Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Síða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Síða 38
Meginniðurstöður voru þær að 68,6% kvennanna voru mjög ánægðar þegar litið var á alla þætti mæðravernd- arinnar, 29,7% voru frekar ánægðar, 1,3% hvorki ánægðar né óánægðar og 0,4% sögðust vera mjög óánægðar með þjónustuna í heild. Þegar litið var á einstaka þætti þjónustunnar voru það þættir eins og hversu ánægðar konurnar voru með upp- lýsingar og fræðslu sem þær fengu, lengd viðtals, ánægja með viðmót Ijósmóðurinnar, ánægja með samfellu í þjón- ustunni og áhugi Ijósmóðurinnar á starfi sínu sem höfðu mest áhrif á það hvernig þær mátu þjónustuna í heild. Það virtist líka hafa mikil áhrif á ánægju kvennanna með þá þjónustu sem þær fengu frá Ijósmæðrunum ef þeim fannst mátulega langur tími milli koma í mæðraverndina og ef þær þurftu ekki að bíða lengi í biðstofunni eftir því að komast inn til Ijósmóðurinnar. Einnig skipti miklu máli ef þeim fannst þær tengjast Ijósmóðurinni og að þær gætu náð í hana í síma þegar þær þyrftu. Rannsóknin hefur tvímælalaust mikið gildi varðandi þjónustu við barnshafandi konur og maka þeirra. Nokkrar breytingar hafa orðið á þeirri þjónustu sem barnshafandi konum og mökum þeirra stendur til boða, meðal annars hefur tími sem hefur verið ætlaður í hverri komu verið lengdur, meiri áhersla hefur verið lögð á að sama Ijósmóðirin sinni fólkinu frá upphafi meðgöngunnar og á sumum stöðum allt að viku eftir fæðingu barnsins. Sárlega hefur vantað upplýsingar um hvernig konur vilja hafa þá mæðravernd sem Ijósmæður sinna á heilsugæslustöðvum um landið þannig að þær breytingar sem framundan eru byggist meðal annars á óskum hinna verðandi foreldra en að ekki sé eingöngu tekið tillit til kostnaðar við mæðravernd. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Hjúkrunarfræðingar Fjórðungssjúkrahúsið á Akuregri óskar eftir hjúkrunarfraeðingum til starfa. hað eru lausar stöður á: gjörgæsludeitd, lyfjadeild, barnadeild, öldrunardeitdum. Ennfremur eru lausar stöóur vegna sumarafleysinga á öórum deildum. Starfstími og starfshlutfall eftir samkomulagi. Einskaktingsbundin aðlögun í boði. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu framkvæmdastjóra hjúkrunar. Laun samkv. gitdandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri hjúkrunar, sími 463-0273, netfang thora@fsa.is Reyklaus vinnustaður. OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA AI.I.AN SÓLARHRINGINN AÐALSTRÆTI 4B • 101 REYKJAVÍK Davíð Inger Ólafur Utfararstj. Umsjón Útfararstj. LIKKISTUVINNUSTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR fáfef 1899 102 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.