Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Síða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Síða 20
andi árum. Það er því mikilvægt að gera sér Ijóst hvernig best má nýta kosti Internetsins sem gagnasöfnunarmiðils og hvaða áhrif notkun þess getur haft á gæði gagna (sbr. skekkjur), hraða og kostnað við gagnasöfnun, úrvinnslu og birtingu niðurstaðna. Samantekt í Ijósi reynslunnar Ljóst er að við undirbúning könnunar eða rannsóknar á Internetinu þarf að huga að sömu siðfræðilegu og aðferða- fræðilegu þáttum og þegar gagnasöfnun er undirbúin með hefðbundnari aðferðum en jafnframt þarf að taka tillit til þátta sem tengjast Internetmiðlinum sérstaklega. Sömu alúð þarf vitanlega að leggja við siðfræði og aðferðafræði við samningu og prófun spurningalista eða mælitækis, val úrtaks, persónuvernd, öryggi gagna o.s.frv. Nýir þættir, sem huga þarf að við notkun Internetsins, varða t.d. fram- setningu og útlit spurningalista sérstaklega m.t.t. mismun- andi skjástærða og ólíks tæknilegs búnaðar fyrirhugaðra þátttakenda (t.d. möguleika á að nýta útprentun), aðgengi þátttakenda að Internetinu, almenna tölvureynslu þeirra, svo fátt eitt sé nefnt. Ekki síst þarf að gaumgæfa sérstak- lega þætti sem varða öryggi og persónuvernd rafrænna gagna sem send eru milli rannsakenda og þátttakenda um Internetið en á því sviði eru til mjög góðar tæknilegar lausnir sem standa margar hverjar framar þeim lausnum sem bjóðast við gagnaflutning um aðra miðla. Við höfum í þessari grein skýrt frá aðferðafræði og reynslu af könnun á Internetinu meðal hjúkrunarfræðinga. í Ijósi þess að um er að ræða fyrstu könnun af þessu tagi meðal hjúkrunarfræðinga má einnig líta á könnunina sem tilraun til þess að kanna hagkvæmni gagnasöfnunar á Internetinu á þennan hátt, bæði hvað snertir tíma og kostnað. Samanburður á Internetáfanga könnunarinnar og síðari áfanga þar sem ekki verður stuðst við Internet mun veita fróðlegar upplýsingar um hvernig hagkvæmni þess- ara aðferða ber saman. Greint hefur verið frá því hversu hratt meginþorri svara barst frá þeim sem svöruðu á annað borð og teljum við það markverðar niðurstöður einar og sér. Þær benda til þess að Internetinu fylgi augljósir kostir ef hraða þarf upplýsingasöfnun og úrvinnslu, t.d. þar sem stöðugt mat fer fram og bregðast þarf við niðurstöðum svo fljótt sem auðið er. Þannig má hugsa sér Internetið til notkunar í gæðamati og stjórnun á sjúkrastofnunum þar sem kanna á t.d. álit sjúklinga á þjónustunni með þessari aðferð og bregðast við niðurstöðum mun hraðar en ef gagna væri aflað á annan og hægvirkari hátt. Þakkir: Við viljum þakka öllum þeim hjúkrunarfræðingum sem sendu okkur svör og tóku þátt í þessari tilraun. Enn fremur eiga heilbrigðisráðuneytið og landlæknisembættið þakkir skildar fyrir að sýna könnuninni stuðning og áhuga og fagdeild um upplýsingatækni í hjúkrun fyrir að veita okkur afnot af vefsíðu sinni og vefþjóni og síðast en ekki síst þökkum við íslenskri erfðagreiningu stuðninginn. Heimildir: Bauman, S., og Airey J. (1998). Effective use of the internet for survey research. Wirthlin Worldwide. [Á netinu). URL: http://www.wirthlin.com/ aboutww/casro_art. htm Bosnjak, M., og Tuten, T.L. (2001). Classifying response behaviors in Web-based surveys. Journal of Computer-Mediated Communication, 6(3). [Á netinu]. URL: http://www.ascusc.org/jcmc/vol6/issue3/ boznjak.html Cook, C., Health, F., og Thomson, R.L. (2000). A meta analysis of response rates in Web or Internet based surveys. Educational and Psychological Measurement, 60(6), 821-836. Dillman, D.A., og Bowker, D.K (2001). The Web Questionnaire Challenge to Survey Methodologists. f: Dimensions of Internet Science. Ritstjórar: Ulf-Dietrich Reips og Michael Bosnjak. Lengerich, Þýskalandi: Pabst Science Publishers. [Á netinuj. URL: http://survey.sesrc.wsu.edu/ dillman/zuma_paper_dillman_bowker.pdf. Dillman, D.A., Tortora, R.D., og Bowker, D. (1998a). Principles for Constructing Web Sun/eys. SESRC Technical Report 98-50, Washington: Puliman. [Á netinu]. URL: http://survey.sesrc.wsu.edu/ dillman/papers/websurveyppr.pdf. Dillman, D.A., Tortora, R.D., Conradt, J., og Bowker, D. (1998b). Influence of Plain vs. Fancy Design on Response Rates for Web Surveys. Erindi flutt á ráðstefnu: Joint Statisticai Meetings, Dallas, Texas, í ágúst 1998. [Á netinu]. URL: http://survey.sesrc.wsu.edu/dillman/papers/ asa98ppr.pdf Duffy, M. (2000). Web based research: An innovative method for nursing research, Canadian Oncology Nursing Journal, 70(2), 45-49. Foreign Press Center-Japan (2000). White Paper on Communications Forecasts Further Expansion of the Internet Market, birt 30. júní 2000. [Á netinu] URL: http://www.fpcj.jP/e/shiryo/jb/0025.html Groves R. (1989) Sun/ey Errors and Survey Costs. New York: John Wiley. GVU-Graphic, Visualization, and Usability Center's 7th WWW User Survey (1997) Atlanta, Georgíu: Georgia Tech Research Corporation. www.cc.gatech.edu/gvu/user_surveys/survey-1997-04/. Lynch, J., og Leder, G.C. (2001). Data gathering through questionnaires: new perspectives. [Á netinu]. URL: http://www.latrobe.edu.au/ mathed/jlogglarticle.html. María Heimisdóttir (2001). Faraldsfræði í dag: Kerfisbundin skekkja. Læknablaðið 3(87), 253. McDowell, D., Dillon, T.W., Conklin, D., og Salimian, F. (1998). A preliminary study: Capturing perceived accuracy and confidentiality of traditional and computerized patient records. Proceedings of the Association for Information Systems, 1998. [Á netinu]. URL: http://www.isworld.org/ais.ac.98/proceedings/track18/mcdowell.pdf. Morris, D.C. (1988). A survey of age and attitudes towards computers. Journal of Educational Technology Systems, 7 7(1), 73-79. O’Brien, DG., Yasnoff, WA. (1999). Privacy, confidentiality, and security in information systems of state health agencies. American Journal of Preventive Medicine 76(4), 351-358. Pricewaterhouse Coopers (2001). Könnun á Internetnotkun: Sérvagn í mars 2001. Reykjavík: Pricewaterhouse Coopers ehf. Schleyer, T.K.L. og Forrest, J.L. (2000). Methods for the design and administration of Web based surveys. Journal of the American Medical Informatics Associiation 7, 4, 416-425. Stronge, J.H., og Brodt, A. (1985). Assessment of nurses’ attitudes towards computerization. Computers in Nursing, 3(4), 154-158. Staggers, N. (1994). The Staggers nursing computer experience questionnaire. Applied Nursing Research, 7(2), 97-106. Wyatt, J.C. (2000). When to use Web-based surveys. Journai of the American Medical Informatics Association 7, 426-429. Zhang, Y. (2000). Using the Internet for survey research: A case study. Journal of the American Society for Information Science 5 7 (1), 57-68. 308 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.