Fréttablaðið - 22.04.2017, Side 6

Fréttablaðið - 22.04.2017, Side 6
Stjórnmál Stjórnarandstaðan á Alþingi er ósátt við óskýr svör Ótt- ars Proppé heilbrigðisráðherra í málefnum Klíníkurinnar. Athygli var vakin á málinu þegar landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtu- dag þar sem gagnrýnd var afstaða heilbrigðisráðuneytisins til starf- semi Klíníkurinnar. Embætti landlæknis telur rekstur fimm daga legudeildar, sambæri- lega þeirri sem Klíníkin rekur, þurfa rekstrarleyfi frá ráðherra en ráðuneytið telur svo ekki vera. Landlæknir telur að afstaða ráðu- neytisins verði til þess að einka- rekin heilbrigðisþjónusta þrífist þannig nánast ótakmarkað, meðal annars í krafti þess að sjúklingar greiði þjónustuna dýru verðu. „Ef þetta er eitthvað málum blandið og lekur áfram yfir í einka- væðingu í sjúkrahúsþjónustu, þá er það mjög alvarlegt mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Vinstri grænna, sem situr í velferðarnefnd Alþingis. Hann segir að skoðanamunur landlæknis og Landspítalans annars vegar og heil- brigðisráðuneytisins hins vegar hafi verið nefndarmönnum ljós. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir málið fyrsta stóra próf ráðherrans. „Það er ekki boðlegt að ráðu- neytið geti ekki gefið skýrari svör varðandi veigamikinn þátt sem varðar framtíðarmótun íslensks heilbrigðiskerfis. Pólitískt ákvörð- unarvald liggur hjá ráðherranum.“ Eins og fram hefur komið starfar Klíníkin núna óhindrað vegna þeirrar afstöðu ráðuneytisins að ekki þurfi rekstrarleyfi til starfs- ins. Í Fréttablaðinu í gær sagðist framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, Hjálmar Þorsteinsson, ekki skilja bréf landlæknis öðruvísi en svo að hann vildi hefta starfsemina eða skerða hana með boðvaldi ráðherra. „Í svona stóru máli er ekki hægt að skila auðu. Ráðherrann þarf að koma vel undirbúinn inn í ríkis- stjórn með svör við því hvernig hann ætlar að taka á þessu máli. Þetta er það pólitískt mál og það er eins og Landlæknisembættið sé að leita eftir leiðsögn í málinu, sá veg- vísir kemur frá stjórnvöldum,“ segir Lilja. Óttarr Proppé heilbrigðisráð- herra sagði í útvarpsfréttum Bylgj- unnar í gær að bagalegt væri að ágreiningur væri á milli ráðuneytis- ins og Landlæknisembættisins. „Það þarf að athuga hvort þurfi að skoða lögin og skýra. Ef það er niðurstaðan þá einhendum við okkur í það vegna þess að það er mjög mikilvægt að þetta sé skýrt,“ sagði Óttarr. snaeros@frettabladid.is ENDURVINNSLA MÁLMA Söfnun og flokkun, framleiðsluferli og umhverfisáhrif Málstofa í Háskólanum í Reykjavík, 24. apríl DAGSKRÁ 13:30 – 14:00 Endurvinnsla málma, ferli og umhverfisáhrif: Þröstur Guðmundsson & Guðrún A. Sævarsdóttir frá Háskólanum í Reykjavík 14:00 – 14:20 Endurvinnsla málma, tölfræði og skuldbindingar Íslands: Guðmundur B. Ingvarsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun 14:20 – 14:40 Verðmæti á villigötum: Sigurjón Svavarsson, EHS Manager Elkem Iceland 14:40 – 15:00 Kaffihlé 15:00 – 15:20 Niðurrif mannvirkja, efnisstraumar og endurvinnsla byggingarefna: Eyþór Sigfússon, ráðgjafi hjá HSE Consulting 15:20 – 16:00 Móttaka, flokkun og meðhöndlun málma til endurvinnslu: Daði Jóhannesson, framkvæmdastjóri Hringrásar ehf. 16:00 – 16:15 Umræður og málstofulok Fundarstjóri: Guðrún A. Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Málstofan verður haldin í stofu M208 og verður streymt, sjá nánar á hr.is Aðgangur er ókeypis og málstofan er öllum opin. Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málstofu sem er liður í eflingu efnisfræði og efnisverkfræði sem fræðigreina hér á landi. Fararstjóri: Steinunn H. Hannesdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Útivist við Bled vatn Náttúran skartar sínu allra fegursta við hið töfrandi Bled vatn sem er umvafið tignarlegum Ölpunum og falleg skógarsvæði blasa við í fjarska. Í ferðinni verður áhersla lögð á að njóta fjölbreyttrar útivistar, en bæði verður gengið og hjólað. Ferðin hentar öllum sem eru í ágætis gönguformi og vilja njóta hreyfingar með góðum hópi fólks í dásamlegu umhverfi. Verð: 178.700 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS Mjög mikið innifalið! sp ör e hf . 10. - 17. júní Telur Óttar skila auðu varðandi einkarekstur Stjórnarandstöðuþingmenn kalla eftir pólitískri stefnumótun og skýrari svör- um frá heilbrigðisráðherra um einkarekna heilbrigðisþjónustu. Ráðherra segir bagalegt að upp sé kominn ágreiningur. Séu lögin óskýr þurfi að skoða það. Herfangið skoðað Jemenskur vígamaður, hliðhollur forsetanum Abdrabbuh Mansur Hadi, handleikur jarðsprengju í fjalllendi norðvestur af borginni Taiz. Hermenn forsetans endurheimtu svæðið af Hútum á dögunum í borgarastyrjöld- inni sem hefur geisað í landinu undanfarin ár. Allt að 16.000 hafa látið lífið í átökunum. Nordicphotos/AFp Það er ekki boðlegt að ráðuneytið geti ekki gefið skýrari svör. Lilja Alfreðsdóttir, alþingismaður Framsóknarflokks 2 2 . a p r í l 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 2 2 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 1 K _ N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C B 1 -F 2 E 8 1 C B 1 -F 1 A C 1 C B 1 -F 0 7 0 1 C B 1 -E F 3 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.