starfsfólks. Við teljum að sjúkrahúsið okkar búi yfir góðum tækja- búnaði og húsnæði. Starfsfólkið er metnaðarfullt og við fáum hér sérfræðiþjónustu frá ýmsum sviðum. Það sem okkur vantar er hjúkrunarfræðingar og teljum við að hérna væri áhugaverður starfsvettfangur fyrir nýútskrifaða hjúkr- unarfræðinga, sem og reynda hjúkrunarfræðinga. Framtíðarsýn Áformað er að setja upp endurhæfingardeild sem starf- rækt yrði allt árið og þjóna myndi öllu Austurlandi og stytta biðlista á öðrum endurhæfingardeildum. Á sjúkrahúsinu er gamall skurðstofugangur sem hentar vel fyrir slíka starf- semi en þarf endurbóta við. Einnig er nauðsynlegt að fá stöðuveitingu fyrir iðjuþjálfara. Tölvusneiðmyndatæki myndi styrkja og bæta þjónustuna við Austfirðinga. Til að sporna við flótta frá landsbyggðinni teljum við að einn mikilvægasti þátturinn sé að tryggja íbúum góða og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Kveðja, Anna Sigurveig Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur Ruth Guðbjartsdóttir, hjúkrunarfræðingur Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.