Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Qupperneq 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Qupperneq 37
störfuðu (F=4,67; df=3/110; p<0,01) (tafla 8). Einhliða dreifigreining sýndi einnig marktækan mun á meðalgildi flestra undirþátta spurningalistans. Fylgnin á milli fleiri inn- lagna og álagsþátta í hjúkrun reyndist þó í fæstum tilfellum fullkomlega línuleg því þó að álagið mældist mest þar sem innlagnir jukust mikið þá var álagið hlutfallslega meira þar sem innlagnir stóðu í stað eða þeim fækkaði en þar sem þær jukust lítið. Eini álagsþátturinn, sem hafði bein línuleg tölfræðilega marktæk tengsl við fjölgun innlagna, var álag tengt tækni- og tækjabúnaði. Tafla 8. Meðalgildi á spurningalistanum Álagsþættir í hjúkrun eftir fjölgun innlagna Meðalgildi* SD Innlagnir jukust mikið 2,75 0,50 Innlagnir jukust nokkuð 2,42 0,40 Innlagnir jukust lítið 2,38 0,43 Innlagnir stóðu í stað eða minnkuðu 2,45 0,34 * Hærra gildi gefur tii kynna meira álag. Álag vegna álagsþátta, sem tengjast samstarfi við annað fagfólk, reyndist tölfræðilega marktækt meira þar sem innlagnir jukust mikið en þar sem þær jukust lítið eða ekkert (F=5,01; df=3/115; p<0,01). Sama á við um álag í samskiptum við stjórnendur (F=5,37; df=3/115; p<0,01). Aðrir álagsþættir, sem tengdust fjölgun innlagna á töl- fræðilega marktækan hátt, voru álagsþættir sem tengjast því að veita sjúklingum andlegan stuðning (F=2,87; df=3/116; p<0,05), meðferðarsamstarfi og ágreiningi um meðferð (F=3,39; df=3/117; p<0,05) og almennt auknu vinnuálagi (F=3,31; df=3/118; p<0,05). Tölfræðilega marktæk fylgni er einnig á milli álagsþátta í hjúkrun og fjölda þeirra aukarúma sem sett voru upp á vinnustöðum þátttakenda vikuna áður en þeir svöruðu spurningalistanum. Marktæk fylgni mældist bæði við spurningalistann í heild (p=0,33; p<0,001; N=117) og flesta undirþætti hans. Þessi fylgni var mest hvað varðar álag tengt umönnun sjúklinga (p=0,31; p<0,001; N=119), því að veita andlegan stuðning (p=0,30; p<0,001; N=121) og klínískum vandamálum í hjúkrunarmeðferð (p=0,26; p<0,01; N=121). Lægri fylgni en þó tölfræðilega marktæk mældist á milli fjölda aukarúma og eftirtalinna álagsþátta í hjúkrun: samstarf við annað fagfólk, meðferðarsamstarf og ágreiningur um meðferð, samskipti við stjórnendur, og tækni- og tækjabúnaður. Vinnustaður og álagsþættir í hjúkrun Álagsþættir í hjúkrun mældust tölfræðilega marktækt minnstir hjá þeim þátttakendum sem vinna í heilsugæslu og á það bæði við um spurningalistann í heild og flesta Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001 undirþætti hans. Þessi munur er mestur á álagsþáttum í hjúkrun sem mæla umönnun sjúklinga og þjáningu og sársauka sjúklinga. Það þýðir að þeir sem vinna ekki við heilsugæslu greina frá meira álagi vegna þátta sem mæla umönnun sjúklinga (2,61 á móti 2,12; t=3,58; p<0,001) og þjáningu og sársauka sjúklinga (2,77 á móti 2,14; t=3,87; p<0,001). Munurinn á milli þeirra sem vinna í heilsugæslu og hinna er líka mikill á meðalgildi á spurningalistanum í heild (2,07 á móti 2,43; t=3,30; p<0,01) og á álagsþáttum sem tengjast almennt auknu vinnuálagi (2,24 á móti 2,81; t=3,87; p<0,01), klínískum vandamálum í hjúkrunarmeðferð (1,97 á móti 2,39; t=3,38; p<0,01) og meðferðarsamstarfi og ágreiningi um meðferð (1,79 á móti 2,20; t=2,90; p<0,01). Minni munur greindist á milli hópanna tveggja á álagsþáttum sem tengjast því að veita sjúklingum andlegan stuðning, almennu samstarfi og starfsanda og samstarfi við annað fagfólk. Enginn marktækur munur mældist á þáttum sem tengjast tækni- og tækjabúnaði, samskiptum við stjórnendur og skorti á faglegum stuðningi. Undirmönnun og álagsþættir í hjúkrun Fljúkrunarfræðingar, sem telja of fáliðað á sínum vinnustað, greindu frá tölfræðilega marktækt meira álagi en þeir sem ekki telja of fáliðað (tafla 9). Þessi munur kemur fram á öllum álagsþáttum nema þeim sem snúa að klínísku samstarfi. Mestur munur, sem mældist á milli þessara tveggja hópa, er á álagsþáttum í hjúkrun sem mæla vinnuálag, umönnun sjúklinga, og þjáningu og sársauka sjúklinga en minnstur á álagsþáttum sem tengjast samstarfi (sjá töflu 11). Tafla 9. Tengsl milli undirmönnunar og álagsþátta í hjúkrun meðal- staðal- t- N gildi-t- frávik gildi Álagsþættir í hjúkrun Of fáliðað 123 2,50 0,45 Ekki of fáliðað 51 2,17 0,52 4,24*** Almennt aukið vinnuálag Of fáliðað 125 2,99 0,62 Ekki of fáliðað 52 2,25 0,68 7,09*** Umönnun sjúklinga Of fáliðað 121 2,67 0,60 Ekki of fáliðað 51 2,32 0,58 3,39*** Andlegur stuðningur við sjúklinga Of fáliðað 123 2,72 0,73 Ekki of fáliðað 52 2,35 0,66 3,17** Klínísk vandamál í hjúkrunarmeðferð Of fáliðað 123 2,42 0,54 Ekki of fáliðað 54 2,16 0,55 3,02** Tækni- og tækjabúnaður Of fáliðað 125 2,27 0,69 Ekki of fáliðað 52 1,94 0,74 2,87** 325
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.