Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Page 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Page 32
Yfírlýsing frá stjórn 'f'éU^s íslmkrA kjúkrunAY'fYveðii^A í tilefni af fyrirspurn Ögmundar Jónassonar, alþingismanns og formanns BSRB á Alþingi um launaþróun í heilbrigðis- þjónustu og svari fjármálaráðherra vill stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga koma eftirfarandi á framfæri. Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga lýsir yfir undrun og vonbrigðum með þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við fyrirspurnina og svör við henni. Stjórnin er mjög hlynnt því að gerð sé heildarúttekt á launum og launaþróun í heilbrigðisþjónustu. Að mati stjórnar félagsins er öll úttekt á kjörum hinsvegar marklaus ef ekki er tekið mið af vinnutíma, ábyrgð og menntun. Því telur stjórnin að laun og launaþróun heilbrigðisstétta verði að skoðast í samhengi við sambærilegar stéttir. Hér er átt við fagstéttir í heilbrigðiskerfinu með svipaða menntun að baki sem sinna sambærilegum ábyrgðarstörfum. í fyrirspurn Ögmundar er óskað eftir upplýsingum um mánaðarlaun (föst laun og grunnlaun ef þau eru önnur) hjúkrunarfræð- inga, lækna, sjúkraliða og aðstoðarfólks. í svari fjármála- ráðherra kemur fram að erfitt sé að svara fyrirspurninni m.a. vegna þess að ekki sé hægt að fá upplýsingar um röðun einstakra starfsheita úr launakerfunum eins og áður var. Fjármálaráðherra velur að svara fyrirspuminni, hvað varðar hjúkrunarfræðinga, með því að bera saman heildar- laun allra hjúkrunarfræðinga án sundurliðunar eftir stöðu- heitum og án tillits til vinnutíma og vaktaálags, í janúar 1997 og í janúar 2000. Þetta gefur mjög villandi og rangar upplýsingar og eftir þessu var ekki spurt. Hjúkrunarfræðingar eru fjölmennasta háskólamenntaða starfstéttin í heilbrigðiskerfinu þar sem konur eru í miklum meirihluta og störf hjúkrunarfræðinga fela í sér mikla ábyrgð. Hjúkrunarfræðingar hafa á undangengnu samn- ingstímabili náð ákveðnum árangri og ættu forsvarsmenn allra launasamtaka í landinu að fagna því. Það skal þó tekið fram að þótt talsverður árangur hafi náðst, hefur fullri leiðréttingu þó ekki verið náð þannig að hjúkrunarfræð- ingar þiggi laun í samræmi við menntun og ábyrgð. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á fjármála- ráðuneytið að endurvinna úttekt sína á heildarlaunaþróun heilbrigðisstarfsmanna og þá út frá mun fleiri heilbrigðis- stéttum en gert var og í samráði við samtök þeirra. f.h. Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Herdís Sveinsdóttir, formaður ^KtAiAbo^AÍ/^ArtA - ný herferð í tengslum við ráð- stefnu ráðherra aðildarríkja WHO Ráðstefna ráðherra aðildaríkja WHO varðandi málefni hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra verður haldin í Munchen í Þýskalandi 15.-17. júní nk. Með henni gefst einstakt tæki- færi til að sameina meira en 5 milljónir Ijósmæðra og hjúkrunarfræðinga sem starfa í Evrópu. í tilefni af ráðstefn- unni munu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, Alþjóða- samtök hjúkrunarfræðinga, ICN og Alþjóðasamtök Ijós- mæðra, ICM, efna til herferðar til að bæta heilsu almenn- ings í löndunum. Tilgangur herferðarinnar er einnig að leggja áherslu á mikilvægi þessara stétta í heilbrigðiskerfum landanna og sýna fram á hvað þær geta áorkað varðandi bætta heilsu allra. í tengslum við ráðstefnuna verður haldin hátíð þar sem ráðherrar munu undirrita sáttmála þar sem lofað er stuðningi við að Ijósmæður og hjúkrunarfræðingar verði leiðandi afl í heilbrigðiskerfinu og að hindrunum sem vinna gegn því markmiði verði rutt úr vegi. Öll 51 aðildarríki Evrópudeildar WHO vinna nú í sam- ræmi við 21 markmið áætlunarinnar Heilsa á 21. öldinni. 96 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.