Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Page 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Page 21
Glæsileg og velheppnuð NOKIAS-ráðstefna var haldin hér á landi í haust. ( beinu framhaldi af henni og þeim tíma- mótum að um 40 ár eru liðin síðan svæfingarhjúkrun varð til hér á landi sem sérstök starfsgrein - og 30 ár síðan Fagdeild svæfingarhjúkrunarfræðinga var stofnuð - ætlum við að skyggnast inn í fortíðina og á bak við „tjöldin" hjá svæfingarhjúkrunarfræðingum. Greinin um fortíðina er byggð á lokaverkefni nemenda í svæfingarhjúkrun vorið 2000, þeirra Stefáns Alfreðssonar og Valgerðar Grímsdóttur, sem unnið var undir leiðsögn Árúnar K. Sigurðardóttur. Verkefnið nefna þau „Ágrip af sögu svæfingarhjúkrunar“. Þar tóku þau þann pól í hæðina að takmarka umfjöllun sína við svæfingarhjúkrun á Stór- Reykjavíkursvæðinu og byggja hana m.a. á viðtölum við fyrstu íslensku svæfingarhjúkrunarfræðingana. í inngangi sín- um nefna þau Stefán og Valgerður að í raun hafi þau aðeins rótað í yfirborði sögunnar. Engu að síður gefst hér skemmtileg innsýn í heim sem var. Sem mótvægi við fortíðina er síðan fylgst með svæfingarhjúkrunarfræðingi að störfum á hátæknisjúkrahúsi dagsins í dag. Skurðlæknarnír litu á hana sem svæfingarlækní / / i / nnsyn i sogu svæiingarnjuKrunar Elstu skráðu gögn um að hjúkrunarfræðingur svæfi sjúkl- ing eru um kaþólska nunnu í Bandaríkjunum, systur Maríu Bernard. Frægasta svæfingarhjúkrunarkona 19. aldar var aftur á móti Alice Magaw sem einnig var í Bandaríkjunum. Hún vann á spítala er síðar varð Mayo Clinic og dr. Mayo sjálfur kallaði Alice „móður svæfingarinnar" vegna þess árangurs er hún náði á sviði svæfingarfræði. Á spítalann komu í kjölfarið læknar og hjúkrunarfræðingar í hundraða- tali til að læra og fylgjast með svæfingartækni þeirra. Alice skráði niðurstöður svæfinga og birti í læknatímaritum á árunum 1899 til 1906. Fyrsta formlega kennslan fyrir svæfingarhjúkrunar- fræðinga hófst svo árið 1909 í Bandaríkjunum. Fyrsti íslenski svæfingarhjúkrunarfræðingurinn Á Norðurlöndunum var byrjað að svæfa árið 1847, einu ári eftir fyrstu nútímasvæfinguna. Það liðu síðan 10 ár þar til Jón Finsen, héraðslæknir á Akureyri, svæfði fyrsta sjúkl- inginn á íslandi. Það var klóróformsvæfing en etersvæf- ingar fóru ekki að tíðkast fyrr en eftir 1905 og þá á Landakoti. Til staðdeyfingar var þá farið að nota kókaín og klóretyl en þessi efni voru notuð fram á sjötta áratuginn og eterinn eitthvað lengur. Árið 1932 var byrjað að nota mænudeyfingu hér og skömmu áður hafði fyrsta svæf- ingarvélin verið tekin í notkun á Landakotspítala. Þá var hægt að svæfa með glaðlofti en það var þó ekki gert reglulega fyrr en eftir að fyrsti íslenski svæfingarlæknirinn, Elías Eyvindsson, hóf störf á Landspítalanum árið 1951. Fyrsta heimild um íslenskan svæfingarhjúkrunarfræðing birtist í 4. tbl. Tímarits Hjúkrunarfélags íslands 1962. Þar var athugasemd frá ritstjóra um að tiltekin grein í blaðinu væri eftir fyrstu íslensku hjúkrunarkonuna sem lokið hefði sérnámi í svæfingarfræðum. Hún var þá ráðin svæfingar- hjúkrunarkona við skurðstofu Landspítalans. Þetta var Friðrikka Sigurðardóttir. Hún kynntist svæfingum fyrir tilviljun árið 1958 þegar hún var að vinna í Svíþjóð. Þar opnaðist fyrir henni nýr heimur eins og hún lýsir sjálf:.því að hér heima á þeim árum þá var litið á svæfingar sem eitthvað sem allir gátu gert, járnsmiðir, prestar, trésmiðir, það var ekki þannig hér í Reykjavík en úti á landi var það þannig að hinir og þessir úr bæjarfélaginu voru við að svæfa og meðal annars þegar ég var nemi á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum var ég látin svæfa. Sem betur fer hafði ég ekki vit á því hvað þetta var alvarlegt." Árið 1960 fór hún svo til Svíþjóðar með það í huga að komast að í sérnámi í svæfingum. í greininni Svæfingarnám, sem birtist í Tímariti Hjúkrunarfélags íslands, 4. tbl. árið 1962, lýsir Friðrikka uppbyggingu námsins. „Allar sænskar hjúkrunarkonur, sem sérmenntuðust, gátu tekið það nám á síðasta námsári, og var námstími þeirra lengri en hér. Það voru ekki sjúkrahúsin, sem veittu sérnám, heldur fór það fram í Statens institut för högre utbildning av sjuksköterskor, og þurfti viðkomandi þá þegar að hafa ákveðinn starfstíma að baki.“ Friðrikka hafði ekki þennan tilskiida starfstíma en var tekin inn á undanþágu því þá var enginn möguleiki á þessari menntun hér heima. Hún naut þar aðstoðar sænska hjúkrunarfélagsins og fékk verknámspláss í Uppsölum. Þar þótti fyrirkomulagið mjög gott því svæfingarlæknir og hjúkrunarkona svæfðu saman. Þetta var þó óvíða þannig. „Það hefði orðið erfitt að lenda á stað, þar sem ætlast var til að hjúkrunarkona geti svæft ein,“ segir Friðrikka í greininni. Fleiri bætast í hópinn Margrét Jóhannsdóttir og Sigurveig Sigurðardóttir fóru 309 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.