Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Qupperneq 48
Umsögn Félags íslenskra hjúkrunarfræðínga um frumvarp
til laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsínga
Allsherjarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga um frumvarp til laga um
persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Nefnd á
vegum stjórnar og siðanefndar félagsins hefur fjallað um
málið og byggist umsögn félagsins á niðurstöðu nefndar-
innar. í nefndinni sátu Lilja Þorsteinsdóttir, Anna Sigríður
Indriðadóttir, Þóra Ákadóttir, Dagrún Hálfdánardóttir,
Þorbjörg Guðmundsdóttir og Hildur Helgadóttir sem var
fulltrúi stjórnar.
Þær Lilja og Hildur kynntu umsögn félagsins fyrir
allsherjarnefnd 30. mars sl.
Hér fylgir stytt útgáfa hennar en umsögnina í heild má
nálgast á skrifstofu félagsins.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar frumvarpi til
laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og
telur mikilvægt að fram fari reglulega endurskoðun á gildandi
lögum um meðferð persónuupplýsinga vegna þeirrar öru
þróunar sem er á rafrænni skráningu og mikilli upplýsinga-
söfnun um einstaklinga sem vex dag frá degi.
Við lestur frumvarpsins og gerð umsagnar tók nefndin
fyrst og fremst mið af skráningu sjúkragagna og meðhöndlun
þeirra og notkun persónuupplýsinga í vísindarannsóknum.
Meginathugasemdir Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga við frumvarp til laga um persónuvernd og
meðferð persónuupplýsinga
1. Samþykki. í 7. tölulið 2 gr. frumvarpsins er fjailað um
samþykki einstaklings fyrir vinnslu tiltekinna upplýsinga
um hann. í umsögn með frumvarpinu er talað um að hér
sé átt við upplýst samþykki. í 8. gr. frumvarpsins er síðan
talað um ótvírætt samþykki. Hvað ótvírætt samþykki
felur í sér kemur ekki fram í frumvarpinu en athyglisvert
er að við vinnslu almennra persónuupplýsinga er krafist
ótvíræðs samþykkis en ekki fyrir vinnslu viðkvæmra
persónuupplýsinga, þar er aðeins talað um samþykki. Til
að taka af allan vafa hvers konar samþykki átt er við telur
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga rétt að skilgreina
upplýst samþykki með svipuðum hætti og gert er í
frumvarpi til laga um lífsýnasöfn og einnig hugtakið
„ótvírætt” samþykki þar sem það hugtak er notað í
frumvarpinu án þess að skilgreiningu sé að finna á því.
Einnig er spurning hvort í þessu frumvarpi ættu ekki
heima skilgreiningar á öðrum formum samþykkta, s.s.
ætlað samþykki og opið samþykki.
2. Félagslegar upplýsingar, upplýsingar um barnaverndar-
mál og fjárhag einstaklinga ættu að falla undir
112
viðkvæmar persónuupplýsingar því oft eru þær þess
eðlis að hægt er að skaða einstaklinga með þeim og
geta þær varðað ákvæði um friðhelgi einkalífsins, sbr.
71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins íslands.
3. í 36. gr. frumvarpsins um skipulag Persónuverndar og
stjórnsýslu er lagt til að ráðherra skipi alla stjórnarmenn
og það án tilnefningar. Félag íslenskra hjúkrunarfræð-
inga telur rétt og leggur til að einn af fimm stjórnar-
mönnum verði siðfræðingur, tilnefndur af Siðfræði-
stofnun Háskóla íslands, vegna eðlis persónuverndar-
mála og siðfræðilegra álitaefna sem óhjákvæmilega eru
alltaf tengd vinnslu þeirra.
4. Inn í frumvarpið vantar ákvæði sem er að finna í VI
kafla, 28. grein, 7. tölulið tilskipunar Evrópuþingsins og
Evrópuráðsins 1995/46/EB frá 24. október 1995 um
að eftirlitsyfirvaldið og starfsmenn þess skuli bundnir
þagnarskyldu, einnig eftir að þeir hafa látið af störfum,
um trúnaðarupplýsingar sem þeir hafa aðgang að.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga telur nauðsynlegt að
ákvæði um þagnarskyldu Persónuverndar og starfs-
manna hennar verði í lögum um persónuvernd og
meðferð persónuupplýsinga.
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga leggur áherslu
á mikilvægi þess að lög og reglugerðir um sjúkraskrár verði
endurskoðuð í framhaldi lagasetningar um persónuvernd.
F.h. vinnuhópsins,
Hildur Helgadóttir, Lilja Þorsteinsdóttir
Vantar tengilíð!
Borist hefur bréf frá: International Transplant Nurses
Society, re: The Tenth International Transplant Nurses
Society Symposium and General Assembly 30.8-1.9,
2000, Cambridge, England.
Beðið er um að hjúkrunarfræðingar sem áhuga
hafa á þessu og á að vera tengiliður (resource person)
á íslandi, hafi samband við:
Yvonne Davenport, Cardiac Transplant Office
Northern General Hospital, Herries Road,
Sheffield SS 7AV, England
Vefsetur: http://www.transweb.org.itns
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000