Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Side 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2001, Side 55
vinna í sporakerfinu, sem er byggt á 12 spora kerfi AA- samtakanna, er þaö eina sem dugir mér. Og það gagnast mér líka að trúa á æðri mátt, ég er ekki eins klár og ég hef haldið, ég tek þetta miklu alvarlegar en áður, offitan styttir líf mitt, ég var t.d. komin með allt of háan blóðsykur en síðastliðið eitt og hálft ár er hann kominn í gott lag. Ég hef miklu meiri starfsorku, er með mann og þrjú börn og var alltaf þreytt hér áður að loknum vinnudegi. Afköstin hafa aukist mikið hjá mér og allt er á uppieið. Mér líður miklu betur, líður mjög vel, ótrúlega vel. Einn félagi minn, sem hefur verið með mér í samtökunum, lýsti þess- ari velllíðan sem fæst með því að stunda OA-samtökin þannig að honum fyndist hann vera á bleiku skýi og var hræddur við að hrapa niður af því. En svo uppgötvaði hann að líklega líður heilbrigðu fólki bara svona daglega og að það er allt í lagi að líða svona! Ég er búin að komast að raun um að það að grennast er ekki spurning um viljastyrk eða greind, í OA-samtökunum eru bæði greindir og viljasterkir einstaklingar en þeir ráða einfaldlega ekki við þessa fíkn án aðstoðar. Lífið er líka allt svo miklu skemmtilegra, ég þarf aldrei aftur að fara í megrun og það er mikið frelsi! Ég er skemmtilegri fyrir börnin mín og á auðveldara með að hafa samskipti við annað fólk. Ég hvet því fólk eindregið til að lesa bókina og snúa sér svo til OA- samtakanna ef það telur sig hafa gagn af því. Heimasíða OA-samtakanna er www.OA.is og á vegum alþjóðasamtak- anna www.overeatersanonymous.org er einnig síða sem er ætluð heilbrigðisstarfsfólki," segir hún að lokum. Gleðilegjól! Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur ákveðið að senda ekki jólakort til félaga og velunnara innanlands heldur styrkja Styrk, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, um 50.000 krónur. Jólakort Styrks, Við Ægisíðuna eftir Bjarna Jónsson, voru keypt til að senda félögum erlend- is. Félagið óskar öllum velunnurum gleðilegra jóla. Bækur og bæklingar „Ósýnilegar fjöl- skyldur" nefnist bók sem er nýkomin út á vegum Háskóla- útgáfunnar. Höfundar eru Hanna Björg Sigurjónsdóttur og Rannveig Trausta- dóttir. í bókinni er fjallað um seinfærar/ þroskaheftar mæður og börn þeirra. Bókin er byggð á meist- araprófsrannsókn Hönnu Bjargar í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla íslands undir handleiðslu Rannveigar Trausta- dóttur. í rannsókninni, sem kynnt er í bókinni, er sagt frá 10 konum á ólíkum aldri sem bjuggu við mismunandi aðstæður. Elsta konan var 83 ára þegar talað var við hana og sú yngsta 26 ára. Konurnar áttu börn sín um og upp úr 1950 en yngsta barn í rann- sókninni fæddist árið 2000. Barneignir kvennanna ná því yfir 50 ára tímabil og töldu rannsakendur mikilvægt að ná yfir þetta tímabil, m.a. til að öðlast skilning á því hvaða áhrif breytingar á ýmsum félagslegum þáttum hafa haft á líf seinfærra/þroskaheftra kvenna og möguleika þeirra til barneigna og fjölskyldulífs, svo sem viðhorf til þroskaheftra, hugmyndafræði, opinbera stefnu og þróun félagslegrar þjónustu. Auk kvennanna er rætt við þrjú uppkomin börn elstu mæðranna í rannsókninni. Bókin er 226 bls. og fæst í öllum helstu bókabúðum. Viltu hætta að reykja? Ef áhugi reynist fyrir hendi verður hjúkrunarfræðingum, sem reykja, boðið upp á hópmeðferð gegn reykleysi. Leiðbeinandi verður Dagmar Jónsdóttir. Þeir sem hafa áhuga á slíkri meðferð eru beðnir um að hafa samband við Dagmar í netfangi dagmarj@heimsnet.is fyrir áramótin. OsÝNILEGAR FJÖLSKYLDUR Seinfærar/þroskaheftar mæður og bórn þeirra Hanna Bjórg Sigurjónsdóttir Rannveig Traustadóttir Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 77. árg. 2001 343

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.