Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Side 37
niðurstöðunum kemur m.a. fram að tveir grundvallarþættir,
tímaskipulag og samskipti milli hjúkrunarfræðinga og
annara fagstétta, virðast hindra hjúkrunarfræðinga í að
veita skjólstæðingsmiðaða hjúkrun. Á deildinni þar sem
þessi rannsókn er gerð þurftu hjúkrunarfræðingar að vera
á tveimur stöðum á sama tíma, á milli kl. 09:00 og 10:30.
Af þessari niðurstöðu er dregin sú ályktun að þessi skörun
á tíma hindri hópvinnu sem er ein af forsendum fyrir
skjólstæðingsmiðaðri hjúkrun. Einnig benda niðurstöður
rannsóknarinnar til þess að til að skapa og viðhalda
einhvers konar einingu innan sjúkrahúsumhverfisins virðast
hjúkrunarfræðingar vera félagsmótaðir sem undirstétt.
Samskipti þeirra við aðrar fagstéttir, sérstaklega þær sem
eru settar fyrir „ofan“ þá, bera merki slíkrar undirokunar.
Laura Sch. Thorsteinsson
hjúkrunarfræðingur, MSc
Gæði hjúkrunar frá sjónarhóli
eínstaklinga með langvinna
sjúkdóma
í þessari rannsókn voru kannaðar með eigindlegri aðferða-
fræði upplifun og skynjun einstaklinga með langvinna
sjúkdóma á gæðum hjúkrunar. Upplýsingar voru fengnar
með opnum viðtölum við 11 einstaklinga með langvinna
sjúkdóma, sem legið höfðu á Landspítala, Fossvogi eða
Landspítala Hringbraut á árunum 1997-1998. Viðtölin
voru greind samkvæmt Vancouver aðferðafræðinni varð-
andi fyrirbærafræði.
Helstu niðurstöður voru þær að umræddir einstaklingar
töldu sig að mestu hafa fengið gæðahjúkrun í heilbrigðis-
kerfinu og voru að flestu leyti ánægðir með störf hjúkr-
unarfræðinga.
Niðurstöðurnar sýndu jafnframt að gæði hjúkrunar voru
nátengd þeim hjúkrunarfræðingum sem hjúkrunina veittu
og því var persónulegum eiginleikum þeirra iðulega lýst.
Nefnd voru atriði, svo sem að þeir væru velviljaðir,
elskulegir, umhyggjusamir, hefðu góða framkomu, sýndu
faglega færni o.s.frv. Sérstakan áhuga vakti að margir
hjúkrunarfræðingar virtust beita kímni við störf sín og
kunnu einstaklingarnir í rannsókninni því vel; „næring fyrir
sálina" sagði einn þeirra. Þeir sem fannst þeir ekki hafa
fengið gæðahjúkrun lýstu þeim hjúkrunarfræðingum sem
slíka hjúkrun veittu sem áhugalausum, frumkvæðislausum
og með litla þjónustulund.
Ytri þættir, svo sem vistarverur, aðbúnaður og matur
skiptu einstaklingana minna máli í þessu sambandi en
eiginleikar og framkoma hjúkrunarfræðinganna.
Einstaklingarnir lýstu því að gæðahjúkrun hefði í för
með sér öryggis- og vellíðunartilfinningu.
Líklegt má telja að niðurstöður þessarar rannsóknar geti
gefið einhverjar vísbendingar um gæði heilbrigðisþjónustu
almennt. Þá geta rannsóknarniðurstöðurnar haft margvís-
legt notagildi fyrir hjúkrun, kennslu, stjórnun og rannsóknir.
Rannsóknin undirstrikar mikilvægi þess að kanna
skoðanir skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar á henni og
upplifun þeirra varðandi gæði í þeim tilgangi að bæta
þjónustuna.
Sigfríður Inga Karlsdóttir,
Ijósmóðir og hjúkrunar-
fræðingur, MSc
Ánægja barnshafandí kvenna
með þjónustu Ijósmæðra í
mæðravernd
Þessi megindlega rannsókn lýsir upplifun barnshafandi
kvenna af þeirri þjónustu sem þær fengu frá Ijósmæðrum
á heilsugæslustöðvum á þremur stöðum á landinu.
Gagnasöfnun fór fram í mæðravernd Heilsugæslustöðvar-
innar á Akureyri, í mæðravernd á Sólvangi í Hafnarfirði og
á göngudeild, kvennadeildar Landspítalans í Reykjavík.
Alls voru 256 konur í úrtakinu og 232 þeirra svöruðu
spurningalistunum, það gaf 91,3% svörun sem telst mjög
góð svörun í megindlegum rannsóknum.
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000
101