Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Blaðsíða 36
Það sem olli þátttakendum sjaldnast álagi voru tungu- málaerfiðleikar við annað starfsfólk og erfiðleikar við að leið- beina nemum. Rúm 70% (71,1%) sagði að það ylli sér sjald- an eða aldrei álagi að leiðbeina nemum og 76,7% sagði að tungumálaerfiðleikar við annað starfsfólk yllu sér sjaldan eða aldrei álagi. Hafa ber í huga þegar þessar niðurstöður eru túlkaðar að aðstæðurnar, sem spurt er um, eiga ekki við nema hluta hjúkrunarfræðinganna. Því er líklegt að margir þátttakendur hafi svarað því að tungumálaerfiðleikar eða leið- beining nema valdi þeim aldrei eða sjaldan álagi einfaldlega vegna þess að þeir komast sjaldan eða aldrei í þær aðstæður sem spurt er um. Að slepptum þessum tveimur spurningum olli hjúkrun aldraðra sjúklinga þátttakendum sjaldnast álagi en aðeins 5,1% sögðu að það ylli sér oft eða alltaf álagi en 68,0% sögðu að það ylli sér sjaldan eða aldrei álagi. Þátta- og innihaldsgreining á spurningalistanum Álags- þættir í hjúkrun ieiddi í Ijós fjóra meginmælikvarða: a) mæli- kvarða sem mælir álagsþætti tengda samstarfi og sam- vinnu, b) mælikvarða sem mælir álagsþætti tengda beinni umönnun sjúklinga, c) mælikvarða sem mælir þætti tengda vinnuálagi og d) mælikvarða sem snýr að tækni- og tækja- búnaði. Nánari greining leiddi í Ijós 4 undirþætti mælikvarða a) og þrjá undirþætti mælikvarða b) (sjá töflu 6). Tafla 6. Meðalgildi á spurningalistanum Álagsþættir í hjúkrun og undirþáttum hans Hversu oft valda eftirtaldir þættir þér álagi? Meðal- gildi* Staðal- frávik Álagsþættir í hjúkrun, allur spurningalistinn (50 sp.**) 2,36 0,50 Álagsþættir í umönnun sjúklinga (18 sp.) 2,55 0,61 Þjáning og sársauki sjúklinga (7 sp.) 2,69 0,75 Andlegur stuðningur við sjúklinga (5 sp.) 2,60 0,73 Klínísk vandamál í hjúkrunar- meðferð (6 sp.) 2,35 0,57 Álagsþættir í samstarfi og samvinnu (22 sp.) 2,19 0,49 Skortur á faglegum stuðningi (3 sp.) 2,36 0,68 Almennt samstarf og starfsandi (10 sp.) 2,17 0,50 Meðferðarsamstarf - ágreiningur um meðferð (6 sp.) 2,15 0,63 Samskipti við stjórnendur (3 sp.) 2,14 0,70 Vinnuálag (7 sp.) 2,75 0,73 Tækni- og tækjabúnaður (3 sp.) 2,18 0,72 Hærra gildi gefur til kynna meira álag. Sp. stendur fyrir spurningar. Þannig er t.d. undirþátturinn Álagsþættir í umönnun sjúklinga samsettur úr átján spurningum af heildarlistanum. 324 Tafla 5 sýnir að vinnuálag er sá þáttur sem veldur hjúkr- unarfræðingum mestu álagi en fast á eftir kemur þjáning sjúklinga og það að veita andlegan stuðning, en ætla má að tveir síðasttöldu þættirnir séu nátengdir. Meðalgildi á mælikvörðum þessara þriggja framantöldu þátta eru tölu- vert hærri en meðalgildi spurningalistans í heild. Til saman- burðar eru gildi á kvörðunum sem mæla skort á faglegum stuðningi og klínísk vandamál nærri jöfn og meðalgildi spurningalistans í heild, en gildi á mælikvörðunum, sem mæla álag tengt samstarfi og tækni og tækjum, eru tölu- vert lægri. Af þessu má draga þá ályktun að vinnuálag og þjáning sjúklinga valdi hlutfallslega meira álagi á hjúkrunar- fræðinga en þættir tengdir samstarfi við annað fagfólk og yfirmenn. Álag vegna klínískra vandamála og vegna skorts á stuðningi við lausn þeirra liggur þarna á milli. Skortur á hjúkrunarfræðingum og áiagsþættir í hjúkrun Skortur á hjúkrunarfræðingum hafði áhrif á álagsþætti í hjúkrun og því fleiri stöðugildi sem voru ómönnuð á vinnu- stað þátttakenda því hærri gildi fengu þeir á spurningalist- anum Álagsþættir í hjúkrun. Þannig var meðalgildi listans á vinnustöðum, þar sem allar stöður hjúkrunarfræðinga voru mannaðar, 2,17 samanborið við 2,54 þar sem vantaði fólk í 5 eða fleiri stöður (sjá töflu 7). Þessi munur var tölfræði- lega marktækur (einhliða dreifigreining: F=6,63; df=3/148; p<0,001). Tafla 7. Meðalgildi á spurningalistanum Álagsþættir í hjúkrun eftir skorti á hjúkrunarfræðingum Meðalgildi* SD Allar stöður eru skipaðar 2,17 0,47 1 -2 stöður ómannaðar 2,45 0,50 3-4 stöður ómannaðar 2,59 0,42 5 eða fleiri stöður ómannaðar 2,54 0,45 * Hærra gildi gefur til kynna meira álag. Einhliða dreifigreining sýnir einnig að tölfræðilega mark- tækur munur er á meðalgildum flestra undirþátta spurn- ingalistans. Vinnuálag vex í réttu hlutfalli við skort á hjúkr- unarfræðingum sem og álag tengt umönnun sjúklinga. Sama á við um álag tengt þjáningu og sársauka sjúklinga, álag vegna andlegs stuðnings við sjúklinga og álag vegna klínískra vandamála í hjúkrunarmeðferð, en álag vegna þessara þátta vex í réttu hlutfalli við skort á hjúkrunarfræð- ingum. Skortur á þeim reyndist einnig hafa tölfræðilega marktæk áhrif á álagsþætti sem tengjast samstarfi og samvinnu við annað fagfólk. Fjölgun innlagna og álagsþættir I hjúkrun Þátttakendur greindu frá tölfræðilega marktækt auknu álagi eftir því hvort innlögnum fjölgaði mikið þar sem þeir Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.