Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Page 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Page 29
an yfir það sem gera þarf en við aðgerðina er Sigrún Sigurgeirsdóttir, aðgerðarhjúkrunarfræðingur sem stendur, og Arnfríður Gísladóttir og Margrét Magnúsdóttir sem eru í kring. Margir líta svo á að skurð- og svæfingarhjúkrun séu systurgreinar enda öll samvinna á skurðstofunni mjög náin og teymin vinna þar saman sem einn maður. Svæfingar- læknir og svæfingarhjúkrunarfræðingur eru að störfum við upphaf og lok aðgerðar en síðan fer svæfingarlæknirinn venjulega og einn svæfingarhjúkrunarfræðingur er við hverja aðgerð til að vakta sjúklinginn og gefa honum lyf eftir þörfum. Við aðgerðir á yngstu börnunum eru þó yfirleitt tveir svæfingarhjúkrunarfræðingar sem og við mjög stórar aðgerðir. „Helst viidum við geta haft það þannig að þrír svæfingahjúkrunarfræðingar væru með tvær skurð- stofur, þá getur einn alltaf leyst af, undirbúið næstu aðgerð og séð um ýmislegt sem kemur óvænt upp á,“ segir Hanna. Kristín fer nú að sækja sjúklinginn á móttökudeild og fær upplýsingarnar um hann hjá Sólrúnu. Þegar á skurð- stofuna er komið og sjúklingurinn kominn á skurðarborðið útskýrir Kristln fyrir honum hvað þær Hjördís séu að fara að gera. Ekki er annað að sjá og heyra en að sjúklingnum líði bærilega og að hann beri engan kvíðboga fyrir aðgerðinni. Fyrir deyfingu og svæfingu tengir Kristín sjúklinginn við vaktara og skráir síðan súrefnismettunina og ber saman upplýsingar um blóðþrýsting og hjartslátt við upplýsingar I sjúkraskrá hans. Hjördís kemur fyrir epidurallegg og sjúklingnum er gefinn prufuskammtur af deyfingariyfinu til að kanna hvort leggurinn virki sem skyldi, síðan er sjúklingurinn svæfður. Hjördís, svæfingarlæknir, leggur „epiduraldeyfingu". Andspænis henni er Sigrún, skurðhjúkrunarfræðingur, og Kristín stendur hjá höfði sjúklingsins. Búið er að setja upp æðalegg og vökva í æð. Kristín gætir þess að æðaleggir séu fastir og bólstrað sé undir vökvaleiðslur. Sjúklingurinn liggur á bakinu með handleggi út en Kristín bólstrar þá og festir við armbretti. Oft þarf að steypa sjúklingi í aðgerð og þetta kemur í veg að hand- leggirnir renni út af armbrettinu og að sjúklingurinn verði fyrir taugaskaða og fái blóðrásartruflanir. Yfir handleggina og brjóstið kemur svo „Bear Hugger", þ.e. hitateppi sem tengt er við tæki sem heldur hita á sjúklingnum. Einnig er sett teppi, sem haldið hefur verið heitu í hitaskáp, yfir höfuð sjúklingsins svo hitatap verði sem minnst. Margir að störfum og mörg handtök Hanna hefur verið að fara yfir með blaðamanni hvernig skráningu á upplýsingum varðandi sjúklinginn er háttað og meðal þess sem er skráð er að tvær einingar af blóði hafa verið pantaðar hjá Blóðbankanum. Hanna hringir þangað til að staðfesta pöntunina en í Ijós kemur að taka þarf nýtt blóðsýni og senda í bankann því það sem tekið var fyrir helgi var útrunnið. „Viltu hringja og panta verkjadælu fyrir „epiduraldreyp- ið“,“ segir Kristín. Hanna gerir það og útskýrir að dælurnar séu geymdar í tækjageymslu og séu pantaðar og skráðar á hvern sjúkling. Ekki líða nema um 3 mínútur þar til dælan er komin en hún sér um að dæla deyfilyfjunum til sjúklings- ins í réttum skömmtum. Nú biður Hjördís um andakt sem þýðir að hafa á hljóð á meðan hún gefur svæfingarlyfin í æð og sjúklingurinn er að sofna. Kristín talar við hann á meðan og spyr um líðan. Örskömmu síðar er hann sofnaður. Kristín heldur þá maska þétt yfir vitum hans og „handventilerar" súrefni ofan í hann. Á vaktara svæfingarvélarinnar er fylgst með lífs- mörkum. Næst kemur Kristín „laryngoskópi" fyrir í munni hans og barkarennu á réttum stað, þ.e. rétt fyrir neðan raddbönd. Þegar sjúklingur er barkaþræddur er staðsetn- ing barkarennunnar staðfest með hlustun, öndunarhljóð eru metin og hreyfingar brjóstkassa. Nú er hægt að tengja sjúklinginn við öndunarvélina en áður hefur hún verið stillt miðað við þyngd hans og Kristín þarf þá ekki að „hand- ventilera" lengur. Hún setur því næst smyrsl í augu sjúklingsins, svo þau þorni ekki á meðan á aðgerðinni stendur, og eyrnatappa í eyrun. Á barkarennunni er belgur (kuff) sem fylltur er lofti til að þétta og koma í veg fyrir loftleka. „Kuff“-mælir sýnir þrýst- inginn á belgnum og fylgjast þarf með honum reglulega því glaðloftið hefur tilhneigingu til að þrýsta sér inn í belginn þannig að þrýstingurinn verður of mikill. Slagæðanál er einnig komið fyrir en með henni eru stöðugar gætur hafðar á blóðþrýstingnum. Eiríkur Jónsson, þvagfæraskurðlæknir, kemur nú á skurðstofuna og gerir sig kláran. Biður m.a. um „rússnesku, afturbeygðu klemmuna" sem í Ijós kemur að er brúnn plástur sem notaður er til að líma snúru úr ennisljósi fasta við bakið á sloppnum. Auk hans eru við aðgerðina þeir Þórður Bjarnason, deildarlæknir á skurð- deild, og Óskar Óskarsson, 6. árs læknanemi. Verður að geta brugðist við því óvænta Þegar aðgerðin er hafin sér Kristín á vaktaranum að 317 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.