Fréttablaðið - 22.04.2017, Page 4

Fréttablaðið - 22.04.2017, Page 4
Það er í sjálfu sér bara ánægjulegt að menn skuli vera að fara í lagfæringar á höfninni á Akranesi. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda Umboðsaðili Jeep á Íslandi - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16 FÁGUN STAÐALBÚNAÐUR *U pp ge fn ar tö lu r f ra m le ið an da í bl ön du ðu m a ks tri Öflugur, kraftmikill og ríkulega útbúinn jeppi með frábæra aksturseiginleika. Komdu og reynsluaktu. Opið í dag 12-16. Sjálfskiptur 9 þrepa 2,2 l dísel 185 hestöfl eða 200 hestöfl Eyðsla 5,7 L/100 km* Verð frá 6.990.000 kr. jeep.is Sjávarútvegur „Það er gott að menn eru að ræða saman,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Hann átti fund í hádeginu í gær með Vilhjálmi Vilhjálmssyni, forstjóra HB Granda, um framtíð landvinnslu fyrirtækisins á Akra- nesi. Til umræðu voru áform HB Granda um að hætta landvinnslu á Akranesi, sem munu að óbreyttu kosta tæplega 100 starfsmenn fyrir- tækisins vinnuna. Sævar Freyr segir að aftur verði fundað í næstu viku. „Þeir komu hérna fulltrúar Akra- ness og við hittumst hérna í Norður- garði hjá HB Granda,“ segir Vil- hjálmur Vilhjálmsson. Forstjórinn segir engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum. Fréttablaðið greindi frá því á mið- vikudaginn að Faxaflóahafnir hafa gefið grænt ljós á uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi, með þeim skilyrðum að fyrir liggi sam- komulag milli Faxaflóahafna sf. og HB Granda um nýtingu mannvirkj- anna. Kostnaður við verkefnið yrði samtals 3 milljarðar króna. „Það er í sjálfu sér bara ánægju- legt að menn skuli vera að fara í lagfæringar á höfninni á Akranesi. Það er orðið tímabært en það mun taka sinn tíma og við eigum bara alveg eftir að sjá hvort það sé eitt- hvert innlegg í þetta mál. Það er ekki komin nein ákvörðun eða niður- staða í málið,“ segir Vilhjálmur. Hann kveðst ekki vera að leita neinnar sérstakrar niðurstöðu í við- ræðunum við Akranes. „Þeir eru að gera sitt besta til að sannfæra okkur um að láta ekki verða af ákvörðunum okkar og um það snúast þessar viðræður,“ útskýrir Vilhjálmur. Hann segir HB Granda ekki hafa átt frumkvæðið að viðræðunum en leggur áherslu á að engar ákvarðanir hafi verið teknar um framhald málsins. Þá hefur Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, einnig sagt að hún muni skipa nefnd til að fjalla um framtíðarfyrirkomulag varðandi gjaldtöku. „Það er ekkert óeðlilegt að þessi nefnd horfi til þessara sjónar miða einnig,“ sagði sjávarútvegsráðherra. jonhakon@frettabladid.is Bæjarstjórinn á biðilsbuxunum á skrifstofu Granda í Reykjavík HB Grandi áformar að hætta landvinnslu á Akranesi. Sú ákvörðun myndi kosta tugi manns vinnuna. FréttABlAðið/Eyþór Fulltrúar Akraness og HB Granda funduðu í gær um framtíð land- vinnslu fyrirtækisins á Akranesi. Forstjóri HB Granda segir Akranes reyna sitt besta til að fá fyrirtækið til að hætta við áform um að loka landvinnslu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra sagði að hún myndi á næstunni skipa þverpólitíska nefnd sem ætti að finna fyrirkomulag varðandi gjald- töku í sjávarútvegi. Dragi áform HB Granda um að flytja landvinnslu sína frá Akra- nesi fram mikilvægi þess að allt fyrsta ákvæði laga um fiskveiði- stjórnun sé virkt. Í ákvæðinu segir meðal annars að lögin eigi að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra sagði að loka þyrfti kísilveri United Silicon þar til fengist á hreint af hverju íbúar sem búa næst verinu upplifi einkenni sem meng- unar mælingar geti ekki útskýrt. Svo fór að Umhverfisstofnun fór fram á ótímabundna lokun kísil- versins og sagði sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun að úrvinnsla málsins væri í forgangi. Davíð Þór Jónsson prestur sagði að útúr- snúningar og brandarar í stað málshátta í páskaeggjum væru vörusvik. Sagðist hann svik- inn þegar hann fékk slíkan „málshátt“ fyrir nokkrum vikum. Ef ætlunin sé að vera með grín og fíflaskap eigi að selja slík egg undir heitinu „grínegg“. Þrjú í fréttum Lagasetning, kísill og vörusvik tölur vikunnar 16.0.2017 – 22.04.2017 6 hænur má hvert heimili hafa í Kópavogi samkvæmt nýrri sam- þykkt um hænsnahald. 5 milljarðar fara á ári hverju úr ríkissjóði í Líf- eyrissjóð starfsmanna ríkisins. 2 milljarða króna vill verktakafyrirtækið ÍAV fá frá United Silicon. 3 milljarða króna framkvæmdir á Akranesi hafa Faxaflóahafnir heimilað. 1.500 kílóum af grænlensku hreindýra- kjöti sem Esja gæðafæði flutti inn verður fargað. 280 skákmenn eru skráðir til leiks á Alþjóðlega Reykjavíkur- skákmótinu. 13 íbúar eru með lögheimili á Borðeyri. 2 2 . a p r í l 2 0 1 7 l a u g a r D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 2 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C B 1 -D F 2 8 1 C B 1 -D D E C 1 C B 1 -D C B 0 1 C B 1 -D B 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.