Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Qupperneq 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Qupperneq 28
 Vinnudagurinn hefst á fundi kl. 7.30 þar sem farið er yfir aðgerðir dagsins. Hanna útskýrir að góður undirbúningur fyrir aðgerð sé eitt at því sem þurfi að vanda mjög vel til að tryggja öryggi sjúklingsins. „Við erum í raun með líf sjúklingsins í hönd- unum," segir hún. „Og það dugar ekki minna en að vera vel undirþúin og vakandi. Tæknin hefur gert það að verk- um að sífellt eru gerðar stærri og flóknari aðgerðir og á sjúkrahúsin koma þeir allra veikustu, hinir fara í aðgerðir á stofu úti í bæ.“ En nú er komið að því að fylgja Kristínu inn á skurð- stofu. í júlíhefti Tímarits hjúkrunarfræðinga var fjallað um starf skurðhjúkrunarfræðinga og þá var fylgst með aðgerð á Landspítala í Fossvogi. Hvort líta megi á það sem kald- hæðni örlaganna eða eitthvað annað þá atvikaðist það svo að sú sem þetta ritar þurfti sjálf að gangast undir aðgerð á spítalanum í Fossvogi skömmu eftir að hafa verið þar til að fylgjast með störfum skurðhjúkrunarfræðinga og hefur því kynnst skurðstofunni sem sjúklingur líka - að vísu er sá hængur á að eina minningin frá skurðstofunni sem sjúklingur er að vera lyft yfir á skurðarbekkinn og svo ekki meir. Ætli ekki sé óhætt að segja að þar hafi svæfingin tekist vel. Aðgerðin þennan morgun er þrottnám blöðruhálskirtils og við Hanna förum á móttökuherbergið til að hitta sjúkl- inginn, m.a. til að spyrja hann hvort í lagi sé að blaða- maður fylgist með aðgerðinni. „Alveg sjálfsagt," er svarið. í móttökuherberginu er það Sólrún Björnsdóttir, svæfingar- hjúkrunarfræðingur, sem tekur á móti sjúklingum sem eru að fara í aðgerð. Hún skráir upplýsingar, s.s. nafn sjúklingsins og kennitölu, hvenær hann borðaði eða drakk síðast, ofnæmi og í hvaða aðgerð hann er að fara. í móttökunni er sérútbúin aðstaða fyrir börn. Þar gera barnamyndir og leikföng svæðið aðlaðandi fyrir þau litlu. „Þetta er mikill munur frá því sem áður var,“ segir Hanna. „Hérna fá börnin líka kæruleysislyf sem gerir það að verkum að þeim er alveg sama þó pabbi og mamma fari. 316 Það er mun léttbærara fyrir foreldrana að börnin séu ekki hágrátandi eða sýni vanlíðan á annan hátt.“ Teymi sem vinnur sem einn maður Á skurðstofunni er Kristín búin að taka til á vinnuborð allt það sem hún þarf að hafa til reiðu fyrir svæfinguna og í vinnuborðinu eru að auki þau tæki og lyf sem hugsanlega þarf á að halda í svæfingu. Hjördís Smith er svæfingar- læknir á stofunni og saman fara þær Kristín yfir það sem fram undan er. Okkar sjúklingur fær utanbastsdeyfingu (epidural), en það er hluti af verkjameðferð, og verður síðan deyfður. Kristín og skurðhjúkrunarfræðingarnir fara einnig sam- Kristín hefur lokið öllum undirbúningi fyrir svæfingu og deyfingu. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.