Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Qupperneq 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.2005, Qupperneq 47
GREIN í I 1 » 1 13. Taka þátt í samtökum heilbrigðisfólks um tóbaks- varnir. 14. Styðja herferðir sem berjast fyrir tóbakslausum stöðum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur áherslu á að hjúkrunarfræðingar séu í einstakri stöðu varðandi tóbaksvarnir þar sem þeir hitta daglega mjög stóran hóp fólks og starfa í mikilli nálægð við sjúklinga og aðra skjólstæðinga. 1 Jennifer Percival á íslandi Fyrir skömmu kom Jennifer Percival hjúkrunar- fræðingur hingað til lands en hún er sérstakur ráðgjafi um reykleysi í Bretlandi. Hún hefur komið hingað til lands áður og haldið námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga um hvernig þeir geti aðstoðað fólk til að hætta að reykja. Ritstjóri Tímarits hjúkr- unarfræðinga leit inn á námskeiðið hjá henni en þá var hún að fjalla um herferð gegn reykingum í Bretlandi sem nú stendur yfir undir kjörorðunum: „Hættið ekki við að hætta“ eða „Don't give up giving up“. Hefur það borið góðan árangur. Þessi herferð er einstök í heiminum í dag. Farnar eru nýjar leiðir til að fá fólk til að hætta reykingum. ; Sett hafa verið fram fimm meginatriði sem skýra góðan árangur þeirra sem tekst að hætta að reykja. Þar er efst á blaði að reykingafólk hafi góðan aðgang að meðferð til reykleysis. Reykingafólk er hvatt til að hætta og fær til þess stuðning. Atak hefur verið gert í að fræða fólk um skaðsemi reykinga. Herferð er farin í fjölmiðlum þar sem reykingafólk segir sögu sína af því hvernig reykingar hafa eyðilagt heilsu þess eða annarra í fjölskyldunni og haft f för með sér sjúkdóma og dauða. Lögð er áhersla á hve óbeinar reykingar eru skaðlegar börnum. Hægt er að skoða auglýsingarnar á www.giving- upsmoking.uk. Tóbaksauglýsingar hafa verið ban- naðar og upplýsingar um skaðsemi reykinga settar á tóbaksumbúðir. Auknir skattar hafa verið lagðar á tóbak og sýnt hvernig reykingar fara með fjárhag fólks. Mildu Hlutverk heilbrigöisstarfsfólks í tóbaksvörnum skiptir einnig að nýta fjölmiðla skipulega fyrir þennan hóp, veita aðstoð frá manni til manns, styrkja breytingar á iífsstí og meta árangur herferðarinnar. A vefslóðinni www.hi.is/~- bergthkr/Reykleysi er hægt að nálgast efni námskeiðsins. En hver er stefna íslenskra stjórnvalda? Á Alþingi íslendinga voru samþykkt ný og breytt lög um tóbaksvarnir í maí 2001. Þar er áhersla lögð á rétt fólks til að vera í reyklausu umhverfi og heilbrigðisstarfsfólk er hvatt til að leggja landsmönnum lið í að hlúa að reyklausu umhverfi. Talið er að á hverju ári deyi um 400 íslendingar af völdum sjúkdóma sem rekja má til reykinga auk þeirra áhrifa sem tóbaksnotkun hefur á vellíðan og heilsu þeirra sem fengið hafa sjúkdóma af völdum reykinga eða tóbaksnotkunar. Nú reykir um fjórðungur landsmanna og hjúkrunarfræðingar hafa verið hvattir til að leggja sitt af mörkum til að hjálpa fólki til reyk- leysis. Samkvæmt upplýsingum frá Lýðheilsustöð er ekki til opinber stefna um það að fá fólk til að hætta að reykja og engar klínískar leiðbeiningar eru heldur til fyrir heilbrigðisstarfs- menn. Landlæknisembættið vinnur að undirbúningi klínískra leiðbeininga. Hagfræðistofnun Háskóla Islands reiknaði samfélagslegan kostað af reykingum á fslandi árið 2000. Kostnaður árið 2000 reyndist vera 19 milljarðar (já, milljarðar), þ.e. um 67 þúsund krónur á hvert mannsbarn. Um 11 af þessum 19 milljörðum eru framleiðslutap og um 5-6 milljarðar eru bein eyðsla heil- brigðiskerfisins. Markmið íslensku heilbrigðisáætlunarinnar til 2010 Hlutfall reykingafólks á aldrinum 18-69 ára veröi undir 15% og hlutfall barna og unglinga 12-17 ára, sem reykja, veröi undir 5%. Leiðir heilbrigöisáætlunarinnar til að ná þessum markmiöum: • Fræösla og forvarnir sem beinast að börnum, ungmennum og fullorönum. • Eftirfylgni við banni á tóbaksauglýsingum, niðurgreiðsla nikótínlyfja og veröstýring. • Aðgengi aö meðferöarúrræðum fyrir reykingasjúklinga verði auðveldaö. • Reyklaust umhverfi verði sem víöast. • Aukið eftirlit með sölu á tóbaki til unglinga. • Skipuleg söfnun og úrvinnsla á staðtölum um tóbaksneyslu þjóðarinnar í heild og einstakra þjóðfélagshópa. Tímarit hjúkrunarfræöinga 2. tbl. 81. árg. 2005 45

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.