Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Qupperneq 19

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Qupperneq 19
Aldursdreifing þátttakenda Vikur könnunar Mynd 1. Fjöldi innsendra svara á viku. lágmarksgagnatap. Afritin eru geymd í læstri hirslu og þess ber að geta að notendaskrá og gagnaskrá gagna- grunns-afritanna eru eins og í frumgagnagrunninum, alls ótengd. Reynslan af gagnasöfnun á Internetinu meðal íslenskra hjúkrunarfræðinga Ekki er tímabært að gera grein fyrir niðurstöðum könnun- arinnar sjálfrar þar sem einungis fyrri áfanga hennar (Inter- netkönnun) er lokið (síðari áfangi felst í póstsendri könn- un). Þess í stað verður stuttlega gerð grein fyrir því hvernig hjúkrunarfræðingar brugðust við fyrri áfanga eða Internet- könnuninni því í svarhlutfalli og svörunarmynstri birtast markverðar aðferðafræðilegar upplýsingar. Svörun Könnunin var aðgengileg á netinu í 8 vikur og tóku 464 hjúkrunarfræðingar (eða rúmlega 18% úrtaksins) þátt með því að senda inn svör. Mynd 1 sýnir svörun eftir vikum og er áhugavert að sjá hversu hátt hlutfall þeirra sem svöruðu gerðu það strax í fyrstu vikunni sem könnunin varð aðgengileg á Internetinu. Raunar svöruðu yfir 150 hjúkrunarfræðingar strax fyrstu 2 dagana eftir að kynningarbréfið var sent út. í erlendum könnunum, sem gerðar hafa verið í skilgreindum hópum á Internetinu, kemur þetta svarmynstur einnig í Ijós (Bauman og Airey 1998; Lynch og Leder, 2001) og sýnir hversu hratt má ná til þeirra sem á annað borð svara. Svarendum fækkaði svo umtalsvert eftir því sem á leið og sjá mátti mettun í Internetsvörun á u.þ.b. fjórum vikum. Á 5. viku birtist auglýsing í Tímariti hjúkrunarfræðinga þar sem hjúkrunarfræðingar voru hvattir til að taka þátt í könn- uninni og í tvo daga á eftir mátti sjá veik viðbrögð sem fólust í að engin svör höfðu borist í 2 daga samfellt áður en auglýsingin birtist en 2 dögum eftir að blaðið kom út svöruðu 8 hjúkrunarfræðingar. Aldursdreifing þeirra sem sendu inn svör má sjá á mynd 2, en þar sést að fulltrúar allra aldurshópa hjúkrunar- fræðinga sendu inn svör um Internetið og er aldursdreifing þátttakenda borin saman við aldursdreifingu úrtaksins alls. 45% 40% 35% _ 30% Œ 3= 25% _# X 20% 15% 10% 5% 0% 20-29 30-39 40-49 50-59 60 + Aldur Mynd 2. Aldursdreifing þátttakenda Að lokum má geta þess að 8 hjúkrunarfræðingar kusu að nota aðgangsnúmerin sín til að prenta út svör sín, fylla þau út á þlaði og senda þau með pósti. Útprentaður spurningalistinn var meira en 10 blaðsíður og varð höf- undum Ijóst þegar fyrsti listinn barst í pósti að í viðleitni til að hafa spurningalistann nægilega skýran og auðlesinn á skjánum (stórir stafir, góð bil) varð hann full-umfangsmikill á pappír. Hér mátti betur fara. Umræða Til að meta gæði niðurstaðna er ekki nóg að líta eingöngu á svarhlutfall hjúkrunarfræðinga heldur skiptir meira máli hversu góðir fulltrúar fyrir hópinn þeir eru sem svara (Cook og félagar, 2000). 80% svörun hefur yfirleitt talist æskileg í góðum könnunum, en eins og Wyatt (2000) bendir á er slíkt svarhlutfall ekki alltaf nauðsynlegt til að geta alhæft um þýðið, sérstaklega ef þátttakendur veita svipuð svör hvað snertir lykilbreytur (Wyatt, 2000). Þó svör hafi ekki borist nema frá 18% af úrtakinu benda gögnin, sem hafa borist, til þessa að svörin endurspegli nokkuð vel þýðið í heild hvað snertir lýðfræðilega þætti, svo sem aldur, reynslu í starfi, menntunarstig og starfsumhverfi (sjá t.d. aldursdreifingu á mynd 2) og geti gefið áhugaverða mynd af tölvunotkun og viðhorfum til upplýsingatækni meðal hjúkrunarfræðinga sem á annað borð nota þessa tækni í starfi og daglegu lífi. í könnun Schleyer og Forrest (2000) reyndist nauð- synlegt að ýta töluvert við úrtakinu og minna það á að svara Internethluta könnunarinnar til að ná betra svarhlutfallí. [ könnun meðal hjúkrunarfræðinga var látið nægja að birta eina auglýsingu í Tímariti hjúkrunarfræðinga til að minna á könnunina. Betra svarhlutfall á netinu hefði e.t.v. náðst með fleiri áminningum. Gera má ráð íyrir að gögnum, sem áður var safnað með viðtölum, símaviðtölum eða svörun einstaklinga á pappír, verði í auknum mæli safnað á Internetinu á kom- 307 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.