Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Page 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Page 35
Vinnustaðurinn og streituvaldar í vinnu Eðli vinnustaðarins sjálfs hefur einnig áhrif á streituvalda. Þannig greindu þátttakendur, sem starfa á sjúkrahúsi, frá tölfræðilega marktækt meiri streitu í samskiptum við sjúkl- inga og aðstandendur (t=2,07; (<0,05) og vegna öryggis og aðbúnaðar á vinnustað (t=2,02; (<0,05) en þeir sem starfa á öðrum vinnustöðum. Hins vegar greindu þátttakendur sem starfa á sjúkrahúsum, frá minni streitu en aðrir hvað varðar tilbreytingarleysi og einhæfni í störfum (t=2,63; (<0,01). Streita tengd tiibreytingarleysi og einhæfni í starfi mældist aftur á móti mest meðal þeirra sem unnu á hjúkrunar- og dvalarheimilum og mældist hún að meðaltali 2,52 (SD=0,93) meðal þeirra samanborið við 1,90 (SD=0,75) hjá þeim sem ekki unnu á hjúkrunar- og dvalarheimilum (t=3,90; (<0,001). Lengd vinnutíma og streituvaldar í vinnu Tölfræðilega marktæk fylgni reyndist vera á milli lengdar vinnutíma og streituvalda í vinnu (tafla 4) og mældist streita þeirra þátttakenda, sem voru í 50% starfi eða minna, mun minni en þeirra sem voru í 60% starfi eða meira (F=3,92; df=3/183 (<0,01). Tafla 4. Meðalgildi á spurningalistanum Streitu- valdar í vinnu eftir starfshlutfalli Meðalgildi* SD 100% starf við hjúkrun 2,27 0,40 80-90% 2,28 0,45 60-75% 2,27 0,50 50% eða minna 1,92 0,42 * Hærra gildi gefur til kynna meiri streitu. Þegar undirþættir sþurningalistans eru skoðaðir sérstaklega með tilliti til starfshlutfalls kemur í Ijós að sterk- ust tölfræðileg fylgni er á milli starfshlutfalls og streituþátta sem snúa að samstarfi. Það eru einkum þeir sem vinna 50% starf eða minna sem skera sig úr heildinni en streita tengd samstarfi mælist áþekk meðal hinna flokkanna. Þannig mældist streita tengd samstarfi og samstarfs- örðugleikum að meðaltali 1,91 hjá þeim sem vinna 50% eða minna en 2,31 hjá þeim sem vinna 60-75%, 2,36 hjá þeim sem vinna 80-90% og 2,39 hjá þeim sem eru í fullu starfi (F=3,94; df=3/191; p<0,05). Streita tengd samstarfi virðist leggjast þyngra á stjórn- endur en almenna hjúkrunarfræðinga. Þannig mældist streita tengd samstarfi og samstarfsörðugleikum að meðal- tali 2,20 hjá almennum hjúkrunarfræðingum samanborið við 2,49 hjá aðstoðardeildarstjórum, 2,48 hjá deildarstjórum og 2,44 hjá öðrum stjórnendum (F=3,52; df=3/185; p<0,05). Aldur, starfsatdur og streituvaldar í vinnu Aldur þátttakenda hafði áhrif á streituvalda sem tengjast samstarfi og samstarfsörðugleikum og starfsaldur hafði áhrif á streituvalda sem tengjast samskiptum við sjúklinga og aðstandendur (tafla 5). Streituvaldar tengdir samstarfs- örðugleikum mældust lægstir (1,92) í yngsta aldurshópn- um en hæstir (2,44 og 2,45) í elsta aldursflokknum og í aldursflokknum 40 til 49 ára (F=4,91; df=4/193; p<0,01). Streita tengd samstarfi leggst líka þyngra á stjórnendur en almenna hjúkrunarfræðinga. Þannig mældist streita tengd samstarfi og samstarfsörðugleikum að meðaltali 2,20 hjá almennum hjúkrunarfræðingum samanborið við 2,49 hjá aðstoðardeildarstjórum, 2,48 hjá deildarstjórum og 2,44 hjá öðrum stjórnendum. Streita tengd samskiptum við sjúklinga og aðstand- endur fer aftur á móti tölfræðilega marktækt minnkandi eftir starfsaldri, mældist langhæst (2,40) meðal þátttak- enda sem höfðu unnið 5 ár eða skemur í hjúkrun en langlægst (1,77) meðal þeirra sem höfðu unnið í 26 ár eða lengur (F=6,5; df=3/187; p<0,001). Tafia 5. Meðalgildi á mælikvarðanum „streita tengd samskiptum við sjúklinga og aðstandendur11 eftir starfsaldri Meðalgildi* SD Starfað við hjúkrun í 5 ár eða skemur 2,40 0,74 Starfað við hjúkrun í 6-15 ár 2,10 0,59 Starfað við hjúkrun í 16-25 ár 2,01 0,59 Starfað við hjúkrun í 26 ár eða lengur 1,77 0,63 * Hærra gildi gefur til kynna meiri streitu. Álagsþættir í hjúkrun Til að mæla álagsþætti í hjúkrun var notaður 57 sþurninga spurningalisti sem upphaflega var saminn af Wynne, Clarkin og McNieve (1993) og þýddur og staðfærður af sérfræðingahópnum sem undirbjó rannsóknina. Sam- kvæmt svörum við spurningalistanum veldur mestu álagi í hjúkrun að horfa á sjúklinga þjást en fjórðungur þátttak- enda (25,1%) sagði að það ylli sér oft eða alltaf álagi og rúmlega 2/5 (42,5%) að það ylli sér stundum álagi. Næst- mestu álagi veldur ónógur tími til að sinna hjúkrunarstörf- um en tæpur þriðjungur (29,3%) telur að það valdi sér alltaf eða oft álagi og rúmur þriðjungur (35,2%) að það valdi sér stundum álagi. Skortur á tíma til að veita sjúklingi andlega aðhlynningu olli ámóta miklu álagi en 29,7% þátttakenda sögðu það oft eða alltaf valda sér álagi og rúmur þriðjungur (35,6%) að það ylli sér stundum álagi. í fjórða sæti álagsþátta í hjúkrun er ónóg mönnun á deildum en rúmur þriðjungur (35,2%) sagði ónóga mönnun oft eða alltaf valda sér álagi og fjórðungur (25,1%) að hún gerði það stundum. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001 323

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.