Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.05.2000, Blaðsíða 51
Málþing um rafrænar hjúkrunarupplýsingar Frá málþinginu. Um 170 hjúkrunarfræðingar sóttu málþing sem siða- og sáttanefnd og fræðslu- og menntamálanefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga stóð að 5. apríl. Herdís Sveinsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga, setti þingið og sagði við það tækifæri meðal annars að góð skráning væri ein af forsendum góðrar hjúkrunar og þó að tæknin hefði tekið miklum breytingum á undanförnum árum hefði það ekki breyst hvað ætti að skrá. Dögg Pálsdóttir lögfræðingur flutti erindi þar sem hún fjallaði um sjúkraskrár með tilliti til laga og reglugerða. Hún sagði m.a. að hvergi í lögum væri skylda til að halda sjúkraskrá, en í reglugerð frá 1991 eru fyrirmæli um að læknar eigi að halda sjúkraskrá. í læknalögum frá 1988 fengu sjúklingar rétt til að lesa sjúkraskrár sínar og sam- kvæmt lagabreytingum frá 1990 varð skylt að afhenda sjúklingi afrit af sjúkraskránni. Þá fjallaði hún um hver ætti þær upplýsingar sem kæmu fram í skránni og taldi eðlilegast að telja að sjúklingurinn ætti þær upplýsingar með takmörkuðum eignarrétti. Lilja Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur ræddi um raf- ræna sjúkraskrá og skráningu hjúkrunar. Hún fjallaði m.a. um hjúkrunarskráningu og flokkunarkerfi og sýndi dæmi um hvernig rafræn skráning fer fram. Þá sagði hún frá því sem hefur gerst í kjölfar rafrænnar skráningar í öðrum löndum en hún hefur haft í för með sér að magn og gæði skráningar hefur aukist verulega. Þá sagði hún frá þróun rafrænnar skráningar á Landspítalanum og tilraun sem hefur staðið frá 1997. í lokin gaf hún upp slóðina www.rsp.is/hjukstjo/skraning_hjuk/ fyrir þá sem vildu kynna sér verkefnið nánar. Rakel Guðjónsdóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri endur- hæfingar og taugasviðs Landspítala Grensás, var næst á mælendaskrá. Hún flutti fyrirlestur sem hún nefndi Sjúkra- skrá, „hin helgu vé” og sagði frá ýmsum hugleiðingum varðandi skrárnar og könnun sem gerð var á viðhorfum almennings. Að loknu kaffihléi fjallaði Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri öldrunarsviðs Landspítala Landakoti, um siðareglur og hjúkrunarskráningu og sagði m.a. að það væri skylda hjúkrunarfræðinga samkvæmt siðareglunum að þróa þekkingu í hjúkrun og til þess að það væri hægt þyrfti upplýsingar. Hún sagði frá RAI- mælitækinu sem hefur auðveldað gerð einstaklings- hæfðrar hjúkrunargreiningar og aukið færni hjúkrunar- fræðinga til að meta sjálfsbjargarhæfni sjúklings. Hún sagði að lokum að kerfisbundin skráning leiddi til betri þjónustu. Að loknum framsöguerindum svöruðu fyrirlesarar fyrirspurnum úr sal en auk þeirra sátu fyrir svörum þær Hildur Helgadóttir deildarstjóri og Ásta Thoroddsen lektor. Fundarstjóri var Vilborg Ingólfsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu. -vkj Tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 76. árg. 2000 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.