Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Síða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Síða 15
Ingibjörg K. Stefánsdóttir 1 ÞANKASTRIK Kjarasamningar og reykleysi Það er tvennt ofarlega í huga mfnum þessa dag- ana sem mig langar til að impra á. I fyrsta iagi ætla ég að koma inn á kjarasamningana og í öðru lagi að ræða um reykingar eða reykleysi. Ég vil lýsa ánægju minni með nýja kjarasamn- inga og vona að þeir verði samþykktir. Mér finnst aðdáunarvert að 24 BHM-félög hafi náð samningum við ríkið á svo skömmum tíma auk þess sem þetta eru tímamótasamningar í mínum huga. Ég sé framtíð í þessum samningum og tel að hjúkrunarfræðingar sem og aðrar kvennastétt- ir innan BHM hljóti að togast upp í launum því ég geri ekki ráð fyrir að aðrar stéttir láti draga sig niður. Þá er gott til þess að vita að lægstu byrj- unarlaun verða ekki lægri en 200 þúsund frá og með næsta ári þegar stofnanasamningarnir taka gildi 1. maí 2006. En það verður fyrst þá sem kemur endaniega í Ijós hver hagur okkar verður af þessum samningum og ég er bjartsýn og vona að þeir verði okkur til enn frekari hagsbóta nú og í framtíðinni. Nú er ég komin að öðrum þanka en hann tengist reykleysi. Ég varð mjög vonsvikin að sjálfur heil- brigðisráðherra og ríkisstjórnin höfðu ekki dug í sér til að leggja fram frumvarp um bann við reyk- ingum á veitinga- og öldurhúsum. Nú sem endra- nær er verið að skera niður í heilbrigðiskerfinu. A sama tíma er sett fram metnaðarfull áætiun um heilbrigði Isiendinga til ársins 2010. I henni á að draga úr og minnka tíðni reykinga, hjarta- og æðasjúkdóma, krabbamein o.fl. Ég hefði haldið að bann við reyldngum á veitinga- og öldur- húsum myndi draga úr reykingum, sérstaklega óbeinum reykingum, og þar með fækka krabba- meinum, iangvinnum lungnasjúkdómum sem og hjarta- og æðasjúkdómum. Það myndi skiia sér í bættri iíðan Islendinga og beint peninga- lega í ríkiskassann. Á ári hverju deyja um 360 Islendingar vegna reykinga og þá er ekki taldir hinir sem hafa reykt óbeint eða þeir sem búa við skerta heilsu í einhvern tíma áður. I I nýútkominni og afar viðamikilli skýrslu evrópsku hjartasamtakanna er I í fyrsta skipti tekið á efnahagsáhrif- B, - W um hjarta- og æðasjúkdóma. Þar sést 2» að tölurnar eru risavaxnar og hafa I ekki verið settar fram með þessum hætti fyrr. Kostnaður íslands vegna ingibjörg K. Stefánsdóttir hjarta- og æðasjúkdóma er áætlaður rétt rúm milljón á klukkustund. Þarna |er einungis verið að tala um hjarta- og æðasjúkdóma, ekki aðra reykingatengda sjúkdóma. íslendingar standa framarlega í forvörnum gegn reykingum og við erum oft í fararbroddi og nú bætast sífellt fleiri Iönd í þann hóp sem banna reykingar á veitinga- og öldurhúsum. Ætlum við að sitja eftir? Frumvarpið verður lagt fram þó að það sé ekki af hæstvirtum heilbrigðisráðherra og er það vel. Þegar þetta frumvarp verður að lögum er einkennilegt að sjúkrastofnanirnar í landinu verða einu opinberu staðirnir sem hægt er að reykja á, að minnsta kosti eins og staðan er í dag á mörgum þessara stofnana. Samkvæmt núverandi reglum er starfsfólki bannað að reykja á lóð stofnananna og í vinnutíma en þetta hefur verið virt að vettugi og ekki verið gengið eftir að framfylgja þessum lögum. Mér finnst ímynd heilbrigðisstofnana neikvæð þegar starfsfólk ! er púandi sígarettur í öllum skotum á lóð þeirra. Það eru til heilbrigðisstofnanir sem eru alveg reyklausar, þ.e. starfsfólk og ;sjúklingar a.m.k. í vinnutíma og legu. Ég hvet heilbrigðisstofn- anir til þess að taka sig á og fylgja því eftir að lögin séu virt. Ég tel að það sé mikilvægt að heilbrigðistofnanir hjálpi starfsfólki sínu að viðhalda reykleysi í vinnunni og þær verði búnar að taka til hjá sér áður en frumvarpið nær fram að ganga sem það vonandi gerir sem fyrst. Ég skora á Kristínu Agnarsdóttur að skrifa næsta Þankastrik. Tímaiit hjúkiunaifræðirga 2. tbl. 81. árg. 2005 13

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.