Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Síða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Síða 51
Asta Thoroddsen hjúkrunarfræðingur Frá Landlæknísembættinu Vinnuhópur um skráningu hjúkrunar á vegum Landlæknis- embættisins hefur að undanförnu unnið að þýðingum á nýjum og breyttum hjúkrunargreiningum frá NANDA-samtökunum. Að þessu sinni bættust við sjö nýjar hjúkrunargreiningar: hætta á streitu í kjölfar flutnings, sjálfsvígshætta, sjálfsmis- þyrming, hætta á vanmáttarkennd, hætta á lítilli sjálfsvirðingu vegna aðstæðna, ráf og dettni. Að auki voru gerðar breytingar á fjölda annarra hjúkrunargreininga (sjá meðfylgjandi töflu). Umtalsverðar breytingar hafa orðið á NANDA-flokkunarkerfinu frá síðustu uppfærslu. Hin níu mannlegu viðbrögð, sem allar hjúkrunaragreiningar voru flokkaðar undir, hafa verið lagðar niður. í staðinn hefur NANDA tekið upp flokkun sem byggist á heilsufarslyklum Gordons. Númerakerfi (kóðar) greininganna hefur einnig breyst eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Eldra númerakerfið hefur því verið lagt niður. Landlæknisembættið gaf út handbókina Skráning hjúkr- unar árið 1997. Sú bók er uppseld en unnið er að nýrri útgáfu. Að auki var gefinn út 90 blaðsíðna viðauki árið 2000 í sama broti og sú bók. Ákveðið hefur verið að bjóða viðaukann á sérstöku verði fram yfir áramót og kostar hann nú um 1000 krónur. Hann fæst á skrifstofu Landlæknis- embættisins og Bóksölu stúdenta. Ný tilmæli um lágmarksskráningu vistunarupplýsinga á sjúkrahúsum komu frá Landlæknisembættinu 1. apríl 2001 þar sem fjallað er um hjúkrunarskráningu. Tilgangur lág- marksskráningar er: að skráning endurspegli sem best starfsemi á íslenskum sjúkrahúsum, heilsuvanda sjúklinga og úrlausnir sem þeir hljóta að skráning sé sambærileg á öllum íslenskum sjúkrahúsum að skráning sé sambærileg á milli landa að fylgjast með tíðni heilbrigðisvandamála og úrlausn á þeim að fylgjast með þjónustu sjúkrahúsa, s.s. rými og mannafla að fylgjast með umfangi þjónustu, s.s. fjölda inn- og útskrifta og legudaga. Mörg ný atriði í skráningu vistunarupplýsinga snerta hjúkr- unarfræðinga. Meðal atriða, sem ávallt eiga að koma fram, eru hvaða hjúkrunarfræðingur eða Ijósmóðir er ábyrg fyrir sjúklingum á stofnuninni. Einnig skal skrá hjúkrunarvandamál, sem greind eru, og hjúkrunarmeðferð, sem sjúklingar fá, og hvaða hjúkrunarfræðingur skráir og veitir hjúkrunarmeðferð. Tiltekið er að nota skuli flokkunarkerfið NANDA við skráningu hjúkrunargreininga og flokkunarkerfið NIC (Nursing Interven- tion Classification) við skráningu úrlausna eða hjúkrunar- meðferðar. Nánari upplýsingar um NANDA og NIC má sjá á heimasíðu Landlæknisembættisins http://www.landlaeknir.is (undir Upplýsingar og síðan Stofnskrár). Upplýsingar um lágmarksskráningu vistunarupplýsinga á sjúkrahúsum má einnig sjá á heimasíðunni (undir Upplýsingar og síðan Útgáfa). Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að kynna sér þær breyt- ingar, sem farið er fram á við hjúkrunarskráningu, sem og breytingar sem hafa orðið á flokkunarkerfi hjúkrunargreininga. Listi yfir NANDA-hjúkrunargreiningar árið 2001 Eldri nr. 2001 Heiti skv. NANDA 2001 1.1.2.1 1 Næring meiri en líkamsþörf 1.1.2.2 2 Næring minni en líkamsþörf 1.1.2.3 3 Hætta á neyslu umfram líkamsþörf 1.2.1.1 4 Hætta á sýkingu 1.2.2.1 5 Hætta á óstöðugum líkamshita 1.2.2.2 6 Lækkun á líkamshita 1.2.2.3 7 Hækkun á líkamshita 1.2.2.4 8 Ófullnægjandi stjórnun líkamshita 1.2.3.1 9 Skaðleg ósjálfráð taugaviðbrögð (dysreflexia) 1.2.3.2 10 1.3.1.1 11 1.3.1.1.1 12 1.3.1.2 13 1.3.1.3 14 1.3.1.4 15 1.3.2 16 1.3.2.1.1 17 1.3.2.1.2 18 1.3.2.1.3 19 1.3.2.1.4 20 1.3.2.1.5 21 1.3.2.1.6 22 1.3.2.2 23 1.4.1.1 24 1.4.1.2 25 1.4.1.2.1 26 1.4.1.2.2.1 27 1.4.1.2.2.2 28 1.4.2.1 29 1.5.1.1 30 1.5.1.2 31 1.5.1.3 32 1.5.1.3.1 33 1.5.1.3.2 34 1.6.1 35 1.6.1.1 36 1.6.1.2 37 1.6.1.3 38 Hætta á skaðlegum ósjálfráðum taugaviðbrögðum Hægðatregða Einstaklingur telur sig vera með hægðatregðu Niðurgangur Hægðaleki Hætta á hægðatregðu Truflun á þvaglátum Álagsþvagleki Þvagleki - ósjálfrátt viðbragð Bráðaþvagleki Starfrænn þvagleki Stöðugur þvagleki Hætta á bráðaþvagleka Þvagtregða Ónógt flæði til vefja Hætta á vökvaójafnvægi Vökvasöfnun Vökvaskortur Hætta á vökvaskorti Minnkað útfall hjarta Trufluð loftskipti Ófullnægjandi hreinsun öndunarvega Ófullnægjandi öndun Viðheldur ekki sjálfkrafa öndun Trufluð viðbrögð við að venja úr öndunarvél Hætta á skaða Hætta á köfnun Hætta á eitrun Hætta á meiðslum Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001 339

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.