Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Side 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Side 34
söfnunaraðferðir eru sérstaklega til umfjöllunar, t.d. þróun og notkun spurningalista, viðtala og vettvangsathuguna til að safna rannsóknargögnum. Þá er og fjallað um notkun lýsandi og túlkandi tölfræði í megindabundinni aðferða- fræði, svo og aðferðir við greiningu gagna í eiginda- bundnum rannsóknum. Námsmat: a) Þróun spurningalista. b) Taka og greining þriggja viðtala. c) Þrjár vettvangsathuganir. d) Rannsóknar- áætlun. (Research Methodology) og Gagnasöfnunaraðferðir (Research Methods) áður en hægt er að hefja meistara- gráðuritgerðina. Meistaragráðuritgerðin gerir nemanda kleift að auka þekkingu sína á því sviði hjúkrunarfræðinnar sem hann velur. Hann þróar hæfni sína til að nota rann- sóknarferlið og leggur sitt af mörkum til þekkingargrunns hjúkrunarfræðinnar. Námsmat: Meistaragráðuritgerð (um 20.000 orð) og tímaritsgrein byggð á henni. Hjúkrunarstjórnun (Nursing Leadership) Námstími: Vormisseri 2002. 120-150 námsstundir (5 einingar). Umsjónarkennari: Ingibjörg Þórhallsdóttir, lektor HA. Námslýsing: Stöðugar og í sumum tilvikum róttækar breytingar á heilbrigðisþjónustunni kalla á dýpri þekkingu á stjórnunarfræði. Þess er vænst af heilbrigðisstarfsmönnum á öllum sviðum að þeir skilji framlag fræðigreinar sinnar innan heilbrigðisþjónustunnar og hvernig hún nýtist sem best. Hjúkrunarstjórnendur þurfa að skilja framlag hjúkr- unar og hjúkrunarfræðin þarfnast einstaklinga sem tilbúnir eru að þroska leiðtogahæfileika sína. Námsmat: Tvö verkefni. Sérfræði innan hjúkrunarfræði (Exploring Expert Practice) Námstími: Haustmisseri 2002. 120-150 námsstundir (5 einingar). Umsjónarkennari: Helga Bragadóttir, hjúkrunarfræð- ingur MSc Námslýsing: Þetta námskeið felur í sér skoðun á grundvallaratriðum þess að vera sérfræðingur í hjúkrunar- fræði. Lögð er áhersla á sjúklingsmiðaða hjúkrun, þróun meðferðarsambands við skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra og þróun samstarfssambands við aðra innan heil- brigðisstarfsmannateymis. Grundvallarhugtök innan hjúkr- unarfræðinnar eru skoðuð ásamt því samhengi sem þau eru í. Að lokum gefst tækifæri í námskeiðinu til að kryfja þá þekkingu sem fyrir er á sérsviði hvers og eins innan hjúkrunarfræðinnar. Námsmat: Ritgerðir. Meistaragráðurannsókn (Dissertation) Námstími: Vor- og haustmisseri 2002. U.þ.b. 500 námsstundir (30 einingar). Umsjónarkennari: Sigríður Halldórsdóttir prófessor. Námslýsing: Ljúka verður áföngunum Aðferðafræði 98 Verkefni nemenda sem útskrifuðust í ár Christer Magnusson, hjúkrunarfræðingur, MSc Hjartaáfall: upplifun sjúklinga og hjúkrunarfræðinga Hvernig er eiginlega reynslan af bráðum hjartavanda- málum? Rannsóknir á þessu sviði hafa aðallega fjallað um tæknileg vandamál í sambandi við greiningu og meðferð. Rannsókn þessi er fyrirbærafræðileg, „heimspeki hvers- dagsleikans" þar sem spurt er sakleysislega um uppruna þess sem okkur finnst sjálfsagt og skoðuð bein reynsla okkar. Talað var við sjúklinga og hjúkrunarfræðinga um reynslu þeirra af bráðum hjartavandamálum, eins og kransæðastíflu, hjartsláttartruflun og hjartastoppi. Niður- stöður eru birtar sem þema úr frásögn viðmælanda og sem fyrirbærafræðileg samantekt. í Ijós kom að þegar einstaklingur fær hjartaáfall er honum efst í huga bið í óþolinmæði eftir hjálp I tvöföldum skilningi; hjálp við úrlausn vandamála og þörf fyrir nærveru annarra. Sú tilgáta er sett fram að tilfinningin fyrir því hversu aðkallandi er að leysa úr bráðu hjartavandamáli geti gert það að verkum að þörfin fyrir nærveru gleymist. Lýst er reynslu sjúklinga af því hvernig einkenni byrja, Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.