Fréttablaðið - 22.04.2017, Page 2

Fréttablaðið - 22.04.2017, Page 2
Mikill viðbúnaður var hjá sérsveit ríkislögreglustjóra í gær er fregnir bárust af manni á Grettisötu sem talinn var ætla að vinna sjálfum sér mein. Höfðu sérsveitarmennirnir meðferðis ýmis verkfæri, til að mynda gula höggboltabyssu. Aðgerðirnar vöktu nokkur ónot meðal vegfarenda. Veður Austlæg eða breytileg átt, víða hæg. Él í flestum landshlutum og dálítil snjókoma syðst á landinu um kvöldið. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum. sjá síðu 44 Viðskipti Að mati Tryggva Axels- sonar, forstjóra Neytendastofu, skortir mannafla til að taka á duldum auglýsingum áhrifavalda á samfélags- miðlum á borð við Instagram. „Við erum með 15 stöðugildi á Neytendastofu og starfsemi okkar er svo víðtæk þannig að það gefur auga- leið að það er skortur, það þarf auk- inn kraft í þessa hluti,“ segir Tryggvi. Stöðugt þurfi að forgangsraða. „Það eru ekki bara auglýsingar þarna heldur líka verðmerkinga- eftirlit. Við erum að fá fleiri og fleiri eftirlitsverkefni. Þetta er mjög víðtæk starfsemi,“ segir Tryggvi. Greint var frá því í gær að samtök- in Public Citizen í Bandaríkjunum hefðu sent yfir 90 erindi til svokall- aðra áhrifavalda: Hollywood-stjarna, íþróttamanna og fyrirsæta, til að ítreka að þeir ættu að taka það fram í upphafi hvers innleggs á Instagram ef verið væri að auglýsa vörur. „Við gáfum út leiðbeiningar árið 2015 og sendum á fjölmiðla og ein- hverja bloggara. En við höfum ekki farið af stað aftur með svona kynn- ingarátak,“ segir Daði Ólafsson, lög- fræðingur hjá Neytendastofu. Daði segir Neytendastofu nú með eitt mál í gangi sem augljóst sé að tilefni hafi verið til að skoða. Fyrir- tæki auglýsti á Instagram og voru innleggin ekki nægilega vel merkt. Neytendastofa getur gefið fyrirmæli um breytingar og lagt á sektir. Að sögn Daða hefur Neytenda- stofa fengið margar fyrirspurnir um hvernig eigi að standa að þessu. „Þó að við sjáum að framkvæmdin sé ekki alveg fullkomin þá virðist þetta vera að mjakast í rétta átt miðað við hvernig ástandið var áður.“ saeunn@frettabladid.is Hér skortir eftirlit með duldum auglýsingum Forstjóri Neytendastofu segir þörf á meiri mannafla vegna dulinna auglýsinga á samfélagsmiðlum. Neytendastofa hefur ekki haft samband við áhrifavalda á samfélagsmiðlum vegna dulinna auglýsinga líkt og bandarísk yfirvöld hafa gert. Auglýsingar oft skýrari á bloggum en Instagram Athygli var vakin á því í byrjun þessa mánaðar að veitingastaðurinn Þrastarlundur væri að bjóða mörgum áhrifavöldum á samfélagsmiðlum til sín í bröns. Þegar áhrifavaldar auglýstu svo staðinn í bloggfærslum og á myndum á Instagram var það ekki alltaf tekið skýrt fram, sérstaklega ekki á Instagram. Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir, eða Heidi Ola eins og hún er þekkt, er ein þeirra sem var boðið og bloggaði um staðinn í færslu sem tekið var fram að var kostuð og setti mynd á Instagram. „Ég held að við megum alveg bara pósta myndum, eins og við viljum það eru hvergi til reglur um það." samgöngur „Það er ekki búið að taka saman hversu mikið tjónið er en ég get sagt að kostnaður verður yfir 100 milljónir króna,“ segir Svan- hvít Friðriksdóttir, upplýsingafull- trúi WOW air, en ein af þremur Air- bus A330 breiðþotum flugfélagsins skemmdist eftir að farangursvagn frá IGS, dótturfélagi Icelandair, fauk á hana í óveðrinu á annan í páskum. Vegna atviksins varð keðjuverkun þannig að fjölmargir farþegar kom- ust ekki til Íslands á réttum tíma og munu síðustu farþegarnir lenda í dag. Flugfélagið þurfti að leigja 529 sæta tveggja hæða breiðþotu til að koma strandaglópunum til landsins. Svanhvít segir að starfsfólk WOW air sé búið að vinna hörðum hönd- um að því að leysa málin síðan flug- vélin skemmdist. „Fjöldi starfsfólks WOW air hefur unnið í þessu máli, dag og nótt síðustu daga. Starfsfólk okkar hefur eftir fremsta megni reynt að koma farþegum til landsins sem fyrst en þetta hefur verið erfitt og flókið mál.“ Lokið var við viðgerð og yfirferð breiðþotu WOW í morgun og mun vélin hefja áætlunarflug síðar í dag. – bb Tjón WOW yfir 100 milljónir Kostnaðarsamt óhapp varð í óveðri. Fréttablaðið/Vilhelm UP!LAGÐUR Við látum framtíðina rætast. Nýr up! frá aðeins 1.890.000 kr. margir áhrifavaldar auglýstu Þrastarlund í merktum bloggfærslum en tóku ekki fram að þetta væri auglýsing á instagram. Svanhvít Friðriks- dóttir, upplýs- ingafulltrúi WOW air. Gráir fyrir járnum á Grettisgötu Dómsmál Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að tugmilljóna króna Tesla-bif- reið stofnanda United Silicon á Íslandi yrði áfram í haldi yfirvalda. Stofnandinn, Magnús Ólafur Garðarsson, er grunaður um „stór- felldan og ítrekaðan hraðakstur“ á bílnum sem og að hafa valdið slysi á Reykjanesbrautinni þann 20. des- ember síðastliðinn. Í dómsgögnum segir að Magnús sé sakaður um að hafa keyrt of hratt vestur eftir Reykjanesbrautinni í slæmum aðstæðum. Magnús hafi misst stjórn á bílnum og ekið utan í annan bíl. Í dómnum kemur fram að Magnús segi málið einfalt. Hann hafi misst stjórn á bílnum vegna ytri aðstæðna. Saksóknarar telja bílinn hafa sönnunargildi og segja líklegt að gerð verði krafa um að bíllinn verði gerður upptækur. – þea Tugmilljóna bíll ekki afhentur 2 2 . a p r í l 2 0 1 7 l a u g a r D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 2 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C B 1 -C B 6 8 1 C B 1 -C A 2 C 1 C B 1 -C 8 F 0 1 C B 1 -C 7 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.