Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Page 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Page 36
Guðbjörg Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, MSc Hvernig upplífa krabba- meinssjúklingar samskipti sín við hjúkrunarfræðínga? Tilgangur þessarar eigindlegu rannsóknar var að kanna hvernig krabbameinssjúklingar upplifa þá hjúkrun sem þeir njóta. Tekin voru opin viðtöl við sex sjúklinga þar sem þeir voru beðnir um að segja frá hver reynsla þeirra var af samskiptum við hjúkrunarfræðinga. Viðtölin voru svo skráð og greind með aðferð The Vancouver School of Pheno- menology. Ákveðið var að velja eingöngu sjúklinga frá Landsspítalanum Fossvogi þar sem bæði göngudeild krabbameinssjúklinga og legudeildin eru blandaðar deildir en kannski ekki sérsniðnar að hjúkrun krabbameins- sjúklinga. Þar sem rannsókn þessi var hluti af meistaranámi rann- sakanda var tími til framkvæmda takmarkaður við eitt ár. Ætla má að niðurstöður rannsóknarinnar yrðu aðrar og gerð hennar flóknari ef sjúklingar á öllum deildum Landspítala tækju þátt. Líta má á það sem spennandi framtíðarverkefni að gera blandaða rannsókn bæði í Fossvogi og við Hringbraut, en til þess þarf meiri tíma og fleiri rannsakendur. Fram kom að sjúklingarnir voru yfirleitt mjög ánægðir með þau kynni sem þeir höfðu af hjúkrunarfræðingum og lýstu þeim sem faglegum, viðmótsþýðum og tillitssömum. Þó kom í Ijós að flestum fannst vanta meiri tengsl þar sem tækifæri gæfust til að ræða persónuleg málefni, einnig minntust þeir á að stundum vildu upplýsingar til þeirra gleymast. Þá var rætt um mikilvægi þess að „þekkja" þá hjúkrunarfræðinga sem annast sjúklingana, að ekki sé sífellt verið að skipta um starfsfólk því þá fari of mikill tími í að kynnast nýju fólki. Sjúklingunum fannst hjúkrunarfræðingarnir almennt hafa mikinn áhuga á starfi sínu. Gagnrýni þeirra beindist aðallega að atriðum sem orsökuðust vegna manneklu, skipulags hjúkrunarinnar og mikils vinnuálags hjúkrunar- fræðinganna. 100 Það er því umhugsunarefni fyrir hjúkrunarfræðinga hversu mikilvæg þátttaka í sjúkdómsferli sjúklinga er. Við erum ekki bara hópur starfsfólks heldur einstaklingar sem sjúklingarnir vilja læra að þekkja og treysta. Spurningin er: Höfum við alltaf svo mikið að gera að enginn tími vinnist til að sinna betur andlegri hlið hjúkrunar eða er það eitthvað annað sem stendur í veginum? Hólmfríður S. Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur, MSc Samskipti hjúkrunarfræðínga og skjólstæðinga þeirra á einni sjúkradeild á dreifbýlissjúkrahúsi á íslandi? Markmiðið með þessari rannsókn er að kanna menningu á sjúkradeild á dreifbýlissjúkrahúsi á íslandi. í rannsókninni er lögð áhersla á að greina hugmyndafræðilegan og skipulags- legan ramma deildarinnar með tilliti til hjúkrunar og kanna hvort hjúkrunarfræðingar veiti skjólstæðingsmiðaða hjúkrun. í skjólstæðingsmiðaðri hjúkrun er m.a. lögð áhersla á myndun meðferðarsambands milli hjúkrunarfræðinga og skjólstæðinga þeirra sem stuðlar að árangursríkri hjúkrun. Sú rannsóknaraðferð sem notuð var til að leita svara við rannsóknarspurningunni „Hvaða hugmyndafræðllegur og skipulagslegur rammi mótar samskipti hjúkrunarfræð- inga og skjólstæðinga þeirra á einni sjúkradeild á dreif- býlissjúkrahúsi á íslandi" er eigindleg. Söfnun gagna var þannig háttað að rannsakandi var þátttakandi í starfsemi deildarinnar og skrifaði nákvæma dagbók. Við gagna- söfnun voru tekin viðtöl við einn hjúkrunarfræðing, sem kallast aðalheimildarmaður og notuð blanda af hálf- stöðluðu viðtali og opnu viðtali. Niðurstöður rannsóknarinnar benda sterklega til þess að hjúkrunarfræðingar eigi erfitt með að veita skjólstæð- ingsmiðaða hjúkrun í sjúkrahúsumhverfinu. í rannsóknar- Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.