Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Qupperneq 44
fræðingar aðgang að tölvu til uppflettingar. Tölvan
kemur þannig í stað möppunnar og er eftirlit með
aðgangi að þessum upplýsingum f formi lykilorða sem
aðeins skilgreindur hópur hefur aðgang að. Læknar
hafa aðgang að sömu gögnum á skrifstofum sínum.
4. Útskriftarmat. Umfjöllun um árangur hjúkrunarmeð-
ferðar eða hindranir á árangri. Einnig er skráð hvernig
gengið hefur verið frá viðhaidsmeðferð og/eða annarri
þjónustu eftir útskrift. Byggt er á útskriftarviðtali. Þessi
hluti er enn á textaformi, en verið er að huga að
árangursmælikvörðum.
Markmið með þessari uppstokkun var að auka gæði
hjúkrunarskráningar og upplýsingaflæði til annarra starfs-
stétta. Það er mikilvægt í því þverfaglega vinnuumhverfi
sem við vinnum í. Áhersla var lögð á bætta skipulagningu
gagna, samhæfingu orðalags, einföldun vinnuumhverfis
(nýta tölvurnar til hagræðingar) og að skýringar á
ákvörðunartöku væru skráðar ef við átti. Það að gera
hjúkrunina sýnilega fyrir skjólstæðingum sem hluta af
meðferð var tilraun sem við vissum ekki hvort myndi takast.
Við vildum einnig forðast margskráningu og vonuðumst til
að með bættu skipulagi myndi tími með skjólstæðingum
aukast og vinnuumhverfi verða þægilegra. Lögð er áhersla
á að gögnin séu þannig sett fram að þau standist tímans
tönn sem hluti af sjúkraskrá, t.d. að samstarfsmenn séu
skráðir undir starfsheiti, en ekki fornafni eins og víða sést.
Eitt af markmiðunum var að gögnin gæfu sem skýrasta
mynd af hjúkruninni, ferli endurhæfingar og líðan skjól-
stæðings, jafnvel þó þau væru lesin eftir fimm ár. Stefnt
var að því að byggja upp vinnuumhverfi sem hægt væri að
nýta áfram þegar rafræn sjúkraskrá yrði að veruleika í
fyllingu tímans. Samræming á orðalagi og að orða það
sem við hjúkrunarfræðingar erum að gera var einn
þátturinn og sá erfiðasti.
Til að einfalda þessa vinnu og draga úr endurtekn-
ingum var unnið að söfnun algengustu hjúkrunarmeðferða
og hjúkrunargreininga í miðlægt Word skjal. Tengiliðir á
hverri deild vinna við upplýsingasöfnunina. Handbókin og
allir staðlarnir eru vistuð á móðurtölvu Reykjalundar og
aðgengileg á öllum deildum. Þannig var þróuð rafræn
handbók fyrir alla hjúkrunarfræðinga stofnunarinnar með
þeirra eigin framlagi. Þetta var upphaflega gert til að
minnka vinnu við innslátt því hægt er að nota „copy“ og
„paste“ til að flytja texta eða kafla úr handbókinni á blað
fyrir hjúkrunarmeðferð. Uppsetning og flokkun efnis, auk
tenginga við kóðakerfi (til undirbúnings á gagnagrunni fyrir
hjúkrun) er á hendi undirritaðrar. Við fórum einnig út í að
skoða hjúkrunarmeðferðir og tengsl þeirra við vandamál
sjúklinga, til að meta gæði þjónustunnar. Líklegt er að slík
vinna fari fram innan teymanna á næstu árum. Hver
starfsstétt mun án efa þurfa að skilgreina betur framlag sitt
í meðferð skjólstæðinga og auka þannig samhæfingu.
108
Rafræna handbókin inniheldur helstu greiningar og
meðferðir sem notaðar eru í endurhæfingahjúkrun á
Reykjalundi. Efnið er sett upp eftir Gordonslyklum og
notað er flokkunarkerfi NANDA, sem ekki þarf að kynna,
og verið er að flokka hjúkrunarmeðferðir eftir NIC (nursing
intervention classification). NANDA og NIC eru viðurkennd
flokkunarkerfi í hjúkrun og mun notkun þeirra gefa okkur
tækifæri til samanburðar við aðrar stofnanir innanlands og
stofnanir í öðrum löndum. Þessi flokkunarkerfi munu
einnig auðvelda okkur að mæla árangur hjúkrunarþjónust-
unnar því að þau tengjast viðurkenndu flokkunarkerfi
árangursmælinga sem nefnt eru NOC (nursing outcome
classification). Það skiptir miklu fyrir endurhæfingarhjúkrun
vegna þess að í þjónustusamningagerð er mikið rætt um
árangursmælingar. Til gamans get ég upplýst að
hjúkrunarfræðingarnir hafa nú þegar greint yfir 60 gerðir
hjúkrunarvandamála sem algeng eru á Reykjalundi og
algengustu meðferðarþættir (valkostir) eru um 6-10 fyrir
hvert þeirra. Lauslega áætlað eru þetta því 400-500
meðferðarliðir sem að svo komnu er búið að skilgreina.
Þeir voru áður lítt sýnilegir - einnig okkur hjúkrunar-
fræðingum sjálfum. Vegna skorts á gagnagrunni er ekki
enn tækifæri til frekari samantekta. Greiningahandbókin er
grunnur að gerð meðferðarstaðla sem verið er að þróa á
hverri deild fyrir tiltekna skjólstæðingahópa. Meðferðar-
staðlarnir eru síðan einstaklingshæfðir og stöðugt bætt inn
nýjum greiningum og meðferðum, en textinn er sóttur í
handbókina til að spara vinnu. Hún er ekki endanlega frá-
gengin enda lítum við á þetta sem stöðugt þróunar-
verkefni.
Stefnt er að gagnagrunni fyrir hjúkrun á Reykjalundi. Sá
grunnur þarf að vera hluti af þverfaglegri, rafrænni sjúkra-
skrá. Við erum að Ijúka undirbúningi fyrir slíkt vinnu-
umhverfi. Væntanlega mun framlag hjúkrunar birtast í
rafrænni sjúkraskrá og veita upplýsingar um líðan og fram-
vindu meðferðar hjá skjólstæðingum, en auk þess sem
tölfræðilegar upplýsingar um tegund og fjölda hjúkrunar-
greininga og -meðferða sem veittar eru. Slík gögn munu
bæði gera hjúkrun sýnilegri og bæta gæði þjónustunnar, ef
rétt er með þau farið. Það að þekkja þær breytur sem
unnið er með í hjúkrun og þann árangur sem hjúkrunar-
stéttin nær með hjúkrunarmeðferð er mikilvægt fyrir alla
hjúkrun í landinu.
Aukin fræðsla starfsmannna. Á vormánuðum 1999
var haldið námskeið í endurhæfingarhjúkrun fyrir sjúkraliða
og aðstoðarfólk við hjúkrun. Helsta efni var: Hjúkrun eftir
heilaáfall, hjúkrun gigtarsjúklinga, verkir og verkjameðferð,
slökun, gleði og ánægja (meðferð við þunglyndi). Einnig
var fjallað um samskipti við skjólstæðinga og boðleiðir
innan stofnunarinnar. Kennsla var í höndum hjúkrunar-
fræðinga Reykjalundar. Fékk þetta ákaflega góðar undir-
tektir og voru þáttakendur yfir 30 talsins. Á haustdögum
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000