Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Side 41
Brot úr starfsáætlun og ályktunum sem samþykktar voru á
aðalfundi Bandalags háskólamanna 31. mars og 1, apríl 2000
Úr starfsáætlun
Markmið Bandalags háskólamanna er og verður að
menntun háskólamanna sé virt sem forsenda þróunar og
framfara og hún metin að verðleikum (sjá nánar á
www.bhm.is).
Meginverkefni BHM á árunum 2000 og 2001 eru
eftirfarandi:
Almennt
• Að vinna að endurskoðun laga um kjarasamninga
opinberra starfsmanna með það að markmiði að ein
vinnulöggjöf gildi um íslenskan vinnumarkað. í
tengslum við þá endurskoðun verði tryggt að verk-
fallsréttur fylgi samningsrétti við einstakar stofnanir,
• að aðstoða aðildarfélögin við að efla trúnaðarmanna-
kerfi sín,
• að hafa frumkvæði að því að kanna hvort og hvernig
félög geti sameinast um trúnaðarmenn á stofnunum
þar sem fieiri en ein fagstétt starfar,
• að móta stefnu varðandi félagsmenn á almennum
vinnumarkaði,
• að efla rannsóknir á kjörum félagsmanna,
• að stuðla að því að ákvæðum kjarasamninga um
athugun á áhrifum nýs launakerfis sé framfylgt,
• að tryggja réttarstöðu félagsmanna við breytt eignar-
og rekstrarform stofnana;
Innra starf
• að skipuleggja upplýsingastreymi innan bandalagsins,
þannig að gögn og þekking þess verði ávallt
aðgengileg aðildarfélögum,
• að stjórn BHM haldi fundi með forystu einstakra
aðildarfélaga,
• að styrkja tengsl og skapa vettvang fyrir samskipti
innan bandalagsins,
• að einfalda rekstur bandalagsins og gera hann
skilvirkari;
Kjarasamningar 2000
• að ná samningum um réttindi opinberra starfsmanna,
• að halda kjararáðstefnu í maí 2000. Á þeirri ráðstefnu
verði m.a. ákvarðað nánar hvert verði hlutverk BHM við
gerð komandi kjarasamninga,
• að halda samningastefnu og samningatækninármskeið
að hausti 2000,
• að koma á vettvangi fyrir lifandi gagnvirka kjara-
umræðu.
Úr ályktunum um kjara- og réttindamál og
vinnuumhverfi
Aðalfundur Bandalags háskólamanna:
1. Leggur til að skipuð verði sjálfstæð milliþinganefnd
sem hafi það hlutverk að móta stefnu í málefnum
háskólamanna gagnvart almenna vinnumarkaðnum.
Markmiðið er að auðvelda aðildarfélögum að ná
kjarasamningi við atvinnurekendur.
2. Beinir því til stjórnar BHM að hún beiti sér fyrir könnun
á launakjörum háskólamenntaðra manna á íslenskum
vinnumarkaði þar sem sérstaklega verði borin saman
kjör starfsmanna ríkis, sveitarfélaga, sjálfseignastofn-
ana og starfsmanna almenna vinnumarkaðarins.
3. Beinir því til stjórnar BHM að hún kanni meðal aðildar-
félaganna álit þeirra á helstu kostum og göllum á
framkvæmd dreifstýrðs launakerfis.
4. Felur stjórn bandalagsins að samræma aðgerðir
þeirra aðildarféiaga sem þess óska gagnvart stofn-
unum sem hafa ítrekað beitt öllum brögðum til að
komast hjá því að fara að gerðum samningum eða
þegar ekki næst niðurstaða í samstarfsnefnd.
5. Áréttar sameiginlega kröfugerð heildarsamtaka opin-
berra starfsmanna frá haustmánuðum 1999 varðandi
fæðingarorlof og veikindarétt.
6. Vinnulöggjöf í landinu verði samræmd. Tekið verði
sérstakt tillit til breytts samningsumhverfis hjá aðildar-
félögum BHM, þannig að verkfallsréttur verði dreif-
stýrður eins og samningsrétturinn.
7. Réttur trúnaðarmanna til upplýsinga verði virtur, þar
með talin réttindi til upplýsinga um launakjör umbjóð-
enda þeirra. Heimild til fjarvista án skerðingar á
iaunum verði aukin. Áréttuð er kröfugerð um réttar-
stöðu trúnaðarmanna sem lögð var fram á sameigin-
legum fundi BSRB, BHM og KÍ10. september 1999.
8. Gætt verði að því að stjórnarskrárvarið félagafrelsi
háskólamanna verði virt í hvívetna og íhlutun atvinnu-
rekenda eða annarra í frjálst val háskólamenntaðs
launafólks á stéttarfélagi verði ekki liðin.
9. Telur að samræma skuli og skýra ákvæði hvíldartíma-
105
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000