Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Side 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Side 45
héldum við allmarga fræðslu- og umræðufundi fyrir hjúkr- unarfræðinga um gæði hjúkrunarskráningar í tengslum við átak í þeim efnum, eins og áður hefur komið fram. Einnig höfum við haft nokkra fræðslufundi um persónuvernd í tengslum við tölvuskráningu persónupplýsinga. Næsta vetur stefnum við að því að auka áherslu á þjónustu við aðstandendur. Endurhæfingarhjúkrun var kynnt hérlendis og erlendis. Tveimur hjúkrunarstjórum á Reykjalundi var á síðastliðnu ári boðið að halda fyrirlestra á alþjóðlegum hjúkrunarráð- stefnum. Ragna Valdimarsdóttir kynnti á hjúkrunar- ráðstefnunni Neuroscience in nursing niðurstöður rann- sóknar sinnar á fólki sem hefur fengið heilablóðfall. Þar naut hún aðstoðar Svövu Ingimarsdóttur. Steinunn Ólafs- dóttir fjallaði um skipulag á endurhæfingarhjúkrun lungna- sjúklinga á ráðstefnunni Nordisk kongress for syge- plejersker i lungemedicin og allergologi í Kaupmannahöfn. Þetta eru eftir því sem ég best veit fyrstu íslensku hjúkrunarfræðingarnir sem hafa flutt fyrirlestra um endur- hæfingarhjúkrun á erlendum hjúkrunarráðstefnum. Á ráð- stefnunni Hjúkrun 99 fluttu hjúkrunarfræðingar af Reykja- lundi tvo fyrirlestra. Annar fjallaði um rannsókn á árangri hjúkrunarmeðferða sem beitt er í verkjameðferð sjúklinga með langvinna verki og hinn um hugræna atferlismeðferð og þann árangur sem hefur náðst með henni. Á WENR- ráðstefnunni í vor verða tveir hjúkrunarfræðingar frá Reykjalundi með veggspjald um rannsókn á ungum konum með þunglyndi. Uppbygging rannsókna í endurhæfingu. Rann- sóknir tengdar Reykjalundi hafa ekki verið margar. Aðeins ein rannsókn hefur verið birt og var hún framkvæmd af hjúkrunarfræðingunum Guðbjörgu Rétursdóttur og Mar- géti Baldursdóttur. Það var rannsókn á áhrifum reykinga- varna á Reykjalundi og var samanburðarhópur fengin á Vífilstöðum. Þessi rannsókn var kynnt á veggspjöldum á alþjóðaráðstefnu hjúkrunarfræðinga í Vancouver í Kanada vorið 1997. Þar hlotnaðist þessum frumkvöðlum sá heiður að veggspjaldið var valið það besta á ráðstefnunni. Ein þverfagleg könnun sem gerð var á Reykjalundi hefur verið birt. Það var könnun á endurhæfingu eftir aflimun sem var gerð árið 1996 af Elísabetu Guðmundsdóttur, hjúkrunar- fræðingi, Hjördísi Jónsdóttur, lækni, og Kristínu Reynis- dóttur, sjúkraþjálfara. í dag er verið að vinna að hjúkrunarrannsókn á árangri hjúkrunarmeðferða við verkjum. Silvía Ingibergsdóttir, Olga Guðmundsdóttir og Anna Kristín Þorsteinsdóttir vinna að þeirri rannsókn. Einnig er í undirbúningi samanburðar- rannsókn við fyrrnefnda rannsókn á árangri reykingavarna og mun Jónína Sigurgeirsdóttir stýra henni. Handleiðsla er fengin frá Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði. Báðar rannsóknirnar hafa fengið styrk úr Oddssjóði. Margar fleiri hugmyndir eru að rannsóknum og er það markmið hjúkrunarstjórnenda að rannsóknir verði hluti af daglegu vinnuumhverfi. Eins og þið sjáið er hjúkrunarfræðingum á Reykjalundi ekki fisjað saman eins og hjúkrunarforstjórinn okkar, Gréta Aðalsteinsdóttir, segir oft. Hún er nú að hætta störfum og leggur á önnur mið. Ég ætla að nota þetta tækifæri og þakka henni samstarfið fyrir hönd hjúkrunarfræðinga á Reykjalundi. Sérstaklega þökkum við stuðning við upp- byggingu hjúkrunar og rannsókna hér á Reykjalundi á undanförnum árum. Hann hefur verið ómetanlegur. Ekki má heldur gleyma því að mikill styrkur er að tilkomu Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði sem var stoð okkar og stytta síðastliðið ár. Með kveðju úr lundinum græna, Elísabet Guðmundsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri. Ályktun frá Land- sambandinu gegn áfengisbölínu Fulltrúafundur Landsambandsins gegn áfengisbölinu, haldinn 7. febrúar 2000, heitir á íslensku þjóðina að skera upp herör gegn þeirri vá sem áfengi veldur hvarvetna í þjóðfélaginu. Sannað er hvert órofa samhengi er milli neyslu áfengis og annarra vímuefna og að áfengisneysla er oftast frumorsökin. Heildarneysla áfengis eykst ár frá ári enda aðgengi sífellt gert greiðara, m.a. með fjölgun útsölustaða og áfengisveitingastaða. Þá hefur ekki síst áhrif linnulaus áróður fyrir ágæti áfengisneyslu og andvaraleysi almennings. Afleiðingarnar blasa hvarvetna við í skelfilegum kostnaði samfélagsins, að ógleymdri þeirri mannlegu ógæfu sem vágestur þessi veldur. Það er brýn nauðsyn að snúa af braut þessarar óheillaþróunar en stefna til háleitra markmiða þar sem hollum lífsháttum verði lyft í öndvegi. Látum nýja öld einkennast af einbeittri sókn gegn vá vímunnar og verum samtaka í því að gera áfengi útlægt sem allra víðast. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000 109

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.