Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Qupperneq 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Qupperneq 7
Ritstjóraspjall Uppskrift að góðum jólum leiksboðskap kristninnar, því að menn eigi að vera góðir hver við annan. Það gildir auðvitað um alla aðra daga ársins, okkur tekst það misvel en flest reynum við að vera aðeins betri en venjulega hvert við annað yfir.hátíðarnar. A/lenalind Vernd fyrir viðkvæma húð Þá eru jólin enn einu sinni að ganga í garð og nýtt ár innan seilingar. Allir kepp- ast við að þvo og bóna, baka og skreyta og meðan á því stendur er ekki óalgengt að fólk líti yfir farinn veg, líti yfir árið sem er að baki og taki ákvarðanir um árið sem fram undan er og næstu ár þar á eftir. Flestir kannast við að stíga á stokk og strengja ýmis áramótaheit, í flestum tilfellum eitthvað sem bætir líf viðkomandi og hans nánustu. Algengt áramótaheit hjá mörgum hefur verið að leggja af, svo sem nokkur kíló. Mönnum tekst misvel að standa við slík heit - sumum alls ekki. í þessu tölublaði er sagt frá bók sem er nýkomin út fyrir þá sem ekki hafa getað staðið við slík heit, bók um OA-samtökin sem hafa hjálpað mörgum, sem eiga við offituvanda að stríða, og m.a. einum viðmælanda okkar. Annað vinsælt áramótaheit er að hætta að reykja. í þessu tölublaði kynnumst við aðferðum sem Jennifer Percival, hjúkrunar- fræðingur, var að kynna félögum sínum hér á landi og notaðar hafa verið með góðum árangri í Bretlandi til að aðstoða þá sem vilja hætta reykingum. Mikil starfsemi er hjá fag- og svæðis- deildum í Félagi íslenskra hjúkrunarfræð- inga. í þessu tölublaði eru birtir pistlar frá tveimur fagdeildum um það sem efst hefur verið á baugi hjá þeim, en fagdeild- unum hefur verið boðið að koma fréttum á framfæri í tímaritinu og flestar deildir skipað fréttaritara sem sér um að koma þeim á framfæri. Nýr pistill öldungadeildar er kynntur, en í honum verður sagt frá ýmsu sem tilheyrir sögu hjúkrunarfræð- inga og í fyrsta pistlinum segir Bergljót Líndal frá stofnun Líknar. Annar nýr þáttur er kynntur í þessu tölublaði en það er bréf til tímaritsins og skrifar Ásta Möller um nauðsyn þess að varðveita gamla muni sem hafa mikið gildi fyrir sögu hjúkrunar, en hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að skrifa bréf um hvaðeina sem þeim liggur á hjarta. Þá eru í þessu tölu- blaði fræðigreinar um mikilvægi þess að hlusta á þau merki sem líkaminn sendir, upplýsingar á internetinu og þriðja grein um vinnuálag hjúkrunarfræðinga. Sagt er frá svæfingarhjúkrun og verða hinar ýmsu sérgreinar hjúkrunar kynntar áfram í næstu tölublöðum. Viðtal er við hjúkr- unarfræðing frá Filippseyjum, m.a. um þá menntun sem liggur að baki hjúkrunar- námi þar, og er tilgangurinn m.a. að auka skiining og draga úr fordómum gagnvart erlendum hjúkrunarfræðingum sem starfa hér á landi. Þessa síðustu daga fyrir jól, þegar flestir hafa keppst við að skiptast á upp- skriftum um jólakræsingar, er ekki úr vegi að velta fyrir sér uppskriftinni að góðum jólum. Hún þarf ekki að vera flókin, það er hægt að halda góð jól við fábrotnar aðstæður eins og Hildur Magnúsdóttir segir frá er hún rifjar upp jólahald í Afganistan. En hver er uppskriftin að góðum jólum? Líklega felst hún í kær- HARTMANN Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001 295
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.