Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Blaðsíða 42
kafla kjarasamninga í komandi kjarasamningum með það að markmiði að ekki sé vafi um vinnuverndar- tilgang þeirra. 10. Áréttar að stéttarfélögum verði fengin virkari úrræði til þess að fylgja eftir brotum á kjarasamningsbundnum hvíldartímareglum. 11. Vill að Vinnueftirliti ríkisins verði fengin virkari úrræði til þess að bregðast við öðrum brotum gegn vinnu- verndarlöggjöfinni, ekki síður hjá opinberum stofn- unum en hjá fyrirtækjum. 12. Telur að samræma og skýra þurfi ákvæði um hvernig taka skuli út yfirvinnu í fríi. Ályktun um skattamál Aðalfundur Bandalags háskólamanna leggur áherslu á að tekið verði tillit til fjárfestinga einstaklinga í menntun og að skattakerfið verði nýtt sem stjórntæki til þess að lækka áhrif jaðarskatta. Þessu má ná fram með að: • Námsmenn geti að námi loknu nýtt persónuafslátt sem safnast hefur upp á námstímanum eða að hluti af námslánaafborgunum dragist frá tekjuskattstofni. • Vextir af námslánum verði meðhöndlaðir eins og vextir af húsnæðislánum með tilliti til vaxtabóta. • Kostnaður við símenntun verði frádráttarbær frá tekjuskattstofni. Kæru hjúkrunarfræðingar Ég tók við starfi hagfræðings hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga 1. febrúar 2000. Þrátt fyrir stuttan tíma í starfi hefur hann verið skemmtilegur og lærdómsríkur, ég hlakka því til þess að takast á við verkefnin sem fylgja þessu starfi. Ég lauk BS-gráðu í hagfræði við Háskóla íslands vorið 1991. Frá þeim tíma hef ég unnið í fjármála- ráðuneytinu, á Skattstofunni í Reykjavík og í Ráðhúsi Reykjavíkur, fyrst í hagdeild, síðan í fjármáladeild. Ég er gift og á tvö börn, 7 ára dreng og 20 mánaða stúlku. Ágætu hjúkrunarfræðingar, ég fagna því mjög að fá tækifæri til að vinna í ykkar þágu. Með von um gott og mikið samstarf. Helga Birna. Nýr starfsmaður á skrífstofu! Aðalfundur Bandalag háskólamanna leggur áherslu á að börn fái persónufrádrátt eins og aðrir einstaklingar og sá hluti persónufrádráttarins sem börn nýta sér ekki nýtist foreldrum til skattaafsláttar. Ályktun um málefni bótaþega Aðalfundur Bandalags háskólamanna haldinn 31. mars og 1. apríl 2000 vill hvetja stjórnvöld til sérstakra aðgerða vegna kjara þeirra sem þurfa að framfleyta sér á bótum almannatrygginga eða á öðrum opinberum bótum og skorar á stjórnvöld að leiðrétta raunlækkun þeirra síðustu ár. Það er réttlát krafa þessa fólks að geta framfleytt sér á viðunandi hátt og að tekjur þeirra fylgi almennri launaþróun í landinu. Aðalfundurinn vill jafnframt benda á þau grundvallarréttindi að bætur almannatrygginga verði ekki tengdar við tekjur maka. AA-fundir hjúkrunarfræðinga AA-fundir hjúkrunarfræðinga eru haldnir að Þing- holtsstræti 17 (í húsnæði Kvennakirkjunnar) fimmtudaga kl 17. Ég heiti Anna Árnadóttir og hlakka til að takast á við ný störf hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Ég lauk námi úr Verslunarskóla íslands og hef unnið við launaútreikn- ing, endurskoðun og önnur skrifstofustörf. Ég hef einnig rekið verslun og ferðaþjónustu. Til hamingju! Anna Lilja Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sem var gjaldkeri í fráfarandi stjórn Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, var ráðin framkvæmdastjóri fjárreiða og upplýsinga á Land- spítalanum frá 1. maí sl. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga óskar henni velfarnaðar í hinu nýja starfi. 106 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.